Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. West Ham - Everton.is

Everton vs. West Ham

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við West Ham á heimavelli á laugardaginn kl. 15:00 en West Ham eru á mikilli siglingu þessa dagana, eftir fjóra sigra í röð (Southampton, Norwich, Aston Villa og Swansea) og jafntefli úti gegn Chelsea þar á undan. Þeir hafa þó verið hálf slakir á útivelli þegar á heildina er litið: þrír sigrar, fjögur jafntefli og 6 töp, þannig að það getur brugðið til beggja vona. Ef sagan er skoðuð sést að Everton hefur ákveðið tak á West Ham, 12 taplausir leikir í röð (heima og heiman) og aðeins eitt tap á heimavelli gegn West Ham síðan árið 1994 — í 16 leikjum (10 sigrar hjá Everton og 5 jafntefli). Everton hafa sigrað 11 af 15 heimaleikjum sínum það sem af er tímabili og eru jafnframt með 100% árangur á heimavelli frá áramótum (síðustu fjórir leikir). Þess ber að geta að goðsögnin Duncan Ferguson kemur til með að taka stöðu aðstoðarmanns Martinez í fyrsta skipti í þessum leik (sjá viðtal).

Traore meiddist í upphitun gegn Chelsea og gæti jafnvel þurft uppskurð, skv. nýjustu fréttum, sem myndi líklega þýða að lánið sé á enda (engin ástæða til að hafa lánsmann á sjúkralistanum lungað af því sem eftir er af tímabilinu) og þær fregnir bárust einnig að Jagielka væri meiddur líka. Meiðsli hans eru þó lítilvæg, skv. því sem Martinez sagði en sem betur fer er Alcaraz þó heill heilsu og ætti að geta tekið hans stöðu. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Distin, Alcaraz, Coleman, Pienaar og Mirallas á köntunum, Barry og McCarthy á miðjunni og Barkley fyrir aftan Naismith frammi. Lukaku er reyndar sagður orðinn góður og gæti verið frammi, en þá fer Naismith væntanlega á bekkinn og kemur inn á í lokin. Andy Carroll hjá West Ham er gjaldgengur í leikinn, eftir fjarveru vegna rauðs spjalds en Joey O’Brien (bakvörður) og Marco Borriello (framherji) eru frá.

Klúbburinn rifjaði upp þrjá skemmtilega leiki gegn West Ham á heimavelli, þar með talið 3-1 sigur (sjá vídeó) í maí 2009, 5-0 sigur (sjá vídeó) í september 2001 og 6-0 sigur (sjá vídeó) í maí 1999.

Í öðrum fréttum er það helst að Barkley og Baines voru valdir í enska landsliðshópinn sem mætir Danmörku í vináttuleik á næstunni. Jagielka þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Og samið var við írskan ungliða, Stephen Kinsella, sem er 15 ára kantmaður sem Manchester United, Liverpool og Tottenham voru sögð á höttunum eftir. Hann er leikmaður U17 ára írska landsliðsins og kemur til liðs við akademíuna í sumar.

Einnig sagði Alan Myers upp stöðu sinni sem Director of Communications af persónulegum ástæðum.

En áður en við ljúkum þessu, að venju, með umfjöllun um ungliðana er rétt að minnast á að Tony Pulis þakkaði Everton kærlega fyrir framkomu þeirra í garð Crystal Palace þegar leik Everton á heimavelli gegn hans mönnum var frestað á dögunum (vegna veðurs) þegar aðeins um hálftími var í leik. Everton sýndi þeim einstaka gestrisni, gáfu leikmönnum Crystal Palace að borða um kvöldið, fundu fyrir þá hótel til að gista á, reddaði æfingaaðstöðu morguninn eftir og borguðu meira að segja fyrir allt saman. Geri aðrir betur! Rétt er einnig að rifja upp hvernig klúbburinn höndlaði stuðningsmann Everton sem flaug yfir 8000 mílur til að sjá Everton í fyrsta skipti en lenti á þeim sama (frestaða) leik. Hann fékk bara baksviðspassa í staðinn og fékk að hitta Martinez og Baines í eigin persónu! Þetta sýnir enn og aftur hversu mikill klassi er yfir þessum klúbbi okkar sem nefndur er People’s Club af góðri ástæðu!

Af ungliðunum er það að frétta að U21 árs liðið tapaði 2-1 fyrir Norwich á útivelli (sjá vídeó) í leik þar sem Conor McAleny átti sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu síðan hann fótbrotnaði og var hann ekki langt frá því að skora í leiknum. Tyias Browning skoraði eina mark Everton í leiknum. U18 ára liðið sigraði hins vegar Sheffield United 0-2 (sjá vídeó) í 16 liða úrslitum í FA U18 bikarnum og áttu svo leik við Newcastle U18 stuttu síðar þar sem þeir lentu 2-0 undir á útivelli en unni leikinn 2-5 (!). Birch skoraði tvö mörk í leiknum fyrir Everton, en Davies, Connolly og Brewster eitt hver.

West Ham á laugardaginn í beinni á Ölveri. Ekki missa af honum!

5 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þar fór transfer budget næsta sumars 😉

    Nú er það spurning hvaða Lukaku mætir í leikinn, sá sem byrjaði með látum eða sá sem hefur ekki getað blautann siðan í byrjun nóvember.
    Ef Lukaku er búinn að ná sér og mætir dýrvitlaus í þennan leik hef ég engar áhyggjur.
    En ef þetta verður eins og síðustu leikir í deildinni þar sem við höfum verið í vandræðum að skora og ekki getað haldið hreinu, þá líst mér ekkert voða vel á þetta sérstaklega þar sem West Ham er búið að vera á mikilli siglingu og búnir að vinna síðustu 4 leiki, skora í þeim 9 mörk og bara fá á sig 1.

    Ég hallast því miður frekar að því að baslið haldi áfram í deildinni og spái 0-1 fyrir West Ham. Nolan með markið.

  2. Finnur skrifar:

    > Þar fór transfer budget næsta sumars

    Hahaha, segðu! 🙂

    Það gengur náttúrulega ekki að eyða öllu budget-inu í Crystal Palace!

  3. Finnur skrifar:

    Það er endalaust hægt að velta sér upp úr svona hlutum og lítið við þessu að gera. Það gerir oft leikmönnum gott að fá neitun hjá einum klúbbi svo þeim sé meira í mun að sanna sig á öðrum stað og það kemur oft ferli þeirra aftur af stað að skipta um vinnuveitanda. Pienaar var til dæmis ekki að gera neinar gloríur í Þýskalandi þegar Moyes fékk hann yfir til okkar.

  4. Diddi skrifar:

    spái 4-2 sigri okkar manna í hörkuskemmtilegum leik.:)