Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Southampton – Everton 2-0 - Everton.is

Southampton – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Everton átti útileik við Southampton en sáu aldrei til sólar.

Uppstillingin: Pickford, Kenny, Keane, Holgate, Coleman (fyrirliði), Allan, van de Beek, Gordon, Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Begovic, Mykolenko, Branthwaite, Patterson, Gomes, Townsend, Dele Alli, El Ghazi, Rondon.

Fín pressa frá Everton frá upphafi og leikmenn Southampton komust varla úr eigin vallarhelmingi fyrstu 5 mínúturnar. Á þeim tíma voru leikmenn Everton búnir að pressa þá vel að vítateig og vildu fá tvö víti. Bæði skiptin hefði verið mjög harður dómur (það fyrra þegar Gordon féll við inni í teig og í seinna skiptið þegar fyrirgjöf fór í hendina á varnarmanni). 

Leikmenn Southampton voru aðallega hættulegir í skyndisóknum framan af. Í einni slíkri náðu þeir skoti á mark vinstra megin inni í teig en Pickford vandanum vaxinn. Stuttu seinna kom Allan sér í vandræði með sinni fyrstu tæklingu og fékk fyrir vikið gult spjald eftir aðeins 15 mínútna leik. Hann hélt áfram að leika sér við eldinn þegar hann braut örskömmu síðar á sóknarmanni Southampton rétt utan teigs en Pickford varði glæsilega skot frá Ward-Prowse beint úr aukaspyrnu. Boltinn stefndi á fjærstöng vinstra megin og hefði mögulega getað endað í netinu en Pickford náði að verja í horn.

Uppbygging sókna var fín hjá Everton, sem var að komast í ágætis stöður en skot og lykilsendingar ekki af besta tagi (frekar en hjá Southampton reyndar, þegar maður hugsar um það). Everton náði því ekki að skapa almennileg færi og fyrir vikið reyndi meira á Pickford en markvörð Southampton. Þeir voru mjög nálægt því að skora á 31. mínútu upp úr horni frá Ward-Prowse. Hornið reyndar ekkert sérstaklega gott en smá pinball inni í teig endaði með miklum usla þegar boltinn endaði hjá fremsta manni Southampton upp við mark. Pickford varði þó glæsilega af point-blank range. Ekki gott að sjá að Southampton menn voru að komast mun meira inn í leikinn.

Það var þó markalaust í hálfleik.

Gomes kom inn á fyrir Allan í hálfleik en Gomes átti erfitt uppdráttar allan seinni hálfleikinn.

Þetta leit samt vel út í byrjun, þegar Calvert-Lewin kom boltanum í netið eftir hornspyrnu (sem var tekið stutt) í upphafi seinni hálfleiks, en því miður rangstæður þegar sendingin kom.

Á 52. mínútu tapaði Gomes boltanum á slæmum stað og Southampton menn brunuðu í sókn sem endaði með marki. 1-0 fyrir Southampton.
Southampton menn náðu svo tveimur skotum á mark í kjölfarið. Annað hálfgert pot frá fremsta manni eftir glæsilega háa stungusending aftur fyrir miðverði Everton (beint á Pickford) og hitt langskot sem Pickford réði vel við.

Southampton menn fengu gullið tækifæri til að bæta við marki eftir aukaspyrnu frá Ward-Prowse. Voru tveir lausir upp við fjærstöng vinstra megin, en annar þeirra reyndi skalla (og var næstum búinn að fá takkana frá samherja í hausinn) en skallaði í ofanverða slána og yfir markið.

Townsend inn á fyrir Iwobi í kjölfarið. Dele Alli kom svo inn á fyrir Gordon á 75. mínútu. Everton þurfti nauðsynlega smá sköpunarkraft í þennan leik en í staðinn náði Shane Long, við fjærstöng vinstra megin, að skalla háa fyrirgjöf framhjá Pickford. Líklega fyrsta snerting Long í leiknum, en hann hafði komið inn á örskömmu áður. 2-0 fyrir Southampton. Game over. 

Ekkert skot á rammann frá Everton í öllum leiknum og Southampton menn verðskuldaðir sigurvegarar. Enda var þetta arfaslök frammistaða hjá Everton og í augnablikinu er eins og að allt annað lið mæti í heimaleikina heldur en í útileikina. Þetta þarf að laga.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Coleman (6), Holgate (6), Keane (6), Kenny (6), Iwobi (6), Allan (5), Van de Beek (5), Gordon (6), Calvert-Lewin (6), Richarlison (6). Varamenn: Gomes (6), Townsend (6), Alli (6).

10 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta verður basl held ég en við ættum að geta náð í stig.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ekki góður fyrri hálfleikur og hægt að þakka Pickford það að staðan er ennþá 0-0.
    Ég held að það myndi hjálpa að setja Gomes inn fyrir Iwobi sem er aftur orðinn eins og hann á að sér að vera og færa Richarlison út á kantinn. Mér finnst Everton ekki vera að ná neinum tökum á þessum leik með bara VDB og Allan á miðjunni.

  3. Gestur skrifar:

    Everton-menn eru bara alveg baráttu lausir og ekki bætti Gomes þetta neitt upp. Þeir geta ekki mætti nema í annanhvern leik virðist vera, sem er samt framför.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ok ég er auðvitað aðeins í mótsögn við sjálfan mig en ég vil aldrei sjá Gomes aftur í Everton treyju. Þvílíkur trúður.

  5. Halldor skrifar:

    Allir frekar slakir…kannski nema Pickford sem kom í veg fyrir að þetta yrði meiri skita. Endalaust að klúðra einföldum sendingum, reyna að troða sér í gegnum allt of þröng svæði og svo áttum við ekki 1 skot á rammann….ekki boðlegt🤨

  6. AriG skrifar:

    Hræðilegur leikur Everton. Svakalega breyting frá leiknum við Leeds. Ég er eiginlega í sjokki veit ekki hvað skeði. Lampart breytir ekki lélegu liði allt í einu í gott lið. Finnst boltinn eiginlega vera hjá leikmönnunum þurfa að rísa upp sjálfir. Watford og Burnley unnu bæði svo munurinn á liðunum er fljótt að fara.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hvernig er miðaverð á leiki í championship deildinni?
    Það hlýtur að vera lægra en í p.l.
    Ég er að spá í að fara á Everton- Huddersfield á næsta tímabili.
    Miðað við gengið á þessu tímabili þá vinnur Everton bara einn deildarleik á tveggja mánaða fresti og gerir eitt, í mesta lagi tvö jafntefli sem þýðir fimm stig í viðbót MAX og ég minnist þess ekki að lið hafi haldið sér uppi með 27 stig.

  8. Ari S skrifar:

    Athyglisvert samt að síðan Lampard kom þá hefur Mason Holgate verið fínn. Stóð sig ágætlega gegn Southampton. Mín skoðun.

  9. Ari S skrifar:

    Glóðvolgar fréttir… Jean-Philippe Gbamin er farinn til CSKA Moscow að láni út tímabilið.

  10. Diddi skrifar:

    Ef gomes, iwobi eða jjkenny verða í byrjunarliðinu í dag lýsi ég algjöru frati á nýja stjórann okkar