Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Bournemouth – Everton 1-0 - Everton.is

Bournemouth – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Stórleikur 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar er viðureign Bournemouth og Everton á heimavelli þeirra síðarnefndu.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski, Young, Gana, Mangala, Ndiaye, Doucouré, Lindström, Broja.

Varamenn: Virginia, Begovic, Patterson, O’Brien, Keane, Armstrong, Harrison, Calvert-Lewin, Beto.

Fín byrjun á leiknum, svolítið scrappy en lítið að frétta af sókn Bournemouth. Everton sprækari og með fleiri snertingar í vítateig en andstæðingurinn. En eftir korter snerist þetta að mestu um Bournemouth.

Þeir voru næstum búnir að skora óvænt á 7. mínútu eftir langt innkast, framlengdan bolta inn í teig og skot af stuttu færi. Pickford var hins vegar vandanum vaxinn og varði glæsilega.

Bournemouth skoruðu svo mark stuttu síðar, sem var dæmt af fyrir augljósa rangstöðu (allavega þrír rangstæðir).

Broja út af vegna meiðsla á 31. mínútu. Calvert-Lewin inn á.

Bournemouth uxu er á leið og urðu sterkari aðilinn, en náðu ekki að valda Pickford neinum vandræðum, þó þeir næðu að skapa sér færi. Bæði lið bitlaus í sókninni.

En ekkert skot á rammann frá Everton í fyrri hálfleik. Ekki nógu gott.

0-0 í hálfleik.

Patterson og Armstrong inn á í hálfleik fyrir Lindström og Mangala. Young þar með færður framar á völlinn á hægri kanti. Bournemouth byrjuðu með látum, náðu fljótt fínu skoti á mark – lágum, föstum bolta – en Pickford varði glæsilega. Bournemouth menn hefðu getað fengið viti á 65. mínútu, þegar boltinn fór í hendina á Patterson inní í teig, en dómari og VAR mátu svo ekki. Sluppum með skrekkinn þar.En á 78. mínútu náðu þeir loks að komast yfir. Fundu mann á fjærstöng hægra megin í teignum, á auðum sjó. Hann náði að setja boltann á rammann, yfir Branthwaite sem beygði sig niður einhverra hluta vegna. 1-0 fyrir Bournemouth. Beto kom svo inn á fyrir Gana á 81. mínútu. Doucouré átti ágætis tilraun á mark á 87. mínútu, en framhjá marki. Og þannig endaði það. Depressingly léleg frammistaða í sóknarlínunni í dag. Engin ógnun Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar.

10 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Af hverju í ósköpunum getur þetta hrokafulla mannkerti ekki séð það sem allir geta séð?? Patterson ætti að koma inn í liðið í staðinn fyrir Mykolenko og Young fer í vinstri bakvörðinn.
    Everton hefur aldrei unnið deildarleik í Bournemouth og er það lið sem Bournemouth hefur oftast unnið síðan þeir komust upp í úrvalsdeildina og þeir setja félagsmet ef þeir tapa ekki í dag, sem þeir gera auðvitað ekki.
    Þetta fer 4-0 fyrir Bournemouth og vonandi verður það síðasti naglinn í kistu Dyche.

  2. Eirikur skrifar:

    Það er algjörlega sorglegt að horfa á þetta. Liðið hefur ekki hugmynd um hvernig á að sækja og síðan bara heppni að vera ekki lentir undir

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ok. Kannski var fullmikil svartsýni að spá 4-0 tapi, en það er alveg klárt að það besta sem við getum vonast eftir er markalaust jafntefli því þetta lið gæti spilað fram að jólum og Bournemouth tekið markmanninn út af, og Everton gæti samt ekki skorað.

  4. Diddi skrifar:

    mikil vonbrigði að nýir eigendur, sem hljóta að hafa fylgst með liðinu lengi, hafi ekki verið tilbúnir með arftaka dyche strax við yfirtöku. Hvað á þetta að halda lengi áfram, fremstu 4 hjá okkur sem störtuðu voru held ég með 3 mörk og enga stoðsendingu samtals en mótherjar með 19 m og 7 stoðsendingar, þetta hefur með þjálfara og leikskipulag að gera

  5. Þór skrifar:

    þetta hlýtur að vera leiðinlegasta lið Everton allra tíma?

  6. Ari S skrifar:

    Já þetta er hrikalega erfitt að horfa á þegar liðið er svona slakt. Held í vonina að við náum að stela einhverju í lokin. Gaman að sjá Harrison Armstrong inná og einnig Patterson.

    Áfram Everton!

    …og þá skorar Bournemouth…úff

  7. Gestur skrifar:

    Jæja burt með Dyche, þetta er komið miklu meira en nóg

  8. Eirikur skrifar:

    Ekki eitt skot á mark! Ekki ein horn eða aukaspyrna skapaði hættu upp við matk Bourmouth. Getur enginn annar tekið þessar spyrnu, Ndiaye t.d. Bless Dyche þetta er komið gott.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hélt í eitt augnablik að Dyche hefði verið rekinn í hálfleik þegar ég sá að Armstrong og Patterson voru að koma inn á, en um leið og í ljós kom að Mangala og Lindstrøm væru að fara út af, þá vissi ég að það væri ekki svo gott.

  10. AriG skrifar:

    Gleðilegt ár. Þetta er allt að koma nýjir eigendur búnir að taka við Everton. Frábær barátta í seinni hálfleik. Eina sem vantaði er að spila alvöru sóknarleik þá koma sigrarnir.Nuna á að byrja að reka stjórann og ráða Los eða Zidane þá kemur blússandi sóknarleikur þá verða hér ánægðir meira segja Ingvar og nýjir vængmenn.

Leave a Reply