Leighton Baines var (skv. mbl.is) valinn vinstri bakvörður í liði ársins í hófi leikmannasamtaka rétt í þessu.
Fjórir úr Man City urðu fyrir valinu, þrír frá Tottenham en Manchester United, Newcastle, Arsenal og Everton lögðu til einn leikmann hvert lið.
Athygli vekur að Baines bar sigurorð af helsta keppinauti sínum, Ashley Cole, og Chelsea átti því engan fulltrúa í liði ársins, né önnur lið sem eru núna fyrir neðan Everton í deildinni.
Liðið ársins (2011/2012) í heild sinni lítur svona út:
Markvörður:
Joe Hart (Manchester City)
Varnarmenn:
Leighton Baines (Everton),
Kyle Walker (Tottenham),
Vincent Kompany (Manchester City),
Fabricio Coloccini (Newcastle).
Miðjumenn:
Gareth Bale (Tottenham),
Yaya Toure (Manchester City),
Scott Parker (Tottenham),
David Silva (Manchester City).
Sóknarmenn:
Wayne Roonney (Manchester United),
Robin van Persie (Arsenal).
Comments are closed.