Mynd: Everton FC.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er til kl. 22:00 þann 1. september (eða þar um bil) og er þessum þræði ætlaði að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.
Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Beto (Udinese – £25.75m), Jack Harrison (lán – Leeds), Youssef Chermiti (Sporting – 15M ), Arnaut Danjuma (lán – Villareal), Ashley Young (frítt).
Leikmenn út: Demarai Gray (Al-Ettifaq – 10M), Alex Iwobi (Fulham – 22M), Tom Cannon (Leicester – ótilgreind upphæð), Jean-Phillipe Gbamin (samningi rift), Neal Maupay (lán – Brentford), Mason Holgate (lán – Southampton), Reece Welch (lán – Forest Green), Stanley Mills (lán – Oxford), Lewis Warrington (lán – Plymouth), Ishé Samuels-Smith (ótilgreind upphæð – Chelsea), Ellis Simms (ótilgreind upphæð – Coventry), Lewis Gibson (samningslok), Tom Davies (samningslok), Niels Nkounkou (ótilgreind upphæð – St Etienne), Conor Coady (lánslok), Ruben Vinagre (lánslok), Yerry Mina (samningslok), Andros Townsend (samningslok), Asmir Begovic (samningslok), Isaac Price (samningslok).
2023-09-07 Fim – Everton staðfesti í dag sölu á Demarai Gray til Al-Ettifaq. Verðið var ekki gefið upp en Sky Sports sögðu að það hafi verið 10M punda og að Everton fái hlut af söluverði ef Al-Ettifaq selja hann í framtíðinni. Félagaskiptaglugginn lokar í Saudi-Arabíu annars í dag en ekki er búist við fleiri brottförum þangað. Everton hefur hins vegar (hvenær sem er) rétt á að gera samninga við samningslausa menn og það kæmi svo sem ekki á óvart þó að það yrði raunin. Við uppfærum þessa frétt ef við heyrum eitthvað.
2023-09-02 Lau – Alan Myers sagði í tísti í morgun að Demarai Gray myndi vera áfram hjá Everton, þrátt fyrir tilboð frá klúbbi í Saudi-Arabíu.
00:12 – Látum þetta nægja í bili. Góða nótt.
00:10 – Salan á Alex Iwobi er staðfest á vefsíðu Everton. Kaupverð var ekki gefið upp.
00:05 – Skv. gluggavakt BBC þá er salan á Alex Iwobi gengin í gegn.
23:00 – Skv. gluggavakt Sky Sports og BBC var Tom Cannon seldur til Leicester.
22:31 – Skv. gluggavakt Sky Sports og BBC var samningi Jean-Phillipe Gbamin rift. Hann er því ekki lengur leikmaður Everton.
22:20 – Everton hefur staðfest brottför Neal Maupay á láni til Brentford (út tímabilið).
22:16 – Nei, eitt í viðbót — Lánið á Neal Maupay til Brentford er staðfest, skv. gluggavakt BBC.
22:14 – Skv. gluggavakt Sky Sports eru félagaskipti Alex Iwobi til Fulham enn í vinnslu. Það eru einu viðskipti Everton sem eftir eru, sýnist mér.
22:08 – Mér sýnist sem gluggavakt Sky Sport sé að segja að samningsdrög hafi borist fyrir Alex Iwobi fyrir lok gluggans. Annað er þá líklega óstaðfest…
22:00 – Félagaskiptaglugginn á Englandi er lokaður, fyrir utan uppbótartímann. Sjáum hvað setur.
19:10 – Félagaskiptagluggarnir á Ítalíu og Frakklandi eru nú lokaðir. Innan við klukkutími til stefnu á Englandi (plús uppbótartími).
18:55 – BBC segir nú að ekki sé útlit fyrir að fleiri leikmenn séu á leið inn um dyrnar á Finch Farm í dag. Spurning hvort það sé rétt…
14:20 – Nú birtist það á BBC að Everton sé enn að reyna að næla sér í Wilfried Gnonto (gluggavakt BBC).
13:17 – Neal Maupay er að fara á láni til Brentford (gluggavakt Sky).
11:44 – Hmmm… var að fatta: það hefur ekkert heyrst í dag af mögulegum félagaskiptum Demarai Gray…
11:21 – BBC tala um að um sé að ræða allt að 22M punda fyrir Alex Iwobi (gluggavakt BBC).
