Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Two clubs, one city - Everton.is

Two clubs, one city

Mynd: Everton FC.

Sannleikurinn um Hillsborough slysið kom í ljós á dögunum en ýmislegt í skýrslunni sem kom út er ekki falleg lesning. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða yfir 40 stuðningsmanna Liverpool með réttum viðbrögðum strax eftir slysið. Einnig voru yfirhylmingarnar sem fylgdu í kjölfarið, þar sem menn lugu til að reyna að bjarga eigin skinni, með öllu óásættanlegar og algjörlega ófyrirgefanlegar.

Þetta er mikilvæg skýrsla fyrir alla í Liverpool borg en bæði stuðningsmenn Liverpool og Everton sameinuðust í baráttu sinni fyrir því að réttlætið næði fram að ganga í þessu máli. Sú barátta hefur tekið 23 ár og sér loksins fyrir endann á henni. Vonandi verður þetta einnig til þess að miður geðslegir söngvar um Hillsborough slysið leggist af en þeir hafa heyrst á pöllunum þegar stuðningsmenn liða koma í heimsókn á Anfield og reyndar á Goodison Park líka. Sama á við annars staðar, sbr. söngva um Munchen slysið á pöllunum í Manchester. Þetta eru harmleikir sem snerta alla unnendur knattspyrnu og eiga ekki að vera bitbein milli stuðningsmanna.

Remember the 96.

Comments are closed.