Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Samningaviðræður um sölu félagsins? - Everton.is

Samningaviðræður um sölu félagsins?

Hlé er á leikjum í úrvalsdeildinni ensku þessa helgina sökum landsleikja en ekki úr vegi að líta yfir helstu atriði liðinnar viku.

Helst ber að nefna margar sögusagnir um að sala á félaginu sé í farveginum en Jain, indverska fjárfestingafélagið, hefur verið nefnt í því samhengi en margir aðrir eru sagðir hafa lýst yfir áhuga. Robert Elstone hefur þó ekki viljað gefa út hver staðan á samningaviðræðunum, þar sem hann segir þær á byrjunarstigi og allir aðilar bundnir þagnarskyldu.

Jack Rodwell (miðjumaðurinn tvítugi) var kallaður í aðal-landslið Englendinga á dögunum fyrir vináttuleiki gegn heimsmeisturum Spánar (leikið í dag) og síðar gegn Svíþjóð (á þriðjudaginn). Hann hefur verið fastamaður með U21 árs liðinu, á að baki 20 leiki (og hefur leikið með yngri liðunum líka) en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemst í hóp aðallandsliðs Englands. Hann hefur jafnframt oft verið nefndur í sameiginlegt ólympíulið Bretlandseyja sem verið er að ræða um að stofna. Hann er vel að þessu öllu kominn enda hefur hann leikið mjög vel í undanförnum leikjum og blómstrað í því hlutverki sem opnaðist á miðjunni þegar Arteta var seldur. Ásamt Rodwell voru Baines og Jagielka einnig kallaðir til, þó að sá síðarnefndi hafi talist tæpur fyrir leikinn þar sem hann hefur þurft sprautur til að spila með Everton sökum brákaðrar tá. Þess má að lokum til gamans geta að aðeins tvö lið eiga fleiri menn í landsliðshópnum en Everton en það eru Manchester City (með fimm leikmenn) og Chelsea (með fjóra) en önnur lið eru mest með tvo.

Að auki var Fellaini kallaður til fyrir Belga, Coleman fyrir Íra, Bily fyrir Rússa, Heitinga fyrir Hollendinga og Howard fyrir Bandaríkin. Af ungliðunum voru einnig kallaðir til Barkley (U21), Duffy (Írland U21), Mustafi (Þýskaland U20), Garbutt (U19), Hope (U19), Bidwell (U19), Dier (U18), Lundstram (U18). Barkley endaði reyndar á því að spila með Bidwell í U19 ára liðinu til að fylla í skarð sem þar myndaðist vegna meiðsla í leik sem endaði með 1-0 sigri gegn Dönum en Barkley átti þátt í markinu, var atkvæðamikill á miðjunni og var nálægt því að skora. Hann missti því, eins og Rodwell, af U21 leik Englendinga við Íslendinga en verður þó líklega með í leik þeirra gegn Belgum.

Cheltenham greindi frá því að Everton hefði keypt af þeim tvær ungstjörnur, Courtney og Tyrone Duffus (bræður) frá Cheltenham. Ekki fylgdi sögunni hvað þeir væru ungir en ljóst að báðir fara í Everton ungliða-akademíuna. Courtney er sagður vera sóknarmaður en yngri bróðir hans, Tyrone, er miðjumaður.

Comments are closed.