11:19 – Salan á Tom Cannon er um það bil að ganga í gegn (gluggavakt Sky).
10:56 – Salan á Alex Iwobi komin sem frétt á BBC.
10:01 – Verðmiðinn á Jean-Philippe Gbamin var gerður opinber: 5M punda (gluggavakt BBC).
09:53 – Alex Iwobi er í læknisskoðun hjá Fulham (gluggavakt Sky).
09:12 – Fulham eru að kaupa Alex Iwobi á 22M punda + mögulegar viðbætur (gluggavakt Sky).
08:43 – Leicester City eru að kaupa ungliðann Tom Cannon á 7.5M punda (gluggavakt Sky).
08:25 – Everton er enn að vinna í að fá Wilfried Gnonto til liðs við sig (gluggavakt Sky).
2023-08-31 Fös – Síðasti dagur félagaskiptagluggans er í dag en hann er opinn til kl. 22 að íslenskum tíma á morgun. Félögin hafa svo klukkutíma eftir það til að klára samninga ef drög að samningum berast enska knattspyrnusambandinu fyrir lokun.
14:16 – Á BBC vefnum kom fram að Sean Dyche staðfesti í viðtali fyrr í dag að verið væri að skoða sölu á Alex Iwobi.
14:07 – Gluggavakt Sky Sports segir nú að Fulham séu við það að ná samningum um kaup á Alex Iwobi og að leikmaðurinn muni í kjölfarið fara til London í læknisskoðun. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur gefið til kynna að hann vilji ekki framlengja.
12:05 – Samkvæmt gluggavakt Sky Sports er Everton að reyna að fá til liðs við sig kantmannin Maxwel Cornet hjá West Ham. Það mun hins vegar eingöngu ganga í gegn ef West Ham menn ná að fylla í skarðið.
2023-08-29 Mið – Skv. gluggavakt Sky Sports hefur Norwich boðið Everton 7M punda fyrir ungliðann Tom Cannon. Hann mun áhugasamur um að fara þangað en ekki er vitað hverju Everton hefur svarað.
2023-08-29 Þri – STAÐFEST! Beto er orðinn leikmaður Everton! Hann skrifaði undir 4ra ára samning við Everton, eða til júní 2027. Hann er fimmti maðurinn sem Everton fær til liðs við sig í glugganum.
2023-08-29 Þri – Skv. gluggavakt Sky eru 25.8M punda kaup Everton á sóknarmanninum Beto frá Udinese á lokametrunum, sem þýðir að ólíklegt er að kaupin á Che Adams gangi í gegn og spurning hvort Neal Maupay fari nú að hugsa sér til hreyfings. Einnig var rætt um að Fulham hefði áhuga á að kaupa Alex Iwobi, en hann er nú á loka-ári síns samnings við Everton. Aðeins örfáir dagar eftir af glugganum.
2023-08-26 Lau – Skv. gluggavakt Sky Sports er sóknarmaðurinn Beto á leið í læknisskoðun hjá Everton eftir að samningar náðust við Udinese um kaup á leikmanninum. Kaupverð var sagt vera 30M Evrur.
2023-08-25 Fös – Everton staðfesti brottför Mason Holgate til Southampton á láni til loka tímabils. Líklegt þykir að þetta sé skref í áttina að sölu. Einnig kom fram á gluggavakt Sky Sports nálgast Beto nú Everton óðfluga.
2023-08-25 Fös – Skv. gluggavakt Sky Sports er Mason Holgate á leið í læknisskoðun hjá Southampton, með það fyrir augum að lána hann til loka tímabils. Í öðrum fréttum er það helst að glugginn lokar eftir viku, nánar tiltekið kl. 22:00 að íslenskum tíma, þann 1. september.
2023-08-23 Mið – Skv. gluggavakt Sky Sports er Everton í viðræðum við Udinese um kaup á sóknarmanni þeirra og portúgalska landsliðsmanninum, Beto (25 ára), en hann hefur skorað 21 mark í 61um leik fyrir þá.
