Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Fulham 1-1 - Everton.is

Everton – Fulham 1-1

Mynd: Everton FC.

Stórleikur 9. umferðar í ensku var leikur Everton við Fulham á Goodison Park í dag, en flautað var til leiks klukkan 16:30.

Uppstilling: Pickford, Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), Young, Gana, Doucouré, Ndiaye, McNeil, Harrison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Branthwaite, O’Brien, Patterson, Coleman, Mangala, Armstrong, Lindström, Beto.

Branthwaite var kominn aftur í hóp og það var gott að sjá, en hann var ekki að fara að skella Keane strax á bekkinn, enda var Keane frábær í síðasta leik. Annað var eftir bókinni og það var mjög gott merki að ekki þurfti að vera með tvo markmenn á bekknum í þessum leik. Bekkurinn var annars nokkuð varnarsinnaður.

Rólegt var um að litast framan af leiks og lítið að gerast. Ekki skemmtilegasti hálfleikur sem maður hefur horft á, skal alveg viðurkenna það.

En á 27. mínútu fengu Fulham góð tvö tækifæri í röð. Vörn Everton gaf Fulham manni boltann á silfurfati, og hann sendi á Traore, hægra megin í teig en sá gerði sér erfitt fyrir með fyrstu snertingu, og gerði færið þröngt — skaut beint á Pickford. Æfingavarsla. En þetta var ekki búið, þeir náðu á endanum boltanum áður en vörnin náði að létta pressunni og náðu í kjölfarið hárri sendingu en klúðruðu skotinu upp við mark langt upp í stúku.

Everton náði svo boltanum í netið á 33. mínútu eftir að Gana náði geggjuðu skoti á mark, eftir vel útfærða sókn. Boltinn fór í neðanverða slána og út. Fulham menn stálheppnir þar en Calvert-Lewin náði frákastinu og skoraði með flottu skoti af stuttu færi, en var svo réttilega dæmdur rangstæður. En þarna hefði staðan átt að að vera 1-0 (ekki út af rangstöðunni, heldur vegna þess að Gana var hársbreidd frá því að skora).

Á 40. mínútu fékk Everton svo frábært marktækifæri þegar Mykolenko átti mjög góða háa sendingu inn í teig frá vinstri, beint á kollinn á McNeil sem náði (óvaldaður) skalla á mark, en markvörður sá við honum. Gott að ná að klára það færi en þetta hefði átt að syngja í netinu.

0-0 í hálfleik.

Á 61. mínútu fór að draga aftur til tíðinda þegar Fulham menn komust í sókn. Get ekki sagt að það hafi verið mikil hætta (sem maður skynjaði) en Iwobi, fyrrum leikmaður Everton, náði að þræða sig í gegnum fremri varnarlínu Everton og sjá glufu. Hvorugur miðvarða Everton fór á móti til að stoppa skotið og Iwobi laumaði boltanum því inn við fjærstöng með skoti af nokkuð löngu færi.

Lindström kom svo inn á fyrir Harrison á 65. mínútu. Mangala og Beto komu svo inn á fyrir Doucouré og Calvert-Lewin nokkru síðar.

Lindström átti fínt skot að marki stuttu eftir að hann kom inn á, en markvörður varði.

Branthwaite kom svo inn á fyrir McNeil á 86. mínútu. Keane var þar með, ásamt Beto, settur fremstur, enda einn besti slúttarinn sem við höfum séð í undanförnum (örfáu) leikjum. Beto átti fínan skalla á mark 90. mínútu, eftir flotta háa sendingu fyrir mark, en markvörður varði vel. En hann gerði ennþá betur í næstu almennilegu sókn Everton, þegar hann (pínu óvænt) náði að jafna. Young átti fína sendingu fyrir mark frá hægri, þar sem Beto stökk upp og einhvern veginn náði frábærum skalla úr erfiðri stöðu. Staðan orðin 1-1 og það reyndist niðurstaðan.

Eftir fyrri hálfleik vildi maður sjá Everton með 1-0 forskot í hálfleikinn en eins og þetta þróaðist er maður líklega sáttur við stigið.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6); Young (7), Tarkowski (6), Keane (7), Mykolenko (6); Gueye (6), Doucoure (6); Harrison (6), McNeil (5), Ndiaye (6), Calvert-Lewin (5).Varamenn: Lindstrom (7), Beto (7).

11 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Að láta Branthwaite byrja á bekknum og Keane í byrjunarliðinu finnst mér gjörsamlega galið, skiljanlegt þar sem Keane hefur staðið sig vel í síðustu tveimur leikjum, gegn liði sem líklega fellur lóðbeint aftur og gegn liði sem var ekki með framherja, en galið þar sem Branthwaite er miklu betri leikmaður.
    Fulham hefur unnið í síðustu fjórum heimsóknum og virðast hafa eitthvað tak á Everton þar og ég get ekki séð að það breytist neitt í dag. Vona samt það besta.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hörmung að horfa upp á þetta, og nú er game over.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Eitt stig er auðvitað betra en ekkert, en það var meira en Everton átti skilið í dag.
    Enn einu sinni þurfti maður að horfa upp á panik í varnarleiknum, hugmyndalausa miðju og bitlausa sókn.
    Eina taktíkin virtist vera að senda tvær eða þrjár sendingar í öftustu línu og lúðra boltanum eins langt fram og hægt var, bara til að tapa honum þar aftur.
    Dyche out!

  4. Ari S skrifar:

    Sá ekki síðari hálfleik en var að sjá markið okkar núna rétt áðan. Mikið var þetta flott fyrirgjöf hjá Ashley Young og glæsimark hjá Beto, sem byrjar í næsta leik. Vonandi. Og vonandi verða ekki margir fúlir þegar ég segi að Ashley Young er búinn að vera frábær í síðustu leikjum og á skilið byrjunarliðssætið sem hann virðist vera búinn að tryggja sér í bili þangað til Patterson er tilbúinn.

    • Finnur Thorarinsson skrifar:

      Sammála. Ég hef minnst á það áður að Everton virðist stundum skella þeim, sem eru nýbúnir að skora, beint á bekkinn í næsta leik — og þó að ég sé hrifnari almennt af framlagi Calvert-Lewin og frammistöðu Everton þegar hann er í liðinu — þá er kannski alveg kominn tími til að setja Calvert-Lewin á bekkinn. Young á líka alveg skilið að byrja næsta leik.

  5. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Fulham náðu 0-1 sigri í upphafi síðustu leiktíð, sem var algjört rán um hábjartan dag. Svekktur að sjá bara jafntefli í dag en við tökum stigið. Taplausir í 5 leikjum. Það hjálpar.

  6. Odinn skrifar:

    Young fékk ekki rautt í dag, var hann með hita?

    • Ari S skrifar:

      Af hverju segir þú það Odinn? Hann er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum í liðinu síðasta mánuð. Verður sennilega valinn í enska landsliðið með þessu áframhaldi… Eigum við ekki að styðjqa hann á meðan hann leikur með okkur?

Leave a Reply