Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Lille vs. Everton (Europa League) - Everton.is

Lille vs. Everton (Europa League)

Mynd: Everton FC.

Meistari Ari S hefur tekið að sér að skrifa upphitanir fyrir Evrópuleikina undanfarið og nú er komið að þriðja leiknum í riðlinum. Við gefum Ara orðið:

Á fimmtudaginn 23. október 2014 mætir Everton franska knattspyrnufélaginu Lille Olympique Sporting Club eða LOSC Lille (Lille eins og það er í daglegu tali nefnt).

 

Lógó fótboltafélagsins Lille

Lógó fótboltafélagsins Lille

 

Félagið var stofnað 23. september 1944 við sameiningu tveggja félaga: Olympique Lillois og SC Fives en Olympique Lillois voru fyrstu frönsku meistararnir árið 1933. Lille léku á Stade Lille-Metropole allt til ársins 2012 þegar þeir fluttu á nýjan völl sem kallast Grand Stade Lille Métrópole (Stade Pierre-Mauroy) sem er þeirra heimavöllur í dag. Urðu þeir franskir meistarar árin 1946, 1954 og unnu tvöfalt árið 2011 og nú, 23. október 2014, rétt rúmum 70 árum frá stofnun taka þeir á móti Everton í Evrópudeildinni á sínum heimavelli. Lille voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í Europa League riðlunum og því um hörkuleik að ræða sem gefur sigurliðinu væntanlega byr undir báða vængi.

 

Grand Stade Lille Métrópole

Grand Stade Lille Métrópole

 

Lille eru með nokkra landsliðsmenn í sínum röðum. Divok Origi (Belgíu) leikur með þeim sem lánsmaður frá Liverpool og danski landsliðsmaðurinn Simon Kjær (sjá hér að neðan) leikur sem miðvörður en hann var árið 2009 valinn efnilegasti leikmaðurinn í Danmörku og hefur í dag leikið 40 landsleiki með Dönum. Lille eru annars með mjög gott lið en miðjumaðurinn og landsliðsmaður Frakklands, Rio Mavuba, er fyrirliði þeirra.

 

Simon Kjær, leikmaður Lille

Simon Kjær, leikmaður Lille

 

Coleman, Barkley og McCarthy hafa allir verið meiddir eða tæpir að undanförnu en það var mjög gaman að sjá þá taka þátt í leiknum á móti Aston Villa og líka að Alcaraz, sem fékk byrjunarliðsleik, var að standa sig ágætlega. Pienaar byrjaði á bekknum en kom inn á gegn Aston Villa og ekki ólíklegt að hann spili á móti Lille.

Everton hefur ekki byrjað tímabilið vel í deild en þeir hafa byrjað Evrópukeppnina mjög vel og eru sem stendur í efsta sæti riðils síns (sjá töflu hér að neðan) eftir góðan sigur á Wolfsburg og sterkt jafntefli á útivelli gegn Krasnodar.

Nú er þó komið að Lille og ein möguleg uppstilling gæti verið svona: Howard, Baines, Jagielka, Distin, Coleman, Gibson, McCarthy, Osman, Atsu, Barkley og Lukaku. Annars læt ég Martinez um þetta 🙂

Staðan eftir tvær umferðir í Europa League

 

Þökkum Ara kærlega fyrir skemmtilega umfjöllum og rétt að benda einnig á greiningu Executioner’s Bong um Lille fyrir þau ykkar sem vilja lesa meira um liðið.

Í öðrum fréttum er það helst að James McCarthy var valinn leikmaður september mánaðar en hann spilaði alla þá leiki og hjálpaði liðinu að vinna WBA og Wolfsburg og ná stigi á Anfield.

Einnig er rétt að benda á mjög svo stutta en skemmtilega grein um tölfræði Leigton Baines.

Af ungliðunum er það að frétta að U18 ára liðið vann Newcastle á útivelli 1-4 sem er fimmti sigur þeirra í röð. Einnig var U21 árs markvörður Everton, Connor Hunt, lánaður til Chesterfield í einn mánuð.

18 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Við skulum vona að við sjáum marga Everton fans þarna ég sá að það kostaði 75 pund að fara á leikinn rúta fram og til baka ein nótt í gistingu og miðinn á völlinn. ca 15.000 kr ég er viss um að við færum allir.

