Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Rólegt á vígstöðvunum - Everton.is

Rólegt á vígstöðvunum

Það verður rólegt á vígstöðvunum um helgina því leiknum við Liverpool var frestað vegna deildarbikarsins. Vonir stóðu til að fríið myndi duga vel til að ná mönnum af sjúkralistanum fyrir næsta leik en svo fór ekki því að Darron Gibson meiddist undir lok FA bikarleiks okkar við Blackpool og datt þar með úr landsliðshópi Íra sem mæta Tékkum í næstu viku. Ekki er vitað um umfang meiðslanna, en þau eru sögð vera í hné og að það taki hann einhverjar vikur að jafna sig. Þetta er skarð fyrir skildi þar við erum taplausir í 7 leikjum eða alveg síðan Gibson var keyptur og Rodwell hefur einnig verið meiddur þannig að það er spurning hvort einhver verði orðinn nógu góður til að spila við hlið Fellaini eftir viku eða hvort Neville eða Heitinga fái að spreyta sig þar aftur.

Jafnframt meiddist ungi og efnilegi sóknarmaður Everton, hann Jose Baxter, í leik varaliða Everton og Liverpool sem fór 1-1. Baxter sem var fyrirliði í leiknum (sem David Weir fór jafnframt á kostum í) en Baxter viðurkenndi eftir leikinn að hann hefði ekki átt að spila.

En að öllu jákvæðari fréttum þá var Coleman einn af þeim sem tilnefndur var sem ungliði ársins með írska landsliðinu og Baines var einnig valinn í landsliðshóp Englands sem mætir Heitinga og hollenskum félögum hans í vináttuleik í næstu viku. Joy Royle fór einmitt fögrum orðum um Baines og sagði að hann væri ekki langt frá því að skáka Ashley Cole úr vinstri bakvarðarstöðunni.

Í öðrum fréttum er það helst að ungliðinn Adam Forshaw fór til Brentford að láni í einn mánuð (allavega til að byrja með) en hann hefur verið að standa sig vel á miðjunni með varaliðinu undanfarið. Hann hittir þar fyrir Jake Bidwell sem Everton lánaði til Brentford í desember. Og James Wallace er einnig að gera það gott með Tranmere.

En svona að lokum má geta þess að leikurinn við United á Old Trafford í apríl hefur verið færður aftur um dag (til 22. apríl).

Comments are closed.