Uppselt í Brentford ferðina!

Mynd: (c) Tony McArdle/Everton FC af Getty Images

Viðtökurnar sem við fengum við ferðinni hafa verið algjörlega frábærar og samkvæmt Verdi ferðaskrifstofunni eru núna engin sæti laus og ljóst að þetta verður fjölmennasta ferðin sem við höfum skipulagt hingað til!

Þið sem eruð skráð í ferðina eigið að hafa fengið skilaboð frá ferðaskrifstofunni (og ef eitthvað misræmi er í því miðað við það sem fram kemur hér að neðan gilda upplýsingarnar frá ferðaskrifstofunni).

Ferðaplanið breyttist örlítið því Play felldi nefnilega niður upphaflega flugið sem þau lofuðu okkur, en ferðaskrifstofan náði sem betur fer hagstæðum samningum við EasyJet um að fljúga með okkur yfir, án þess að til kæmu breytingar á verði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir!

Flugið breytist að því leyti að flogið verður frá Keflavík til Manchester (en ekki Liverpool) með flugfélaginu EasyJet (en ekki Play). Flogið verður út föstudaginn 22. nóvember kl. 9:45 (flugnúmer U22260) og er lending áætluð klukkan 12:25 að staðartíma. Flogið verður svo heim aftur (flugnúmer U22261) mánudaginn 25. nóvember kl. 16:10 (lending kl. 19:00). Farangursheimild er 20 kg taska plús lítil taska sem passar undir sæti. Annað ætti að vera óbreytt.

Eitt að lokum — MIKILVÆGT!

Við (fararstjórarnir) þurfum að geta haft samband við ferðalanga til að skipuleggja ferðina. Gallinn er hins vegar sá að ferðaskrifstofan má ekki láta okkur fá farþegalistann þannig að við viljum biðja ykkur um að hafa samband svo við vitum hver er að fara með okkur í ferðina svo við getum komið praktískum skilaboðum áleiðis, kannað áhuga á skipulagðri dagskrá og planað hitting/máltíð/skoðunarferð eða eitthvað.

Ef þú ert stakur ferðalangur er nóg að kvitta hér að neðan í kommentakerfinu með því tölvupóstfangi sem þú vilt nota í samskipti vegna ferðarinnar. Ef þú ert í forsvari fyrir hóp, endilega sendu okkur þá póst á everton.a.islandi (hjá) gmail.com með lista af nöfnum á — og hafðu með tölvupóstföng fyrir þá ferðalanga sem þú vilt að fái upplýsingar frá okkur.

Það eru aðeins 67 dagar í ferðina! Spennan magnast! 🙂

5 Athugasemdir

  1. Haraldur Örn skrifar:

    Þetta verður allt frábært ég svo alveg til í þetta

  2. Finnur skrifar:

    Ég vildi alls ekki missa af þessu og gat ekki verið minni maður en formaðurinn 🙂 þannig að ég er að sjálfsögðu skráður í þessa ferð!

  3. Elvar skrifar:

    Búinn að senda email

  4. Georg Haraldsson skrifar:

    Að sjálfsögðu lætur maður þessa ferð ekki fram hjá sér fara, er skráður. Sjáumst eldhressir eftir 66 daga á Keflavíkurflugvelli. Ég er búinn að senda netfangið mitt á Finn.

  5. Halldór Steinar skrifar:

    Ég er að fara ásamt þremur granít hörðum Everton sonum mínum ⚽️🏴󠁧󠁢󠁥󠁮󠁧󠁿

Leave a Reply