Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hefur glugginn lokast á Moyes? - Everton.is

Hefur glugginn lokast á Moyes?

Vedad Ibiševicer Moyes enn að reyna að fá menn að láni, nýjasta nafnið er Vedad Ibiševic. Þetta er 24 ára gamall framherji frá Bosníu Herzigóvínu (ábyrgist ekki stafsetningu). Hann leikur með 1899 Hoffenheim í Þýskalandi, hann hefur skorað 23 mörk í 48 leikjum.

Annars segir Moyes, sem hefur ekki leynt vonbrigðum sínum með takmarkaða peninga sem hann fær frá Kenwright, að líklegast sé búið að loka janúarglugganumFellaini á Everton. Hann er mjög svartsýnn að ná nokkrum til sín.

MoyesÞá er það nokkuð ljóst að Moyes ætlar að tefla Fellaini fram á eftir og þá á hann á hættu að lenda í banni í báðum leikjunum gegn Liverpool. Fellaini er kominn með 9 gul spjöld og vantar aðeins eitt til að fara í tveggja leikja bann. Ef hann sleppur við spjald á móti Hull (ólíklegt?) þá nær hann báðum leikjunum gegn Liverpool, þar sem sjö dagar verða að líða frá spjaldi og þar til bannið tekur gildi.

Nú tilboði Everton í Jozy Altidore frá Villareal hefur verið hafnað. Annars hvíslaði lítill fugl að mér að eitthvað verði að frétta eftir helgina. Nú verður fylgst vel með. Góðar stundir.

Comments are closed.