Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hajduk Split – Everton 1-1 - Everton.is

Hajduk Split – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Everton í fyrsta skipti í kvöld á móti Hajduk Split og stimplaði sig aldeilis inn í Everton liðið með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Og þvílíkt glæsimark sem það var! Það var nóg til að tryggja jafntefli gegn Hajduk sem var allt sem þurfti og Everton því komið í Europa League riðlakeppnina.

Uppstillingin í kvöld: Pickford, Baines, Williams, Keane, Martina, Schneiderlin, Besic, Gylfi, Lookman, Calvert-Lewin, Rooney. Varamenn: Stekelenburg, Jagielka, Kenny, Davies, Holgate, Lennon, Mirallas.

Everton hélt bolta mjög vel og varðist ágætlega en ekki var mikið um færi í fyrri hálfleik. Það skall reyndar hurð nærri hælum strax á 5. mínútu þegar Hajduk Split áttu að fá víti fyrir brot Pickford á sóknarmanni þeirra. Dómari dæmdi hins vegar rangstöðu sem endursýning sýndi að var rangur dómur.

Everton fékk sitt fyrsta færi á 20. mínútu þegar Martina gaf flotta fyrirgjöf fyrir mark frá hægri kanti en Rooney náði ekki nægilega góðum skalla og boltinn sigldi framhjá markinu. Gylfi var svo ekki langt frá því að skora aðeins fimm mínútum síðar þegar fyrirgjöf frá Calvert-Lewin var hreinsuð út í teig, beint á Gylfa sem tók viðstöðulaust skot en snúningurinn sendi boltann vitlausu megin við fjærstöngina.

Pickford átti svo flotta vörslu undir lok hálfleiks þar sem hann náði að slengja fingri í bolta sem var á leiðinni inn eftir að hafa breytt um stefnu af Keane. En það voru króatarnir sem komust yfir með ótrúlegu marki af mjög löngu færi. Sóknarmaður þeirra fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Everton með fullt af plássi fyrir framan vörn Everton (þar sem Gana er vanalega) og hlóð í skotið sem fór í loftinu til vinstri og svo til hægri og gaf Pickford lítinn séns. Smellhitti boltann sem söng í netinu. 1-0 fyrir Hajduk Split og þannig var það í hálfleik. Staðan 2-1 fyrir Everton samanlagt í viðureigninni. Eftir sem áður þarf Everton bara eitt mark og þá þarf Hajduk að skora þrjú í viðbót til að snúa þessu við.

Ein breyting I hálfleik: Lookman út af yfir Lennon en seinni hálfleikur var rétt nýbyrjaður þegar Gylfi var búinn að tryggja Everton áfram í riðlakeppnina með algjöru undramarku á fyrstu sekúndum síðari hálfleiks. Fékk boltann við miðju og þrumaði yfir völlinn og yfir markvörð Hajduk. Ansi laglegt fyrsta mark fyrir félagið, svo ekki sé meira sagt!

Og Everton liðið var ekki hætt því Rooney var ekki langt frá því að skora strax á eftir og stuttu síðar sprengdi Gylfi rangstöðugildru Hajduk frábærlega og komst upp að marki. Hann ætlaði að reyna stoðsendingu til hliðar á Calvert-Lewin í dauðafæri en sendingin blokkerað í horn — varnarmaður þar stálheppinn að skora ekki sjálfsmark því boltinn sleikti stöngina.

Á 63. mínútu gerðist það svo að Williams gaf víti þegar hann tók niður sóknarmann Hajduk að aftan frá. Alltaf víti en Pickford sýndi af hverju Everton var tilbúið að greiða svona hátt verð fyrir sig og einfaldlega varði spyrnuna mjög vel.

Everton var líklegra liðið til að bæta við mörkum eftir þetta, til dæmis þegar Calvert-Lewin komst í dauðafæri einn á móti markverði á 66. mínútu en lét verja frá sér. Honum var svo skipt út af 5 mínútum síðar og Davies kom inn á fyrir hann.

Everton fékk eitt almennilegt færi í viðbót þegar Rooney fékk flotta stungusendingu yfir vörn Hajduk frá Keane á 83. mínútu en varnarmaður náði að hlaupa Rooney uppi og hann þurfti því að stoppa. Skot hans í kjölfarið var ágætt en markvörður varði vel.