2023-08-21 Mán – Ýmislegt að finna á gluggavakt Sky Sports í dag. Klukkan 6:30 í morgun bárust fréttir af því að Everton hefði boðið 15M punda í Che Adams hjá Southampton. Klukkan níu í morgun bárust svo fréttir af tilboði frá Al Shabab, frá Saudi Arabíu, í Demerai Gray, sem myndi þó ekki fara í gegn nema Everton finni annan mann í staðinn fyrir hann. Stuttu síðar bárust fréttir af því að Everton væri að skoða kaup á 27 ára gömlum sóknarmanni, Mama Balde, frá franska liðinu Troyes, sem ku vera falur fyrir aðeins 6.9M punda. Um hádegisbilið kom svo tilkynning um að Demerai Gray hafi ekki hafið samningaviðræður við félagið frá Saudi-Arabíu þó kauptilboðið hafi verið samþykkt.
2023-08-14 Mán – Everton staðfesti í dag lánssamning við kantmanninn Jack Harrison (26 ára) hjá Leeds. Jack var einn af ljósu punktunum í liði þeirra á síðasta tímabili og hefur verið fastamaður með þeim undanfarin þrjú tímabil — og skorað 24 mörk á því tímabili í öllum keppnum (skv. Wikipediu), þar af 21 mark og 16 stoðsendingar í 107 Úrvalsdeildarleikjum, skv. Liverpool Echo. Hann er örvfættur en getur spilað á báðum köntum, sem og í „holunni“ fyrir aftan fremsta mann. Þess ber að geta að hann er að glíma við minniháttar meiðsli á mjöðm, sem þýðir að hann þarf einhverjar vikur áður en við sjáum hann á velli.
2023-08-13 Sun – Skv. gluggavakt Sky Sports er Everton að fara að virkja fall-klásúlu í samningi Jack Harrison, en hann er 26 ára kantmaður hjá Leeds. Talað var um lán til loka tímabils og kaup að því loknu, en stuttu síðar var rætt um að Aston Villa hefðu í hyggju að stíga inn og grípa hann áður en hann fer til Everton. Svo birtist frétt á Sky Sports um að Aston Villa væru hættir við og að Everton sé að leita eftir láni til loka tímabilsins með möguleg kaup í huga eftir tímabilið.
2023-08-11 Fös – Everton staðfesti í dag kaup á framherjann Youssef Chermiti frá Sporting. Kaupverðið var ekki gefið upp.
2023-08-10 Fim – Everton staðfesti í dag brottför ungliðans Reece Welch á láni til Forest Green til loka tímabils.
2023-08-09 Mið – Skv. gluggavakt Sky Sports hefur Everton áhuga á sóknarmanninum Hugo Ekitike (21 árs) hjá PSG og eru að fylgjast með framgangi hans mála þar. Klukkutíma síðar birtist þar svo frétt um að Everton sé búið að gera þeim tilboð, án þess að tilgreina það nánar. Sjáum hvað setur.
2023-08-08 Þri. – Skv. gluggavakt Sky Sports er Everton á höttunum eftir sóknarmanni Leicester, Patson Daka (24ra ára) en hann er landsliðsmaður Sambíu. Hann hefur skorað 12 mörk í 35 leikjum fyrir landsliðið, 54 mörk í 82 leikjum fyrir RB Salzburb og 9 mörk í 54 leikjum fyrir Leicester.
2023-08-06 Sun – Gluggavakt Sky segir núna að læknisskoðun Youssef Chermiti fari fram á mánudaginn og að kaupverð sé 15M punda.
2023-08-05 Lau – Skv. gluggavakt Sky Sports hefur Everton náð samning við Sporting um kaup á sóknarmanninum Youssef Chermiti (19 ára). Hann mun fara í læknisskoðun á næstu dögum.
2023-07-31 Mán – Skv. gluggavakt Sky Sports er Everton búið að gera munnlegan samning við Fulham um kaup þeirra síðarnefndu á Demerai Gray, en ekki áður en Everton nær að finna eftirmann í sumarglugganum. Það fylgdi fréttinni að Everton keypti Gray á innan við 2M punda á sínum tíma (eins og við vitum) og því væntanlega um einhvern verulegan hagnað að ræða á þeim kaupum.
2023-07-31 Mán – Skv. frétt á BBC er Everton búið að ná samningi við Sporting um kaup á sóknarmanninum Youssef Chermiti en hann er aðeins 19 ára, stór og stæðilegur (192 cm) portúgalskur unglingaliðslandsliðsmaður. Hann skoraði 9 mörk í 16 leikjum með U18 og U19 ára liði Portúgal og fékk í kjölfarið séns með aðalliði Sporting og skoraði með þeim þrjú mörk í 16 leikjum. Hér er smá teaser og þess má auk þess geta að Everton spilar æfingaleik við Sporting á laugardaginn.
