Látið í ykkur heyra!

Eins og fram kom nýlega á everton.is var ný stjórn Everton klúbbsins kjörin á dögunum og kunnum við ykkur (sem mættuð á aðalfundinn og kusuð okkur) bestu þakkir fyrir traustið sem þið sýnduð okkur. Við hlökkum til að takast á við verkefnið en til þess þurfum við ykkar stuðning í verki.

Eitt af okkar helstu markmiðum er að nýta tæknina til hins ýtrasta — bæði vefsíðuna okkar, samskiptamiðlana sem og tölvupóstinn — til koma á öflugu og virku samfélagi *allra* Everton stuðnings-manna og -kvenna á Íslandi og vinna að framgangi Everton á Íslandi eins og okkur er best unnt.

Eitt af grundvallaratriðunum í þeirri viðleitni er að uppfæra félagatalið okkar, sem löngu kominn er tími á að uppfæra, og því viljum við biðja alla núverandi félagsmenn Everton klúbbsins*, og einnig þau ykkar sem ekki eruð á skrá en viljið staðfesta hollustu ykkar, að senda okkur tölvupóst á everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com með eftirfarandi upplýsingum — svo við getum uppfært félagatalið með nýjustu upplýsingum um alla íslenska Everton aðdáendur hvar sem þeir kunna að leynast:

Fullt nafn:
Heimilisfang:
Kennitala:
Skyrtustærð (medium, XL, o.s.frv):

… og ekki gleyma heldur mökum og börnum sem styðja Everton. Allir sem bera taugar til Everton eru hjartanlega velkomnir!

* Fundargestir á aðalfundinum á dögunum geta haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist, þið skráðuð ykkur á staðnum og þurfið ekki að staðfesta þessar upplýsingar aftur. 🙂

11 Athugasemdir

  1. Hörður Erlingsson skrifar:

    Bý í Danmörku og er því ekki virkur heima en Everton er minn klúbbur alltaf..

  2. Finnur skrifar:

    Endilega sendu samt upplýsingarnar. Það er fullt af meðlimum ekki á landinu. 🙂

  3. Finnur skrifar:

    Frábært að heyra frá fólki utan landsteinanna líka, by the way. 🙂

  4. Hörður Erlingsson skrifar:

    Upplýsingar??? Fæddur 1970 man ekki ísl kennitölu hef ekki notað hana í 15ár fór að halda með Everton til að vera ekki eins og hinir í kringum 1980. Hef aldrei farið á leik með þeim bara í séð tv ennþá en það stendur vonandi til bóta í framtíðini væri gjarnan til í vera með góðum ísl hóp á góðum leik..

  5. Finnur skrifar:

    Ánægður með viðtökurnar! Maður er varla búinn að senda út tilkynninguna og strax kominn með tæp 18% af félagatalinu í uppfærðri stöðu. Gaman að sjá að fólk fylgist vel með á vefsíðunni og svarar kallinu. Endilega haldið áfram á sömu braut, takk fyrir, líka þið sem eruð búsett erlendis. 🙂

  6. Einar Guðberg Jónsson skrifar:

    Ég vil bara koma á framfæri hamingju óskum til ykkar í stjórninni og þakka alveg kærlega fyrir þessa síðu og hvernig hún er sett upp. Þetta er frábært 🙂

  7. Finnur skrifar:

    Takk fyrir hamingjuóskirnar! 🙂

    Þórarinn J er heilinn á bak við hönnun, útfærslu og uppsetninguna á vefsíðunni. Heitasti Everton stuðningsmaðurinn í Bandaríkjunum. 🙂

  8. Tóti skrifar:

    ég og Tim Cahill deilum titlinum!

  9. Tóti skrifar:

    að ógleymdum nágranna mínum Landon Donovan

    • Finnur skrifar:

      Já, heyrðu! Maður er bara strax búinn að gleyma Donovan! Kannski segir það meira um Mirallas/Naismith heldur en manns eigin Alzheimers! Við skulum vona það allavega. 😉

  10. 160748-3469. peysa nr xl Flott síða hjá ykkur ég er og hef verið Everton aðdáandi síðan árið 1964.