Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
West Brom – Everton 0-1 - Everton.is

West Brom – Everton 0-1

Fyrir leikinn við West Brom var vörnin hefðbundin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Hibbert. Miðjan var án Fellaini, þannig að Heitinga og Neville fengu að spreyta sig aftur og Rodwell kom inn í liðið á ný eftir meiðsli, mikið gleðiefni að sjá hann aftur. Osmann á hægri kanti, Cahill á vinstri kanti þegar við vörðumst en fyrir til reiðu fyrir Saha þegar við sóttum. West Brom fullir af sjálfstrausti eftir sigur á Blackburn og Newcastle og jafntefli við Man City, við taplausir í þremur eftir leiki við tvo nýliða og Sundarland.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en bæði lið áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi þar sem varnirnar voru þéttar og áhrifaríkir menn á borð við Fellaini og Drenthe voru fjarverandi hjá okkur og Olson og Mulumbu (sem hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu) fjarverandi hjá þeim. Bæði lið virkuðu stirð og hægfara og fátt um fína drætti, helst að við fengjum horn í fyrri hálfleik (sem ekki nýttust nógu vel). Helstu atvik voru annars þau að Rodwell átti frían skalla, óvaldaður í teignum, sem fór rétt framhjá (átti að gera betur þar) og skot að marki sem markvörðurinn varði. Hinum megin vallarins féll sóknarmaður West Brom við í teignum og þeir vildu fá víti en endursýning sýndi að Distin hafði farið í boltann — ekkert brot. 0-0 í hálfleik.

Strax í upphafi seinni hálfleiks fékk Odemwingie frábært færi fyrir West Brom þegar hann komst einn inn fyrir vörn Everton en skaut vel yfir markið þegar Howard var að gera sig kláran til að koma á móti honum. Þetta skot reyndist svo vera það skot West Brom sem komst næst því að rata á mark Everton allan leikinn. Ákveðinn stígandi var þó í leik West Brom í seinni hálfleik sem Moyes ákvað að reyna að vinna gegn með þremur skiptingum, franska leynivopnið Gueye inn á fyrir Rodwell á 57. mín, og Anichebe og Stracqualursi fyrir Neville og Saha á 65. mín. Menn reka oft upp stór augu þegar þeir sjá innáskiptingarnar hjá Moyes en þess ber að geta að þessar skiptingar hafa reynst okkur drjúgar á tímabilinu en 31% af mörkum okkar hafa komið frá mönnum sem skipt var inn á. Skiptingarnar höfðu tilætluð áhrif og juku bæði hraðann og sóknarþunga okkar. Til dæmis átti Gueye strax flott skot á að marki (á nærstöngina niðri í vinstra hornið) sem var vel varið. Anichebe átti einnig frábæra sendingu af vinstri kanti fyrir markið en varnarmaður rétt náði að stoppa skot frá Osman (horn dæmt).

Á 84. mínútu náðum við svo að taka öll stigin þrjú. Hibbert fékk góða sendingu frá Osman út á hægri kantinn, Hibbo sendi boltann frábærlega inn af hægri kantinum fyrir markið þar sem Paul Scharner (leikmaður West Brom) skallaði fyrir eigið mark (af einhverjum óskiljanlegum ástæðum). Boltinn barst til Anichebe sem var með þrjá varnarmenn West Brom hangandi í sér en nær að halda þeim frá sér, snúa sér og skjóta milli tveggja varnarmanna og yfir Ben Foster í marki West Brom. Staðan 1-0 undir lok leiks og þannig endaði leikurinn.

Frábær byrjun á árinu fyrir Everton (sigur og héldum hreinu) og frábær endurkoma hjá Anichebe eftir löng meiðsli en markið kom eftir aðeins 20 mín. spilatíma hans og var fyrsta mark hans í 22 mánuði. Við sigurinn stukkum við upp um tvö sæti (upp í 9. sætið) og náðum að rjúfa 1000 stiga múrinn í Úrvalsdeildinni (sem aðeins 6 önnur félög hafa náð).

Vörnin var þétt fyrir með Distin og Jagielka sem náðu vel saman og miðjan hjálpaði til líka, enda sýnir tölfræðin að ekkert lið í Úrvalsdeildinni fær færri skot á sig í leik en Everton 10.6 (Chelsea og Arsenal eru næstu lið með 10.8, City 11.4).

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Distin 7, Jagielka 6, Hibbert 6, Rodwell 6, Neville 6, Heitinga 6, Osman 6, Cahill 6, Saha 6. Varamenn: Gueye ?, Stracqualursi 6, Anichebe 7 (einhverra hluta vegna gáfu Sky Sports ekki Gueye einkunn). Hjá West Brom var hæsta einkunn 6 og fjórir með 5.

Comments are closed.