2023-07-27 Fim – Everton staðfesti í dag að miðju/kantmaðurinn Stanley Mills (19 ára), sem var markahæstur með U21 árs liði Everton á síðasta tímabili, hefði verið lánaður út til Oxford.
2023-07-26 Mið – Everton staðfesti í dag að miðjumaðurinn Lewis Warrington úr U21 árs liði Everton hefði farið til Plymouth á láni til loka tímabils.
2023-07-23 Sun – Everton staðfesti í dag að hollenski landsliðsmaðurinn Arnaut Danjuma hefði staðist læknisskoðun og væri orðinn leikmaður Everton, til loka komandi tímabils allavega. Hann er 26 ára með reynslu úr Úrvalsdeildinni (eftir veru hjá bæði Bournemouth og Tottenham) og þykir fjölhæfur sóknarmaður en hann hefur spilað bæði í stöðu fremsta manns og sem kantmaður. Hann fær treyju númer 10. Ekkert var rætt um hvort klásúla væri í lánssamningnum við Villareal um að Everton geti/þurfi að kaupa leikmanninn að láni loknu.
2023-07-22 Lau – Skv. gluggavakt Sky Sports kláraði Arnaut Danjuma læknisskoðun á Finch Farm í dag og verður líklega tilkynntur sem nýr leikmaður á næsta sólarhring.
2023-07-20 Fim – Skv. gluggavakt Sky Sports náðust samningar milli Everton og Villareal um sóknarmanninn Arnaut Danjuma (26 ára). Um lán væri að ræða til loka tímabils, lánsféð næmi 3.5M punda en Arnaut mun, að sögn Sky Sports, fara í læknisskoðun í dag á laugardaginn. Á gluggavaktinni kom einnig fram að Everton hefði sett sig í samband við Ajax vegna sóknarmannsins Brian Brobbey (21s árs). Aðeins sé þó um þreyfingar að ræða þar.
2023-07-13 Fim – Everton tilkynnti um samning við varnarmanninn reynda, Ashley Young (38 ára), en hann var samningslaus eftir veru sína hjá Aston Villa. Samningurinn er til eins árs. Þess má einnig geta að skv. frétt á BBC kom einnig fram að Everton hefði gert tilboð í Anthony Elanga hjá Manchester United. 2023-07-10 Mán – Skv. frétt á BBC er Everton í samningaviðræðum við fyrrum leikmann Aston Villa, Ashley Young (38 ára) en hann er í augnablikinu samningslaus. Sky Sports birtu einnig frétt um hið sama og tóku fram að samningurinn á borðinu væri til eins árs með möguleika á að framlengja um eitt ár.
2023-07-09 Sun – Everton tilkynnti um 2ja ára framlengingu á samningi við markvörðinn Joao Virginia (23ja ára) til júníloka árið 2025 en honum er ætlað að fylla í skarð Asimirs Begovic sem kominn var að samningslokum. Í öðrum fréttum þá styttist í fyrsta vináttuleikinn á undirbúningstímabilinu en Everton spilar við FC Stade Nyonnais, á þeirra heimavelli, eftir aðeins 5 daga (14. júlí). Erum við ekki öll búin að panta áskrift? Og já, við erum búin að vera í smá sumarfríi frá þessum þræði hér á everton.is, en nú verður smá breyting þar á. 🙂
2023-07-08 Lau – Everton staðfesti sölu ungliðans og vinstri bakvarðarins Ishé Samuels-Smith (17 ára) til Chelsea. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fréttinni var sagt að um „significant compensation fee“ væri að ræða. Fréttamiðlar hafa hins vegar sagt að kaupverðið nái allt að fjórum milljónum punda fyrir Ishé, sem er ágætis verð fyrir 17 ára gutta en hann hefur verið hjá félaginu frá 9 ára aldri og náð á bekkinn einu sinni með aðalliðinu, gegn Fulham.
2023-07-08 Lau – Everton staðfesti að hafa framlengt samning við Seamus Coleman um eitt ár, sem verður þá hans 15. tímabil með félaginu.
2023-07-07 Fös – Everton staðfesti að hafa selt ungliðann og framherjann Ellis Simms (22ja) til Coventry, en hann var hjá félaginu frá 16 ára aldri. Hann náði 12 leikjum með aðalliði Everton og skoraði eitt mark, mikilvægt og minnisstætt mark gegn Chelsea undir lok seinasta tímabils. Kaupverðið var ekki gefið upp en rætt hefur verið um 8M (að ákveðnum skilyrðum uppfylltum örugglega).