Eftir þetta tók við langur reitabolti hjá Everton þar sem léku sín á milli og einfaldlega hleyptu ekki leikmönnum Hajduk í boltann og lönduðu þessu þar með af nokkru öryggi. Everton komið í riðlakeppni Europa League!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Martina (6), Keane (7), Williams (7), Baines (7); Lookman (5), Besic (6), Schneiderlin (7), Sigurdsson (9), Calvert-Lewin (7), Rooney (8). Varamenn: Lennon (6), Davies (6). Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu — og það í sínum fyrsta leik!

Í lokin er rétt að minnast á það að dregið var í þriðju umferð deildarbikarsins og mætir Everton liði Sunderland á Goodison Park. Leikið verður vikuna 18. september.

15 Athugasemdir

  1. Eiríkur skrifar:

    Gylfi Sig!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  2. Eyþór skrifar:

    Þetta svakalegt mark.Hjá Gylfa.

  3. þorri skrifar:

    veit enhver hvar everton leikurinn er síndur

  4. Eiríkur skrifar:

    https://streamable.com/lu14h
    Þetta er bara snilld 🙂

  5. Ari G skrifar:

    Stórkostlegt mark hjá Gylfa. Ég var samt ekki ánægður með leik Everton en þeir gerðu það sem þeir þurftu. Ég ítreka aftur að ég vill að Everton kaupi Ben Gibson frá Middlesboro ungur og getur spilað stöðu Baines ef hann meiðist. Skil ekki þessa taugaveiklun með sóknarmann höfum fullt af ungum góðum sóknarmönnum Lewin, Sandro, Mirallas, jafnvel Lookman og Rooney líka. Finnst það brjálæði að kaupa einhvern á kannski 30-40 millur. Hef bent á Diego Costa leigja hann fram í janúar ekki mikill áhætta þótt ég skil að sumir vilja hann ekki en hann er mjög góður.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Þið sem sögðuð að Gylfi væri of dýr, nennið þið að rétta upp hend?

  7. Finnur skrifar:

    „A game which will be remembered for a piece of world-class finishing from the new Everton man, who announced himself onto the scene in the best possible way. His all-round play in behind Rooney, also who impressed again, would have pleased Ronald Koeman.“
    – Sky Sports í kvöld þegar þeir völdu Gylfa mann leiksins.

  8. Holmar skrifar:

    Algerlega magnað hjá Gylfa, þetta rugl mark kláraði leikinn og gerði okkar mönnum kleift að taks því frekar rólega í seinni hálfleik. Héldu boltanum vel á löngum köflum og létu Hajduk um að elta.

    Hvað segja menn svo um dráttinn? Sennilega einna sterkasti riðillinn.

    Sé að heimaleikurinn við Lyon er fimmtudaginn 19. október og heimaleikur við Arsenal sunnudaginn 22. Fín helgarferð það!

  9. Ari G skrifar:

    Ég er mjög ánægður með dráttinn. Mjög gott að fá alvöru lið. Everton þarf áskorun. Hlakka til að sjá leikinn á sunnudaginn. Veit ekki hvernig Koeman setur leikinn upp. Gaman væri að fá álit annarra hér hvernig leikkerfi menn vilja spila? Ég var of dómharður um Rooney um daginn hann hefur staðið sig mun betur en ég bjóst við. Gylfi og Rooney eiga eitt sameiginlegt þeir leggja sig alveg fram og hætta aldrei en við verðum samt að passa okkur Rooney er orðinn 31 árs hefur ekki sama hraða og áður en reynslan hjálpar honum. Spái að Koeman spili 4-4-1-1 á móti Chelsea. Veit ekki um meiðslalistann mundi vilja hafa Jagielka með Keene. Sömu bakverði og markvörð og síðast. Miðja Gana og Gylfi saman Klaassen fyrir framan þá og Mirallas og Lookman á köntunum. Svo Rooney og Lewin(Sandro) fremst.

    • Diddi skrifar:

      það má bara stilla upp 11 leikmönnum 🙂

      • Diddi skrifar:

        held samt miðað við leikinn á móti city að við ættum að sækja um undanþágu til að bæta við manni, okkur veitti allavega ekki af því í þeim leik og dugði ekki til að vera einum manni fleiri. Segir kannski töluvert um gæði þessara nýkeyptu leikmanna ?

  10. Ari S skrifar:

    Fyrst að menn eru farnir að tala um Manchester City leikinn hérna á þessum þræði þá langar mig að ssegja frá því að ég er að horfa á leik milli Chelsea og Everton í varaliðunum. Chelsea er á heimavelli en skemmst er frá að segja að Everton er yfir í leiknum 0-3 og stutt eftir af leiknum. 90 mín liðnar aðeins uppbótartími eftir.