Leikur í dag + Jagielka og Moyes bestir í febrúar

 Everton v Middlesbrough
Everton tekur á móti Middlesbrough í FA cup í 8 liða úrslitum kl 16 í dag og verður leikurinn á Goodison Park.
 
Everton eru búnir að fara erfiðu leiðina hingað til í FA cup og eru búnir að slá bæði út Liverpool og Aston Villa. Gaman væri að komst áfram því að undanúrslitaleikirnir verða á Wembley. Chelsea og Man Utd eru komin áfram og má reikna með því að Arsenal séu mun líklegri en Burnley að komast áfram, staðan þar nú er 1-0 fyrir Arsenal. Svo það má segja að það séu mjög sterk lið eftir í keppninni og verður meira en að segja það að komast í úrslitin. Hinsvegar hefur Everton staðið mun betur í toppliðinum þetta tímabilið heldur en þau síðustu og eru okkar menn til alls líklegir í þessari keppni.
 
Everton gerðu sér lítið fyrir og hirtu bæði verlaunin fyrir stjóra og leikmann febrúar mánaðar í ensku deildinni. Phil Jagielka sem hefur verið frábær á tímabilinu var valinn leikmaður mánaðarinns og David Moyes var stjóri mánaðarins. Everton unnu tvo leiki og gerðu eitt jafntefli í mánuðinum og fengu ekki á sig mark í þeim leikjum. Einnig slógu Everton bæði Liverpool og Aston Villa útúr bikarnum í febrúar.

Comments are closed.