2023-07-06 Fim – Skv. frétt á Liverpool Echo samþykkti markvörðurinn Andy Longergan (39 ára) framlengingu á samningi sínum við Everton um eitt ár, eða til júníloka 2024.
2023-07-03 Mán – Skv. frétt á Toffeeweb fór varnarmaðurinn ungi, Lewis Gibson (22ja), til Plymouth Argyle eftir að samningur hans við Everton rann út.
2023-06-22 Fim – Everton staðfesti í dag brottför Tom Davies.
2023-06-09 Fös – Everton birti frétt þar sem ýmislegt kom fram varðandi samninga leikmanna. Til dæmis var Tom Davies, Seamus Coleman og Andy Lonergan boðið að framlengja samning sinn hjá félaginu en Yerry Mina, Andros Townsend og Asmir Begovic munu leita á önnur mið. Jafnframt virkjaði félagið klásúlu í samningi Abdoulaye Doucouré sem framlengir dvöl hans allavega um eitt ár í viðbót. Það er smá eftirsjá af Yerry Mina, verð ég að viðurkenna, en það er ekki hægt að líta framhjá því að hann var einn af launahæstu leikmönnnum félagsins (100þ pund per viku), en náði ekki að spila meira en 7 leiki á öllu tímabilinu. Begovic og Townsend spiluðu hins vegar engan leik á síðasta tímabili.
Við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (bæta efst í upptalningunni). Endilega látið vita ef þið heyrið eitthvað.
Góðan dag, nú er Silly Season byrjað. Eða slúðurtímabilið í enska boltanum. Ég vil ekki vera neikvæður en það fyrsta sem ég las í dag voru fréttir um að Fulham (Marco Silva) ásamt fleiri félögum væri á eftir Demaray Gray. Núverandi eigendum væri trúað til að selja hann því við erum með svo marga framherja/strikera í okkar herbúðum. Samt fyrir mig persónulega væri ekkert vitlaust að selja hann ef við fengjum góðan pening fyrir hann. En eins og við vitum þá mjög mikilvægt fyrir Everton að ná í sterka framherja og það helst tvo eða fleiri, ef Gray myndi fara. Ég vil afskrifa DCL sem leikmann/framherja númer eitt og minnka pressuna á hann. En þetta er nú bara mín skoðun.
Kær kveðja,
Ari S
Mér þykir vænt um þennan gaur (Gray) — hann er einn af þessum leikmönnum sem maður hefur trú á að geta breytt leikjum (sbr. markið sem hann skoraði gegn City). Gallinn er bara sá að hann hefur sýnt það að hann er ekki rétti maðurinn til að taka pressu af Calvert-Lewin (enda ekki hans staða) en það er verra fyrir Gray er að hann er ekki kantmaður sem fittar inn í kerfi hjá Sean Dyche því hann sinnir ekki varnarhlutverkinu jafn vel og aðrir í liðinu.
Þess vegna grunar mig að honum verði fórnað í sumar.
Stórar breytingar í efsta laginu tilkynntar í dag…
https://www.bbc.com/sport/football/65884191?at_medium=RSS&at_campaign=KARANGA
Ekki nógu stórar, á meðan Billy bullshit er þarna þá breytist ekkert.
Það var talað um að innan eða eftir 48 klukkutíma kæmi eitthvað fram þar. Mér finnst nokkuð ljóst að hann fer frá félaginu. Það væri best fyrir alla og ekki síst hann sjálfan. Vonandi verður tilkynnt um eigendaskipti líka.
…eða innkomu nýju fjárfestana í félagið átti ég við…
The Toffees said interim appointments and chairman Bill Kenwright’s future will be decided in the next 48 hours.
Týpískt Everton að geta ekki einu sinni staðist tímamörk sem félagið setur sjálft. Helvítis karlkuntan er ennþá þarna og virðist ekkert á förum og ekkert bólar á þessari bráðabirgða stjórn heldur og samkvæmt lögum félagsins verða að vera minnst þrír í stjórn, alltaf. Mér skilst reyndar að það sé líka í lögum um rekstur fyrirtækja (company law) í Bretlandi þannig að Everton er þá líklega brotlegt við þau lög.
Stórkostlega vel að öllu staðið hjá félaginu……eða hvað?
