Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Þetta mjakast!! - Everton.is

Þetta mjakast!!

Góðan daginn, í gær náðist fínn árangur með því að gera 3-3 jafntefli við Chelsea. Held að maður verði að vera ánægður með þau úrslit í ljósi meiðslalista okkar. Saha heldur áfram að halda okkur á floti. Þess vegna eru ekki nógu góðar fréttir að Saha hefur ekki skrifað undir nýjan samning hjá Everton. Klausa í samningi hans gerir það að verkum að hann getur samið við hvaða lið sem er núna í janúar. Heyrst hefur að erkióvinirnir í Liverpool séu á höttunum á eftir Saha. Benitez er loks búinn að fatta að hann þarf einhvern frammi við hliðina á Torres. Nú er bara vonandi að Moyes nái að fá Saha til að setja nafn sitt á blað. Við þurfum á honum að halda.

Þá hefur heyrst að Man. Utd og Chelsea hafi mikinn áhuga á að fá Jack Rodwell til sín. Rodwell hefur þó gefið það út að hann sé hollur David Moyes og vilji ekki fara frá Everton. Hann segir að Moyes hafi treyst á hann og þakkar honum fyrir að hafa gefið honum tækifæri þegar hann var 16 ára gegn AZ Alkmaar og varð þar af leiðandi yngsti leikmaður Everton til að leika í Evrópukeppni.

Nú fyrst Yobo er orðinn meiddur er líklegt að Moyes þurfi að leita fyrir sér á leikmannamarkaðnum að varnarmanni sem og sóknarmanni. Moyes hefur viðurkennt að viðræður við Landon Donovan séu komnar langt á leið og það styttist í að þeir geti gefið upp hvort samingar hafi náðst eður ei.

Þá hefur heyrst að Moyes sé að skoða Ivan Rakitic, leikmann Shalcke í þýskalandi. Fjárhagserfiðleika þýska liðsins hefur gert það að verkum að nokkrir hátt launaðir leikmenn þeirra verða seldir á klink í janúar. Rakitic er vinstri vængmaður sem hefur þó spilað sem sóknarmaður með landsliði Króatíu.

Þá er einnig talið að Everton, ásamt fleiri liðum muni skoða Kazim-Richards, leikmann Fenerbache, en hann hefur verið settur á sölulista eftir að hafa verið uppvís að kynlífshneiksli ásamt fleiri liðsfélögum sínum.

Meira síðar, góðar stundir!

Comments are closed.