Mynd: Everton FC.
Þá er komið að fimmtu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar og nú mætir Everton Arsenal á heimavelli. Sean Dyche gerir tvær breytingar á liði Everton, en Mykolenko kemur í stað Patterson (og Young þá væntanlega í hægri bakverði) og McNeil kemur inn fyrir Garner.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Tarkowski, Branthwaite, Young, Gana, Onana, Doucouré, McNeil, Danjuma, Beto.
Varamenn: Virginia, Keane, Godfrey, Patterson, Garner, Onyango, Dobbin, Chermiti, Calvert-Lewin.
Everton sátu mjög djúpt frá upphafi og voru sáttir við að leyfa Arsenal að einoka boltann, sem þeir gerðu — um það bil 80% fyrstu 10 mínúturnar, eða svo. Fyrsta færið lét þó á sér standa og kom ekki fyrr en á 20. mínútu þegar Martinelli komst inn fyrir vörn Everton vinstra megin, eftir stungusendingu upp völlinn og hann lagði boltann framhjá Pickford sem kom hlaupandi á móti. En VAR fór yfir málið og tók eftir rangstöðu í aðdragandanum, eins og varnarmenn Everton höfðu bent á og tók markið af þeim. Oh, ég elska VAR.
Stuttu síðar var Martinelli skipt út af vegna meiðsla. Ekki hans dagur í dag.
Annars var lítið um færi fyrsta hálftímann. Everton átti eina skotið sem rataði á rammann fram að því, en ekki mikil hætta á ferð í það skiptið. Það tók svo Arsenal heilar 40 mínútur að ná fyrsta skoti á rammann, en það var skot af löngu færi frá varnarmanni og beint á Pickford.
0-0 í hálfleik.
Arsenal byrjuðu leikinn af nokkrum krafti og náðu skoti á mark á upphafsmínútunum — fast skot frá Ödegard, en beint á Pickford.
Seinni hálfleikur var annars svipaður og sá fyrri — engin almennilega færi lengi vel.
Dominic Calvert-Lewin kom svo inn á fyrir Beto á 65. mínútu. Danjuma reyndi skot af löngu færi í kjölfarið en rétt yfir slána.
En stuttu síðar kom svo mark frá Arsenal, eins og maður hafði hálfpartinn átt von á og það var af dýrari gerðinn. Þeir fengu horn, tóku það stutt og létu boltann ganga hratt og vel á milli manna. Aldrei meira en tvær snertingar, ein til að stilla boltann af, svo önnur til að senda strax á næsta mann. Erfitt að eiga við. Rice setti svo Saka inn fyrir hægra megin í teig og hann fann Trossard sem setti boltann frá hægri í vinstra netið innanvert, með viðstöðulausu skoti. 0-1 fyrir Arsenal.
Þeir fengu ágætis tækifæri til að bæta marki við á 78. mínútu en Pickford varði vel skot frá þeim. Frákastið barst út í teig og maður átti von á marki en Mykolenko náði að skriðtækla fyrir skotið.
Garner kom inn á fyrir Doucouré á 80. mínútu og svo kom tvöföld skipting sjö mínútum síðar, Patterson inn á fyrir Young og Chermiti inn á fyrir McNeil.
En ekki tókst Everton að skapa sér færi til að jafna á lokamínútunum, þó að fjórum mínútum hafi verið bætt við.
0-1 tap því niðurstaðan.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Young (6), Tarkowski (7), Branthwaite (7), Mykolenko (7), Onana (6), Doucoure (6), Gueye (6), Danjuma (5), McNeil (5), Beto (6). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Garner (6), Patterson (6), Chermiti (6).
Það hefur töluvert verið talað um Everton hafi eitthvað tak á Arsenal á Goodison, en ég held að það hafi ekkert að segja í dag.
Ég vona bara að þetta verði ekki niðurlæging en get ekki séð Everton vinna þennan leik.
Hryllingur. Á mörkunum að það sé boðlegt að eyða tíma í Everton á meðan þessi ömurlegi stjóri er að ,,þjálfa“ liðið. Fullkomlega hæfileikalaus maður, Sean Dyche.
Haha hvað er þetta?
Sorrí – ekki alveg nógu skýrt´hjá mér:
Plís reka þetta rusl,
Ekki mikið jákvætt hægt að segja um þennan leik annað en það að Branthwaite var enn og aftur góður í vörninni, besti maður Everton í dag að mínu mati.
Man ekki hvort það var Dyche eða Tarkowski sem sagði fyrir tímabilið að Everton ætlaði að vera „the fittest team“ í deildinni. Mér sýnist það bara alls ekki vera þannig. Í þeim leikjum sem búnir eru hefur mér fundist liðið virka þreytt, þungt og máttlaust að ekki sé minnst á gjörsamlega hugmyndalaust í sóknarleiknum.
Næstu tveir leikir eru úti gegn Brentford og við getum gleymt því að Everton nái í stig þar, þeir eru einfaldlega miklu betri, og svo heima gegn Luton, sem enn hafa ekki unnið leik, hvað þá náð ístig. Það er því skrifað í skýin og meitlað í stein að Luton er að fara að vinna þann leik.
Ég held að það sé kominn tími á að Dyche fá að fjúka. Það virðist ekki vera neitt leikplan/taktík annað en að sparka langt og vona það besta, og hann er núna með verra sigurhlutfall en Lampard og þá er nú mikið sagt. Ég veit svo sem ekkert hver ætti að koma í staðinn, einhver með plan og með smá þekkingu á taktík væri fínn, annars skiptir það engu máli, Everton verður ekki bjargað.
Enginn frá Everton ì liði vikunar.
Ótrúlegt Everton spila á heimavelli og spila vörn allan leikinn. Hvaða bull er þetta. Þetta er ekki boðlegt. Ég hefði skilið ef Everton hefðu komist yfir og spilað þá vörn til að halda forystunni. Vörnin mjög góð en sóknin var handónýt. Vona að Everton fari að sækja meira í næstu leikjum allavega á heimavelli annars má Sean Dyche fara mín vegna.
Ætla að taka eitt jákvætt út úr leiknum, held að enginn hafi meiðst. Annars ótrúlegt að sjá McNeil spila svona lengi þar sem hann er að koma úr meiðslum og gat minna enn ekkert. Skrítið að bíða með skiptingar fram á 87 mínútu. Hefði viljað sjá Danjuma fara útaf í stað Beto. Annars ekki gottplan í gangi.