Nottingham Forest – Everton 0-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætir í heimsókn til Nottingham Forest í dag, og flautað verður til leiks klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Þetta mun vera sjöundi síðasti leikur tímabilsins.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Ndiaye, Doucouré, Harrison, Broja.

Varamenn: Virginia, Keane, Patterson, Young, Alcaraz, Iroegbunam, McNeil, Chermiti, Beto.

Sem sagt, þrjár breytingar frá byrjunarliðinu í jafnteflisleiknum við Arsenal: Mykolenko kemur inn á fyrir Patterson, Garner tekur stöðu Iroegbunam og Broja kemur í framlínuna í stað Beto.

Flott andrúmsloft á vellinum í dag, og mikið sungið á pöllunum. Everton með fín tök á leiknum og hleyptu Forest ekki mikið í boltann, voru með boltann 65% tímans fyrstu tæpar 20. mín og svo kom fyrsta tilraunin á mark — langskot frá Harrison sem fór hátt yfir. Næsta tilraun einnig frá Everton þegar Ndiaye bar boltann inn í vítateig Forest á 23. mínútu en átti afar máttlausa tilraun á mark.

Á 25. mínútu skapaði Harrison hættulegt færi fyrir Garner, sem kom á hlaupinu inn í teig og Harrison fann hann með fínni sendingu. Garner náði skoti á mark í fyrstu snertingu, reyndi við hliðarnetið fjær, en varið í horn. 

Forest með sitt fyrsta skot á 27. mínútu, innan teigs en Jota Silva skaut lágum bolta beint á Pickford, sem var ekki í vandræðum með það. Jota aftur að verki á 30. mínútu en aftur máttlaus tilraun — skalli á mark, beint á Pickford.

Á 35. mínútu fann Harrison Ndiaye inni í teig með fínni hárri sendingu fyrir framan mark en skallinn beint á markvörð Forest.

Forest náðu einu föstu skoti á mark, af nokkuð löngu færi, rétt fyrir lok seinni hálfleiks, en náðu ekki að gera sér mat úr því.

0-0 í hálfleik. Everton líklega sáttara liðið með frammistöðuna ef Forest í fyrri hálfleik.

Engin breyting á liðunum í hálfleik. Hudson-Odoi með fyrsta skot á mark fyrir Forest, á 54. mínútu, en skotið slakt. Everton svaraði strax með löngum bolta fram á Ndiaye frá Tarkowski og Ndiaye náði að skjótast aftur fyrir aftasta mann en markvörður Forest kom þeim til bjargar með mjög góðu úthlaupi. Heppnir þar.

Ein breyting á 64. mínútu — Beto inn á fyrir Broja. Alcaraz svo inn á fyrir Ndiaye á 67. mínútu.

Everton komst í flotta skyndisókn á 75. mínútu þegar Alcaraz brunaði fram með boltann. Fjórir á þrjá varnarmenn og Alcaraz sendi til hliðar hægra megin á Gana (?) sem fann Harrison í miðjum teignum. Hann þurfti að snúa sér til að ná skoti og náði ekki að halda boltanum niðri.

McNeil inn á fyrir Harrison á 90. mínútu og sú skipting átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar því McNeil náði að stela boltanum af varnarmanni og komast í bullandi skyndisókn, þrír á einn með Gana og Doucouré með sér. McNeil ógnandi utan teigs hægra megin og sendi boltann hinum megin vallar, þar sem Doucouré var á auðum sjó vinstra megin og setti boltann inn við nærstöng! 0-1 fyrir Everton!! 

Það var ekki mikill tími sem Forest menn höfðu til að jafna en færin létu á sér standa og Everton landaði verðskulduðum 0-1 sigri í dag.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), O’Brien (7), Tarkowski (6), Branthwaite (6), Mykolenko (6), Gana (6), Garner (7), Doucouré (9), Harrison (9), Ndiaye (8); Broja (6). Varamenn: Beto (7), Alcaraz (6), McNeil (8).

Maður leiksins að mati Sky Sports var Abdoulaye Doucouré. 

11 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Það virðist vera nóg fyrir Forest menn að leggjast í grasið þá fá þeir aukaspyrnu

  2. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Finnst pínu eins og Forest menn hafi ekki mætt jafn ákveðnir til leiks og Everton, allavega miðað við fyrri hálfleikinn…

  3. Jón Ingi Einarsson skrifar:

    Rosalega var þetta vel þegið að fá sigur eftir öll jafnteflin, virkilega flottur leikur sérstaklega í seinni hálfleik.

  4. Eirikur skrifar:

    Frábær frammistaða í dag. Og að ná inn marki í restina með stoðsendingu frá McNeil bara geggjað.

  5. Þorri skrifar:

    Frábær sigur hjá okkar mönnum

  6. Orri skrifar:

    Þetta var það sem við þurftum eftir öll jafntefli annars góður leikur hjá okkar mönnum sérstaklega seinni hálfleikurinn.

  7. Ari S skrifar:

    Samanlagðir leikir þeirra liða sem oftast hafa leikið í efstu deild. Óháð árangri.

    Everton: 4,740 leikir
    Arsenal: 4,356 leikir
    Liverpool: 4,356 leikir
    Aston Villa: 4,292 leikir
    Manchester United: 4,000 leikir

    Þess má geta í leiðinni að Manchester United var að enda við að leika 4000. leikinn.

  8. Finnur skrifar:

    Tarkowski í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/articles/c8ep1x6zeggo

Leave a Reply to Þorri