Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Lille (Europa League) - Everton.is

Everton vs. Lille (Europa League)

Mynd: Everton FC.

Næst á dagskrá er Europa League leikur gegn Lille á heimavelli kl. 20:05 en meistari Ari S tók að sér upphitun fyrir leikinn (líkt og fyrir þann fyrri) og velti meðal annars fyrir sér miðvarðarstöðunni sem hefur verið pínulítið til vandræða á tímabilinu. Við gefum Ara orðið:

Það er ljóst að Roberto Martinez á í erfiðleikum með að manna miðvarðarstöðuna þessa dagana. Sylvain Distin datt úr liðinu eftir missæti við stjórann (segir sagan), John Stones meiddist illa um daginn og verður frá í nokkra mánuði og nú síðast meiddist Antolin Alcaraz og verður frá í þó nokkurn tíma. Sylvain Distin nálgast fertugsaldurinn og ekki er víst að hann sé í leikformi og ekki víst að hann sé tilbúinn þó að Martinez myndi skella honum í liðið í næsta leik.

Það hefur verið talað um að Gareth Barry eða Tony Hibbert geti leyst þessa stöðu af og hafa þeir báðir gert það áður með ágætis árangri. Barry lék síðasta laugardag í þessari stöðu og stóð sig ágætlega að mati stjórans Martinez en ljóst er að við höfum ekki annan Barry til að taka við miðjustöðunni sem hann leikur í. Darron Gibson, James McCarthy eða Muhamed Bešić gætu hugsanlega leyst þá stöðu og þá sérstaklega Gibson. Hann hefur þó verið að stíga til baka eftir erfið meiðsli og ekki víst að hann sé tilbúinn í slaginn.

Enn einn kosturinn er sá að skella annað hvort Tyias Browning, Brendan Galloway eða jafnvel Muhamed Bešić í miðvörðinn en bæði Browning og Galloway hafa spilað þessa stöðu með U-21 árs liði Everton.

Næsti leikur er Evrópuleikur gegn Lille á Goodison Park, næstkomandi fimmtudag 6. nóvember. Það er ljóst að um erfiðan leik verður að ræða þrátt fyrir að vera á heimavelli enda árangur á Goodison Park ekki verið ásættanlegur hingað til. Liðið hefur þó ekki verið að fá á sig mörg mörk að undanförnu og vörnin stóð sig ágætlega í síðasta leik þrátt fyrir að vera löskuð.

Mögulegt byrjunarlið á fimmtudaginn:

Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Bešić, Barry, Barkley, McGeady, Naismith, Eto’o.

Í þessu byrjunarliði er enginn séns tekinn… annað lið gæti litið svona út:

Howard, Baines, Jagielka, Bešić eða Browning, Coleman, McCarthy, Barkley, Osman, Gibson, Lukaku, Eto’o.

En hvað finnst fólki? Hvernig á Martinez að stilla upp á morgun gegn Lille? Ætti hann að hvíla einhverja lykilmenn og sleppa ungu leikmönnunum lausum “inn í hringinn” og nota þennan leik í tilraunarstarfsemi í einni eða tveimur stöðum á vellinum?

Við kunnum Ara S bestu þakkir fyrir samantektina en í öðrum fréttum er það helst að NSNO birti yfirlit yfir frábæran árangur Baines en tölfræðin sýnir að hann er ekki bara með sjöttu bestu Opta tölfræðina í deildinni heldur er hann bæði afkastamesti varnarmaðurinn sem og afkastamesti enski leikmaður deildarinnar. Hann er með stoðsendingar í 6 mörkum Everton á tímabilinu, hefur náð 19 skotum, 14 fyrirgjöfum og 13 sinnum „dribblað“ framhjá varnarmönnum.  Varnarlega er hann líka að standa sig frábærlega: 31 hreinsun, 18 tæklingar og 12 sinnum komist inn í sendingar.

Og að lokum, staðan í riðlinum fyrir leikinn er eftirfarandi…


bbc_europa_league_h_3

13 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    Við erum svo gott sem komnir áfram með sigri í þessum leik. Og allt einhvernveginn bjartara á einhvern hátt. Með tapi sennilega dottnir í 3. sætið. Má bara ekki gerast. ÁFRAM EVERTON. Góðar stundir.

  2. þorri skrifar:

    á þetta ekki að vera allveg pottþétt strákar ÁFRAM EVERTON ekkert múður

  3. Diddi skrifar:

    við höfum ekki efni á að vera með tilraunastarfsemi í þessum leik, við þurfum að fá 3 stig og ekkert annað. Ég vil hafa Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman; Pienaar, Barry, McCarthy, Lukaku; Barkley; og Etoo. Held að Wolfsburg úti verði ekki auðveldur leikur, þeir eru á miklu skriði þannig að öruggast er að vinna þennan annars erum við ekki í allt of góðum málum 🙂

  4. Diddi skrifar:

    P.s. ég segi 7 – 1 fyrir okkur 🙂

  5. Eiríkur skrifar:

    Ekki spurning að spila allavega einum ungum og efnilegum í þessum leik. Miðað við fyrri leikinn er Lille ekki að fara að sækja mikið. Held að þetta endi 1-0 fyrir okkur.

  6. Eiríkur skrifar:

    Og já Coleman skorar.

  7. Teddi skrifar:

    Þori varla að horfa á leikinn fyrst Diddi spáir ekki 1-2 tapi. 🙂

    Segi 1-1 í leik mikils dómaraskandals.

  8. Halli skrifar:

    Ég ætla að spá því að hann hendi Hibbó í miðvörðinn í kvöld. Ég vonast einnig til að hann spili með bæði Eto’o og Lukaku í byrjunarliðinu.

    Heimaleikur gegn liðinu sem kemur inn í riðilinn í efsta styrkleikaflokki en hafa ekki enn unnið leik í riðlinum og byrja ekki á því í kvöld 2-0 Mcgeady og Barkley með mörkin.

  9. Gunnþór skrifar:

    Strákar bara því miður erum við ekki að fara að vinna leik með meistara Hibbert innanborðs,hvað kom eiginlega fyrir Coleman,er hann lífs eða liðinn?

  10. Ari S skrifar:

    Ég ætlaði einmitt að fara að hæla mönnum fyrir jákvæðnina hérna… þá kemur Gunnþór og eyðilegur allt… hehe 😉

    2-1 spái ég.

  11. Finnur skrifar:

    Sýnist Hibbert bara búinn að loka vörninni hjá okkur. 🙂

  12. Gunnþór skrifar:

    Snilld Diddi þetta klikkar ekki hjá okkur.

  13. Diddi skrifar:

    algjörlega frábær frammistaða hjá öllum, já öllum Gunnþór 🙂