Já ömurlegt að standa ekki við þetta me 48 tímana. Þeir hefðu betur sleppt því að hafa þessa 48 tíma með í tilkynningu þegar 3 ú stjórn fóru.
Hæ öll, mér skilst að félagaskiptasumarglugginn sé opinn frá og með deginum í dag. Nú fara nýju leikmennirnir að „hellast“ inn til félagsins.
🤣🤣🤣🤣🤣
Ég get sagt ykkur hvernig félagaskiptaglugginn verður! Allir bestu bitarnir verða seldir , þeir ófáu sem eftir eru og vegna blankleika verða fengnir óreyndir eða menn á frjáslri sölu og Everton fellur svo næsta vor.
Núna er allavega ekkert sem bendir til þess að svo verði ekki. Nema kannski nýir eigendur MSP (að hluta til) komi inn með smá fjármagn til að klára völlinn og umfram allt NÝ stjórn. Kannski bara fínt að búa sig undir fall á næsta tímabili núna strax…?
Tom Davies farinn. Vonandi nær hann sér á strik hjá öðru félagi. Talað er um að hann sé á leiðini til liðsins Monza á Ítalíu. Hann var í mínu minni mjög efnilegur sem ungur drengur. Öll munum við eftir glæsilega markinu sem hann skoraði gegn Manchester City á sínum tíma. Síðan þá hefur ekkei gerst mikið fram á viðá ferli hans. Að hluta til hefur hann (ásamt felirum) goldið fyrir það að hafa haft 8 framkvæmdarstjóra á síðustu 8 árum. (endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt) Ég man alltaf eftir því að aðeins 17 ára fékk hann tækifæri til að æfa með enska landsliðinu.
Áfram gakk, bjarta framtíð Tom Davies.
… þetta með enska landsliðinu var að sjálfsögðu bara ein æfing ég vissi aldrei hvers vegna hann fékk að æfa með þeim.
https://www.evertonfc.com/news/3550045/club-statement
Af hverju er ég ekki minnstu vitund hissa??!!
Þessi manndjöfull hangir þarna eins og skítafýla þar til hann geispar golunni, sá dagur getur ekki komið nógu snemma.
Og til að skíta enn meira í heyið þá ætlar hitt helvítis fíflið að vera þarna með honum. Það er þá líklega gulltryggt að Everton er að fara lóðbeint í rassgat.
Það er alveg ljóst að Kenwright mun ekki ráða neinu eða taka fleiri ákvarðanir, hann verður áfram til málamynda held ég. Sem mér þykir samt hreint út sagt furðulegt. Auðvitað á hann að fara núna.
Hver er „hitt fíflið“ ?
Moshiri er hitt fíflið.
Nýjustu fréttir í dag… Bill Kenwright verður áfram formaður. Eða þangað til að breytingar á félaginu hafa gengið í garð. Vonbrigði fyrir marga og þar með talið mig. Tveir nýjir menn hafa gengið í stjórnina og eru þeir Colin Chong (mun vera nokkurs konar framkvæmdarstjóri) sem hefur haft umsjón með byggingu vallarins en hann hefur verið í vinnu hjá Laing O’Rourke, fyrirtækinu sem að byggir völlilnn. John Spellman tekur einnig sæti í stjórn.
Einnig sást á Twitter að MSP samsteypan hefur tryggt sér fjármagn fyrir EFC (Everton Football Club) 166 milljónir punda en það fer alfarið í nýja völlinn.
Svo semágætar fréttir og aðeins eitt skref rétta átt fyrir Everton. Margir eru vægast sagt brjálaðir yfir því að Kenwright skuli vera áfram formaður. Moshiri segir að hann vilji halda BK áfram því hann hafi svo mikla reynslu… enþað skil ég bara alls ekki. Mér finnst Moshiri aðeins vera að skjóta sig í fótinn þarna. Auðvitað á Bill að fara strax því að enginn veit hvað langan tíma þessar breytingar á eignharhaldi Everton munu taka. Það eru 7 vikur þangað til að nýtt tímabil hefst…
kær kveðja, Ari
James Maryniak mun sjá um fjármálin…
Ashley Young 38, fer í læknisskoðun á morgun og mun verða sá fyrst sem að Everton fær til sín þetta sumarið. (Alan Myers)
Svo virðist eithvað vera að gerast með Gnonto fráLeeds, talað um að Everton séu með forskot eins og er en að Aston Villa hafi ekki gefist upp á að fá Gnonto til sín. Ekkert fast í hendi samt. Við þekkjum það.
