Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
FA bikar 2012 – 6. umferð - Everton.is

FA bikar 2012 – 6. umferð

Þá hefur verið dregið í 6. umferð FA bikarsins (átta liða úrslitum) og mætir Everton Sunderland á heimavelli. Moyes varð þar með að ósk sinni með að fá heimaleik því ég held það skipti ekki máli hver mótherjinn hefði verið, þeir eru allir erfiðir í 6. umferðinni (Moyes er auk þess með tak á Sunderland en hann er taplaus sem stjóri gegn Sunderland í 14. leikjum). Ekki er búið að gefa út nákvæma dagsetningu en leikið verður helgina 16.-20. mars. Chelsea er liðið sem kannski er heppnast með dráttinn, en þeir þurfa þó að sýna að þeir geti sigrað Birmingham, sem þeir áttu í mestu vandræðum með nýlega.

Drátturinn í heild sinni:

Liverpool mæta Stoke
Chelsea eða Birmingham mæta Leicester
Stevenage eða Tottenham mæta Bolton
Everton mæta Sunderland

Ef liðum er raðað eftir stöðu í deild (deild:sæti) lítur listinn svona út:

Tottenham (1:3) 

Chelsea (1:5)
Liverpool (1:7)
Sunderland (1:9)
Everton (1:10) 
Bolton (1:19)
Stoke City (1:13) 
Birmingham* (2:6)
Leicester (2:13)
Stevenage*  (3:6)

Stjörnumerkt lið hafa ekki klárað að leika sinn endurtekna leik í 5. umferð og eiga því ekki sæti víst í 6. umferð.

Comments are closed.