Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Dundee Utd – Everton 0-1 - Everton.is

Dundee Utd – Everton 0-1

Leik Dundee United og Everton var frestað um einn dag vegna úrkomu en hann hófst kl. 19:45 í dag. Heitinga og Cahill voru komnir aftur úr sumarfríi en hvorugur í hópnum fyrir þennan leik. Heitinga var til aðstoðar við að lýsa leiknum og þulurinn kom varla orði að fyrir Heitinga… (not). 🙂

Rétt rúmir 6.500 áhorfendur fylgdust með heldur daufum fyrri hálfleik en það lifnaði nokkuð yfir leiknum í seinni hálfleik. Helsta markverða í fyrri hálfleik var að Rodwell átti skot á mark af löngu færi og í annarri sókn varði Howard vel frá sóknarmanni Dundee.

Uppstillingin: Howard í markinu, Neville í vinstri bakverði, Hibbert hægri. Distin og Duffy miðverðir. Junior og Rodwell á miðjunni, Junior í meira varnarhlutverki en sá síðarnefndi. Osman á vinstri kanti, Coleman á hægri. Anichebe og McAleny frammi, gott ef Anichebe væri ekki aðeins aftar. Varamenn: Taudul, Fellaini, Vellios, Barkley, Garbutt.

Rodwell fór út af í hálfleik og Fellaini inn á.

Snemma í seinni hálfleik var Francisco Junior heppinn að fá ekki rautt spjald eftir hættulega tæklingu á miðjumann Dundee. :/ David Moyes sá hvað í stefndi og kippti Francisco Junior út af og setti Barkley inn á í staðinn. Og sú skipting réði úrslitum í leiknum.

Sóknarmaður Dundee, Russell, var líflegur í fyrri hálfleik og átti skot að marki í seinni hálfleik en Howard vel á verði.

Skipting hjá Dundee. Einhver inn á fyrir einhvern. 🙂 Þeir skiptu víst inn á leikmanni í hálfleik líka. 🙂

Skot að marki frá Coleman en vel varið. Horn. McAleny út af, Vellios inn á.

Eftir þetta lifnaði aðeins yfir leiknum og boltinn barst markanna á milli en hvorugu liðinu tókst að skora.

68 mín: Tvöföld skipting hjá Dundee. Flood annar þeirra og svo virtist sem áhorfendur væru ekki sáttir við hann og púuðu í hvert skipti sem hann fékk boltann. Athyglisvert.

69 mín: Skot að marki eftir líflega sókn Dundee en skotið ekki nógu gott. Auðveldlega varið.

70 mín: Anichebe út af, Garbutt inn á.

73 mín: Skipting hjá Dundee.

75 mín: Coleman líflegur, fór framhjá varnarmönnum Dundee. Pressa hjá Everton á þessum tímapunkti enda mun meira með boltann.

77 mín: Aukaspyrna hjá Dundee rétt utan við teig en í vegginn. Horn. Annað horn, Duffy skallar frá. Pressa frá Dundee núna. Lifnaði yfir áhorfendum.

79 mín: Flott sending frá Barkley á Vellios í gegnum vörnina en aðeins of löng sending.

83 mín: Flott þríhyrningaspil frá Dundee skapaði sókn sem Hibbert kom í veg fyrir. Mínútu síðar setti Dundee pressu á Everton og náðu sendingu fyrir mark en enginn til að taka á móti.

85 mín: Skot frá Barkley rétt utan við teig en vel framhjá.

86 mín: MARK! Barkley við miðju vítateigs átti frábæran bolta á Coleman sem fór illa með varnarmann Dundee og sendi fyrir aftur þar sem Barkley var mættur aftur og skallaði í netið. Flottur leikur hjá Coleman og vel gert hjá Barkley sem var nýkominn inn á.

88 mín: Coleman aftur líflegur með flotta sendingu á Vellios en aðeins og langt fyrir Vellios sem náði ekki skotinu.

90 mín: Dómarinn ekkert að bæta við leikinn. Niðurstaðan: Dundee núll, Everton eitt.

1 athugasemd

  1. Finnur skrifar:

    Þess má geta að ég mun líklega ekki fjalla svona náið um alla leikina á undirbúningstímabilinu, hvað þá heldur leikina á tímabilinu sjálfu. 🙂