Nú heyrast þær fréttir (slúður) að Everton sé alveg við það að ná samningum við rússneskan leikmann, Pavel Viktorovich Pogrebnyak ( Павел Викторович Погребняк). Lét rússneska heitið fylgja með. Pavel þessi er 25 ára og byrjaði þegar hann var 6 ára í knattspyrnuskóla Spartak Moskvu. Hann gekk til liðs við Zenit St. Petersburg árið 2007 og hefur með þeim leikið 24 leiki og skorað 29 mörk. Hann hefur einnig leikið 12 A landsleiki fyrir Rússland og skorað 5 mörk í þeim. Hann spilaði þó ekki með þeim á Evrópukeppninni í sumar þar sem hann meiddist á hnéi. Hann var tekinn út úr hópnum á síðustu metrunum.
Pavel hefur náð mjög góðum árangri með Zenit síðastliðið ár, en hann tryggði Zenit sigur í rússneska súper bikarnum á síðasta tímabili og einnig þá tryggði hann Zenit sigur á móti Manchester United í leik í UEFA Super Cup núna 2008.
Comments are closed.