Ashley Young kominn. Lýst ekki á hann er of gamall. Höfum Patterson og Coleman í hægri bakvörðinum. Efast um að hann hafi hraða lengur til að spila sem vængmaður. Hef miklar áhyggjur að Patterson verði hent á bekkinn sem mér finnst frábær leikmaður. Vonandi fáum við alvöru sóknarmann og vængmann. Voðalega gengur þetta hægt hjá Everton að fá alvöru leikmenn til félagsins.
Ashley Young er bara kominn til þess að styrkja hópinn. Ekki þannig lagað séð til að „slá“ einhvern úr hóp. Það er rétt hann mun örugglega ekki hlaupa fram og til baka á kantinum allann leikinn eins og hann hefur gert á sínum ferli. Hann er hægari en hann hefur verið. Hann er 38 ára og þar af leiðandi þiggur hann ekki mikil laun. Hann var í hörkuformi á síðasta tímabili og hélt meðal annars okkar ástkæra Lucas Digne úr liðinu hjá Aston Villa.
Hann kemur líka frítt þannig að ég er sáttur.
ps. allt sem ég skrifa hérna er byggt á því sem ég hef lesið undanfarna daga og hérna áður fyrr þá þoldi ég ekki þennann leikmann því hann var alltaf að láta sig detta (dýfa dauðans) en hann er víst hættur því…
Hæ nafni hef skoðað alla leiki Aston Villa á þessu ári. Ashley spilaði alltaf í hægri bakverðinum en Lucas Digne alltaf í vinstri bakverðinum þegar þeir fengu að spila. Mín skoðun stendur það á greinilega að henda Patterson útúr liðinu sem mér finnst algjör steypa. Nema Sean Diche noti hann í aðrar stöður á vellinum þá tek ég þetta allt til baka.
Það er nú ekki gott nafni. Ég held ekki að Young hafi verið keyptur til þess að koma einvherjum úr liðinu og þá allra síst Patterson sem var frábær í byrjun móts áður en hann meiddist. Patterson er ungur ennþá og ég sé Young miklu frekar eins og einhvern til að gefa ungumleikmönnum eins opg Garner og Patterson heillaráð frekar en að koma þeim út úr liðinu.
Ashley Young getur spilað allar stöður á vellinum nánast. Hann er eins og ég áður sagði kominn til þess að styrkja hópinn.
Ingvar, ég held að engum þyki koma Young til Everton eitthvað æðisleg, hann er eins og ég sagði hérna áður fyrst og fremst kominn til að styrkja hópinn. Hann þekkir Dyche og Dyche þekkir hann sem er bara gott fyrir liðið.
kær kveðja, Ari.
…frh… ein staðreynd til gamans þá var Dyche leikmaður hjá Watford þegar Ashley Young var að byrja sinn feril hjá Watford. Young viðurkenndi að Dyche hafi átt sinn þátt í að móta hann sem leikmann í byrjun.
Finnst smá vanta tengingu við þann raunveruleika sem Everton er að glíma við. Liðið kláraði tímabilið með _engan_ ómeiddan leikmann sem getur kallað sig náttúrulegan bakvörð (Patterson, Coleman, Vinagre og Mykolenko voru allir meiddir). Coleman er auk þess ennþá meiddur og fór ekki í æfingaferðalagið — hver veit hvenær (eða hvort?) við sjáum hann aftur á velli. Vinagre kláraði lánið sitt og er farinn aftur til Sporting. Þar með geta eingöngu leikmenn sem verið er að spila „úr stöðu“ veitt Mykolenko og Patterson samkeppni. Og eru þeir síðastnefndu auk þess orðnir 100% heilir? Veit ekki. Það getur alveg verið að Ashley Young detti beint í byrjunarliðið.
Augljóslega er Ashley Young samningnum ekki ætlað að kynda undir áhuga stuðningsmanna, en ég bendi á að hann lék sem vinstri bakvörður með United og hægri bakvörður hjá Aston Villa þannig að hann hefði komið sér afar vel á síðasta tímabili. Everton hefði allavega ekki þurft að spila með markahæsta leikmann sinn (McNeil) í vinstri bakverðinum í algjörlega cruial lokaleiknum. Ashley Young spilaði lungað úr tímabilinu í Úrvalsdeildarliði sem endaði í Evrópusæti á síðasta tímabili og þeir mátu hann nægilega góðan til að velja hann í byrjunarliðið. Ég sé ekki að Everton hafi efni á að fúlsa við svoleiðis bita á frjálsri sölu.
