Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Wigan vs. Everton - Everton.is

Wigan vs. Everton

Nú sækjum við Wigan heim á DW Stadium á morgun (lau) kl. 14:00. Wigan er í fallsæti í deildinni og eru í 12. sæti formtöflunnar með 7 stig af 18 mögulegum í síðustu 6 leikjum (við í 4. með 11 stig). Við höfum aðeins spilað 12 leiki við Wigan frá upphafi og hefur gengið mjög vel: unnið 7 en þeir bara tvisvar (þrisvar gert jafntefli). Við erum taplausir í síðustu fjórum leikjum við þá (þrír sigrar, eitt jafntefli). Sá árangur kemur þó til með að skipta litlu á morgun því þeir eru í bullandi fallbaráttu, misstu niður tveggja marka forskot í síðustu umferð (gegn Sunderland) og koma örugglega banhungraðir til leiks. Kannski svipað og Úlfarnir um daginn (sem við afgreiddum í fyrri hálfleik 0-3). 🙂 

Það er á brattann að sækja með að ná Evrópusæti, eins og ljóst hefur verið lengi, sérstaklega þar sem Liverpool náði alveg óvænt að vinna Birmingham í síðustu umferð. Ekki þó öll von úti, við erum 5 stigum á eftir þeim en bæði lið eiga 4 leiki eftir. Næstu leikir okkar (eftir Wigan leikinn) eru: Man City (heima), West Brom (úti) og Chelsea (heima). Liverpool, til samanburðar, á eftir: Newcastle (heima), Fulham (úti), Tottenham (heima) og Aston Villa (úti).

Arteta er sagður eiga séns í leikinn eftir nokkra fjarveru en óvíst með Heitinga og Cahill verður líklega notaður sparlega. Anichebe aftur á móti er líklega orðinn góður, eins og kemur fram í greininni. Fellaini og Saha eru eftir sem áður meiddir en Wigan er með fullskipað lið.

Af leikmannamálum er það eitt nýtt að frétta að Moyes var sagður hafa áhuga á Billy Jones, 24 ára varnarmanni hjá Preston, en hann er með lausan samning í lok tímabils og Preston var að falla niður um deild.

Eins og í síðustu viku ætla nokkrir að hittast á Replay barnum á Grensásvegi til að horfa á leikinn. Endilega látið sjá ykkur.

Comments are closed.