Chelsea – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Í 16. umferð mætir Everton í heimsókn til Chelsea. Þeir eru sem stendur í 5. sæti deildar, og voru á mikilli siglingu en hafa aðeins dalað eftir 1-1 heimasigur gegn Arsenal, eins og einhver orðaði það. Í kjölfarið fylgdu þrír leikir hjá þeim í desember: tap á útivelli gegn Leeds, jafntefli á útivelli gegn Bournemouth og tap á útivelli gegn Atalanta. Þeir eru því sigurlausir í þremur tilraunum í deild, en jafnframt taplausir á heimavelli síðan einhvern tímann í október, þegar Sunderland mættu í heimsókn. Leikform Everton ættum við að þekkja vel, fjórir sigrar í fimm leikjum og gengið í útileikjum verið ágætt, þannig að þetta verður eitthvað.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Grealish, Dewsbury-Hall, Ndiaye, Barry.

Varamenn: Travers, Aznou, Patterson, Campbell, Iroegbunam, Alcaraz, McNeil, Dibling, Beto.

Missti af fyrstu 20 mínútunum, rétt náði að sjá markið hjá Chelsea. Spurði Chelsea manninn sem ég sat við hliðina á hvaða hafði gerst fram að því og hann sagði að Everton hefði verið ógnandi, en að Dewsbury-Hall hefði þurft að fara af velli meiddur. Alcaraz inn á fyrir hann.

Markið hjá Chelsea var glæsilegt, geggjuð stungusending inn fyrir vörnina og Palmer kom á hlaupinu inn fyrir og lagði boltann framhjá Pickford. 

Garnacho fékk dauðafæri eftir mistök frá Alcaraz, með slæmri sendingu aftur á Pickford, en Garnacho hitti ekki markið.

Tarkowski fékk einnig fínt skallafæri hinum megin, en hitti ekki á markið.

Á 38. mínútu bjó Gana til geggjað dauðafæri fyrir Barry, þegar hann hljóp inn í teig Chelsea hægra megin og fékk stungusendingu. Barry hefði bara þurft að pota inn í autt netið en Sánchez, í marki Chelsea, náði að rétt svo breyta stefnu boltans, sem fór því gegnum klofið á Barry. Chelsea menn heppnir þar.

Everton hélt áfram að ógna, en aftur refsuðu Chelsea með marki, í þetta skipti rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. 

2-0 fyrir Chelsea í hálfleik.

Garnacho komst inn fyrir vörn Everton á 55. mínútu, einn á móti Pickford þangað til O’Brien náði að narta í hælana á honum og trufla hann. Greinilega nægilega mikið, því Garnacho lúðraði boltanum yfir markið.

Beto kom svo inn á fyrir Barry á 68. mínútu.

Grealish fékk dauðafæri á 71. mínútu eftir háan og langan bolta fyrir frá hægri. Grealish lúrði á fjærstöng og reyndi að leggja hann í hliðarnetið hægra megin, en hitti ekki markið. Chelsea menn heppnir þar.

Chelsea annars með tök á seinni hálfleik. Maður vonaðist eftir því að Everton næði að setja eitt og hleypa spennu í leikinn, en það gerðist ekki.

Iroegbunam og Dibling inn á fyrir Garner og Grealish á 84. mínútu.

Ilyman Ndiaye náði að komast í dauðafæri á 86. mínútu, en í stöngina og út. Sanchez átti ekki séns, Chelsea menn heppnir enn á ný.

Fleiri urðu færin ekki. Stöngin út dagur í dag

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar.

2 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    lélegt af moyes að halda sig ekki við 3-0 liðið i síðasta leik, gana með skitu í báðum mörkunum og er greinilega meira með hugann við afcon! þetta skrifast á moyes

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hið árlega klúður á þessum helvítis skítavelli, gegn þessum bölvaða skítaklúbbi. 31 ár og enn teljum við. Mér fannst Everton reyndar spila nokkuð vel en þegar menn geta ekki skorað þá vinnast ekki leikir. O jæja, kannski á næsta ári.

Leave a Reply