
Mynd: Everton FC.
Everton mætir í heimsókn til Nottingham Forest í dag, og flautað verður til leiks klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Þetta mun vera sjöundi síðasti leikur tímabilsins.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Ndiaye, Doucouré, Harrison, Broja.
Varamenn: Virginia, Keane, Patterson, Young, Alcaraz, Iroegbunam, McNeil, Chermiti, Beto.
Sem sagt, þrjár breytingar frá byrjunarliðinu í jafnteflisleiknum við Arsenal: Mykolenko kemur inn á fyrir Patterson, Garner tekur stöðu Iroegbunam og Broja kemur í framlínuna í stað Beto.
Flott andrúmsloft á vellinum í dag, og mikið sungið á pöllunum. Everton með fín tök á leiknum og hleyptu Forest ekki mikið í boltann, voru með boltann 65% tímans fyrstu tæpar 20. mín og svo kom fyrsta tilraunin á mark — langskot frá Harrison sem fór hátt yfir. Næsta tilraun einnig frá Everton þegar Ndiaye bar boltann inn í vítateig Forest á 23. mínútu en átti afar máttlausa tilraun á mark.
Á 25. mínútu skapaði Harrison hættulegt færi fyrir Garner, sem kom á hlaupinu inn í teig og Harrison fann hann með fínni sendingu. Garner náði skoti á mark í fyrstu snertingu, reyndi við hliðarnetið fjær, en varið í horn.
Forest með sitt fyrsta skot á 27. mínútu, innan teigs en Jota Silva skaut lágum bolta beint á Pickford, sem var ekki í vandræðum með það. Jota aftur að verki á 30. mínútu en aftur máttlaus tilraun — skalli á mark, beint á Pickford.
Á 35. mínútu fann Harrison Ndiaye inni í teig með fínni hárri sendingu fyrir framan mark en skallinn beint á markvörð Forest.
Forest náðu einu föstu skoti á mark, af nokkuð löngu færi, rétt fyrir lok seinni hálfleiks, en náðu ekki að gera sér mat úr því.
0-0 í hálfleik. Everton líklega sáttara liðið með frammistöðuna ef Forest í fyrri hálfleik.
Engin breyting á liðunum í hálfleik. Hudson-Odoi með fyrsta skot á mark fyrir Forest, á 54. mínútu, en skotið slakt. Everton svaraði strax með löngum bolta fram á Ndiaye frá Tarkowski og Ndiaye náði að skjótast aftur fyrir aftasta mann en markvörður Forest kom þeim til bjargar með mjög góðu úthlaupi. Heppnir þar.
Ein breyting á 64. mínútu — Beto inn á fyrir Broja. Alcaraz svo inn á fyrir Ndiaye á 67. mínútu.
Everton komst í flotta skyndisókn á 75. mínútu þegar Alcaraz brunaði fram með boltann. Fjórir á þrjá varnarmenn og Alcaraz sendi til hliðar hægra megin á Gana (?) sem fann Harrison í miðjum teignum. Hann þurfti að snúa sér til að ná skoti og náði ekki að halda boltanum niðri.
McNeil inn á fyrir Harrison á 90. mínútu og sú skipting átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar því McNeil náði að stela boltanum af varnarmanni og komast í bullandi skyndisókn, þrír á einn með Gana og Doucouré með sér. McNeil ógnandi utan teigs hægra megin og sendi boltann hinum megin vallar, þar sem Doucouré var á auðum sjó vinstra megin og setti boltann inn við nærstöng! 0-1 fyrir Everton!!
Það var ekki mikill tími sem Forest menn höfðu til að jafna en færin létu á sér standa og Everton landaði verðskulduðum 0-1 sigri í dag.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), O’Brien (7), Tarkowski (6), Branthwaite (6), Mykolenko (6), Gana (6), Garner (7), Doucouré (9), Harrison (9), Ndiaye (8); Broja (6). Varamenn: Beto (7), Alcaraz (6), McNeil (8).
Maður leiksins að mati Sky Sports var Abdoulaye Doucouré.
Það virðist vera nóg fyrir Forest menn að leggjast í grasið þá fá þeir aukaspyrnu
Finnst pínu eins og Forest menn hafi ekki mætt jafn ákveðnir til leiks og Everton, allavega miðað við fyrri hálfleikinn…
Þeir virðast treysta á dómarana. Murillo sést í grasið þegar Everton var að ná upp tempó…
…….úff, þessi endir á leiknum var yndislegur…
3 síðust leikir 4 stig. Gegn efstu þremur liðunum.
Rosalega var þetta vel þegið að fá sigur eftir öll jafnteflin, virkilega flottur leikur sérstaklega í seinni hálfleik.
Frábær frammistaða í dag. Og að ná inn marki í restina með stoðsendingu frá McNeil bara geggjað.
Frábær sigur hjá okkar mönnum
Þetta var það sem við þurftum eftir öll jafntefli annars góður leikur hjá okkar mönnum sérstaklega seinni hálfleikurinn.
Samanlagðir leikir þeirra liða sem oftast hafa leikið í efstu deild. Óháð árangri.
Everton: 4,740 leikir
Arsenal: 4,356 leikir
Liverpool: 4,356 leikir
Aston Villa: 4,292 leikir
Manchester United: 4,000 leikir
Þess má geta í leiðinni að Manchester United var að enda við að leika 4000. leikinn.
Tarkowski í liði vikunnar að mati BBC:
https://www.bbc.com/sport/football/articles/c8ep1x6zeggo