Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Gary Abblett lést í dag - Everton.is

Gary Abblett lést í dag

Þær leiðu fréttir voru að berast að varnarmaðurinn fyrrverandi Gary Ablett (46 ára) lést í dag eftir baráttu við veikindi. Ablett var einn af fáum leikmönnum sem hafa skipt úr Liverpool yfir í Everton (og öfugt) en hann gekk til liðs við okkur árið 1992 fyrir £750þ. Hann hjálpaði okkur að vinna FA bikarinn árið 1995 (og góðgerðarskjöldinn í kjölfarið) en hann er eini leikmaðurinn sem hefur unnið FA bikarinn með bæði Everton og Liverpool. Gary Abblett lék 156 leiki með okkur á fjórum árum og skoraði 6 mörk. Banameinið var krabbamein (blóðkrabbi) og vottum við hér með fjölskyldu hans samúð okkar.

Comments are closed.