Dundee Utd – Everton 0-1

Leik Dundee United og Everton var frestað um einn dag vegna úrkomu en hann hófst kl. 19:45 í dag. Heitinga og Cahill voru komnir aftur úr sumarfríi en hvorugur í hópnum fyrir þennan leik. Heitinga var til aðstoðar við að lýsa leiknum og þulurinn kom varla orði að fyrir Heitinga… (not). 🙂

Rétt rúmir 6.500 áhorfendur fylgdust með heldur daufum fyrri hálfleik en það lifnaði nokkuð yfir leiknum í seinni hálfleik. Helsta markverða í fyrri hálfleik var að Rodwell átti skot á mark af löngu færi og í annarri sókn varði Howard vel frá sóknarmanni Dundee.

Uppstillingin: Howard í markinu, Neville í vinstri bakverði, Hibbert hægri. Distin og Duffy miðverðir. Junior og Rodwell á miðjunni, Junior í meira varnarhlutverki en sá síðarnefndi. Osman á vinstri kanti, Coleman á hægri. Anichebe og McAleny frammi, gott ef Anichebe væri ekki aðeins aftar. Varamenn: Taudul, Fellaini, Vellios, Barkley, Garbutt.

Rodwell fór út af í hálfleik og Fellaini inn á.

Snemma í seinni hálfleik var Francisco Junior heppinn að fá ekki rautt spjald eftir hættulega tæklingu á miðjumann Dundee. :/ David Moyes sá hvað í stefndi og kippti Francisco Junior út af og setti Barkley inn á í staðinn. Og sú skipting réði úrslitum í leiknum.

Sóknarmaður Dundee, Russell, var líflegur í fyrri hálfleik og átti skot að marki í seinni hálfleik en Howard vel á verði.

Skipting hjá Dundee. Einhver inn á fyrir einhvern. 🙂 Þeir skiptu víst inn á leikmanni í hálfleik líka. 🙂

Skot að marki frá Coleman en vel varið. Horn. McAleny út af, Vellios inn á.

Eftir þetta lifnaði aðeins yfir leiknum og boltinn barst markanna á milli en hvorugu liðinu tókst að skora.

68 mín: Tvöföld skipting hjá Dundee. Flood annar þeirra og svo virtist sem áhorfendur væru ekki sáttir við hann og púuðu í hvert skipti sem hann fékk boltann. Athyglisvert.

69 mín: Skot að marki eftir líflega sókn Dundee en skotið ekki nógu gott. Auðveldlega varið.

70 mín: Anichebe út af, Garbutt inn á.

73 mín: Skipting hjá Dundee.

75 mín: Coleman líflegur, fór framhjá varnarmönnum Dundee. Pressa hjá Everton á þessum tímapunkti enda mun meira með boltann.

77 mín: Aukaspyrna hjá Dundee rétt utan við teig en í vegginn. Horn. Annað horn, Duffy skallar frá. Pressa frá Dundee núna. Lifnaði yfir áhorfendum.

79 mín: Flott sending frá Barkley á Vellios í gegnum vörnina en aðeins of löng sending.

83 mín: Flott þríhyrningaspil frá Dundee skapaði sókn sem Hibbert kom í veg fyrir. Mínútu síðar setti Dundee pressu á Everton og náðu sendingu fyrir mark en enginn til að taka á móti.

85 mín: Skot frá Barkley rétt utan við teig en vel framhjá.

86 mín: MARK! Barkley við miðju vítateigs átti frábæran bolta á Coleman sem fór illa með varnarmann Dundee og sendi fyrir aftur þar sem Barkley var mættur aftur og skallaði í netið. Flottur leikur hjá Coleman og vel gert hjá Barkley sem var nýkominn inn á.

88 mín: Coleman aftur líflegur með flotta sendingu á Vellios en aðeins og langt fyrir Vellios sem náði ekki skotinu.

90 mín: Dómarinn ekkert að bæta við leikinn. Niðurstaðan: Dundee núll, Everton eitt.

1 athugasemd

  1. Finnur skrifar:

    Þess má geta að ég mun líklega ekki fjalla svona náið um alla leikina á undirbúningstímabilinu, hvað þá heldur leikina á tímabilinu sjálfu. 🙂