    Ég væri góður ef liðið næði stigi þarna en þegar kemur að keppnisleikjum Everton þá vil ég alltaf sigur ég spái 1-2 og Eto’o og McGeady verða með mörkin.

  2. Diddi skrifar:

    ég held að við töpum 2-1 🙂

  3. Gestur skrifar:

    flott upphitun. Ég held að Distin sé ekki að fara að byrja leiki á næstunni, hann var ekki einusinna á bekknum í síðasta leik. Ég veit ekki með Barkley, hvort Martinez þorir eða tímir að nota hann,
    svona nýkomin úr meiðslum. Jafntefli væru fín úrslit fyrir Everton.
    Hvað er að frétta Koné, er hann kominn á meiðslalistann aftur?

  4. Finnur skrifar:

    Ég hef ekki heyrt af því að Kone sé meiddur. Hann náði á bekkinn í deildarbikarnum gegn Swansea en þar sem Martinez hefur yfirleitt alltaf bara einn sóknarmann á bekknum þá metur hann það greinilega svo að Eto’o sé hærra í goggunarröðinni en Kone. Kone er náttúrulega búinn að vera frá það lengi að það hefði kannski komið á óvart ef Eto’o hefði orðið undir í þeirri samkeppni, enda hefur Eto’o komið með ágætis innspýtingu í leikina þegar honum er skipt inn á í lokin.

  5. Finnur skrifar:

    Og, þar sem ég rakst á þetta…
    http://www.evertonfc.com/news/2014/10/22/blues-depart-for-lille

    Þetta svarar nokkrum spurningum varðandi hópinn sem mætir Lille á morgun. Ross Barkley, Seamus Coleman og James McCarthy flugu til dæmis út en Steven Naismith, Leon Osman, Bryan Oviedo og Arouna Kone voru ekki í vélinni — ekki frekar en Kevin Mirallas og John Stones en sérstaklega var tilgreint að báðir séu meiddir (og gefur því væntanlega til kynna að allir hinir séu heilir).

  6. Gestur skrifar:

    samkvæmt physioroom.com er hann meiddur á hné og er nýkominn aftur þar inn. Það er rétt að Eto´o hefur staðið sig vel.

  7. Teddi skrifar:

    Þetta verður því miður 1-0 barningur með sjálfsmarki Howard.
    EN HEY, í opinni á Stöð2 sport. 🙂

  8. Orri skrifar:

    Nú skulum við hætta allri svartsýni.Þessi leikur fer 3-1 fyrir Everton.

  9. Gunnþór skrifar:

    Diddi flottur það er lukka í þessu.

    • Diddi skrifar:

      ef þetta dugar til að vinna 3 – 0 þá tel ég þetta bara fínt, ha, ha, 🙂

  10. Ari S skrifar:

    Orri er með þetta… 3-1 sigur.

    burt’með – alla……. – brandara -kalla…….

    sem hald’að spá eins og bjáni sé lukka… haha 😉

  11. Finnur skrifar:

    Howard þarf ekki nema að sýna helminginn af svipnum úr þessu viðtali á vellinum á morgun og þá kemur ekki nokkur maður boltanum framhjá honum!
    http://www.evertonfc.com/news/2014/10/22/blues-little-final

  12. albert gunnlaugsson skrifar:

    Byrjar leikurinn kl 18.00?
    Sá áðan … rétt fyrir kl. 12 að það væru 6 tíma og 8 mín í leik?

    Verður hann í opinn dagskrá á Stöð2?
    Spá i jafntefli!

    kv albert

  13. Finnur skrifar:

    Byrjar 18:00 að breskum tíma, 17:00 að íslenskum.

  14. Finnur skrifar:

    Og jú, mér skilst hann sé í opinni dagskrá — án þess að ég viti það. Við mætum samt á Ölver, skemmtilegra að horfa á hann með öðrum. 🙂

  15. Teddi skrifar:

    Skora á einhvern hagyrðing að klára þessa limru hjá Ara. 😀 Góða skemmtun.

    Mr.Jinx

  16. Diddi skrifar:

    Burtu með Alla, brandara – Kalla
    sem halda að spá eins og bjáni sé lukka.
    Hlustið á Halla, ja eða Balla
    klámfengnir er´u eins og kerlingarskrukka 🙂

  17. Ari S skrifar:

    Góður Diddi þarna þekki ég þig 🙂