Ég lít einfaldlega á þetta sem praktíska lausn á raunverulegu vandamáli sem Everton er að glíma við (varla til heill maður til að spila í bakvarðarstöðunum). Við vitum að financial „fair play“ heldur áfram að bíta þannig að það er nauðsynlegt að hafa ekki spreðað um of í aðrar stöður á vellinum. Framherjar eru dýrir.
Ashley Young kominn, ÆÐISLEGT!!….. Nei.
Ég rakst á þessa áhugaverðu grein á BBC áðan:
https://www.bbc.com/sport/football/66203315?at_medium=RSS&at_campaign=KARANGA
Hún er sérstaklega áhugaverð sökum þess að Man United voru dæmdir til sektargreiðslu upp á 257.000 pund fyrir að hafa oftalið tap vegna Covid 19 upp á 266 milljónir evra (!!!), sem gera 228M punda, ef ég er að reikna þetta rétt. Þeir sögðust hafa tapað 281 milljón evra út af covid 19, en máttu bara gefa upp 15 milljónir evra.
Nú veit ég ekki hvort þetta yfirfærist beint yfir á það sem Úrvalsdeildin sakaði Everton um, en til samanburðar má geta þess að Everton taldi upp samanlagt 170M punda í tap vegna Covid 19, og því væri um þó nokkuð lægri upphæðir að ræða en hjá United (því það mun alltaf vera bara hluti af heildinni sem er oftalinn, ef eitthvað).
https://www.evertonfc.com/news/2554039/everton-accounts-reveal-financial-impact-of-covid
En allavega, það var hughreystandi að sjá að engin stig voru dregin af þeim. Það er kannski það sem maður óttast mest hvað Everton varðar… Sektin hjá United var meira bara svona slap on the wrist.
Ég las það einvhers staðar að chelsea hefði verið sektað líka…
Nýjastanýtt er að Everton hefur nú þegar samið við leikmann Sporting Lisbon og talið er að kaupverðið sé 15 milljónir punda. Hann er 19 ára og er stór og sterkur. Jafn stór og Amadou Onana eða 1.92, athyglisvert! Vonandi gengur þetta eftir þetta er einn efnilegasti leikmaður Evrópu og stóð sig vel með Sporting á sínu fyrsta tímabili. Pínu séns sem að Everton tekur þarna en Chermitti er greinilega betri en þeir ungu leikmenn sem eru hjá Everton.
Gray er að fara til Fulham og eru allir aðilar búnir að gera samning. En Everton setur eitt skilyrði enþað er að Gray fer ekki fyrr en að Everton hefur fengið nýjan leikmann í svipaða stöðu.
(Gnonto eða Chermiti)?
Eða kannski Tete.
Mér finnst eitthvað svo ólíklegt að Everton vilji halda Gray þangað til þeir fá einhvern annan í staðinn. Gray spilar jú mest á vinstri kantinum eins og McNeil og Danjuma, þannig að hann ætti að geta bara farið.
Er ekki bara verið að passa upp á að hann spili ekki fyrir þá um helgina? 🙂
Allt frágengið með Chermitti, nema taka myndirnar í búningnum. Verður trúlega gert á morgun (úr þessu) Gnonto vill koma til okar og hefur farið fram á sölu þess vegna. Þetta gæti orðið svolítið snúið þar sem að Leeds vill ekki selja. En þeir setja 30 millur (pund) á hann. Gamlir refir á bak við samningaborðið þar en það eru eigendur San Francisco 49ers eða fyrrverandi eigendur 49ers. Bara vona það besta er það ekki. Svo er það Ekitike einn allra efnilegasti (ég hélt að Chermitti væri sá efnilegasti) sóknarmaðurinn í Evrópu, leikmaður PSG. PSG er víst búið að samþykkja tilboð okkar í hann en hann er á enn á báðum áttum (leyfi ég mér að segja).
Væri ekki slæmt að hafa Ekitike frammi með DCL og svo kæmi Chermitti inná eftir þörfum… Ekitike og Chermitti eru báðir hávaxnir sem að er áhugavert.
Jack Harrison kominn frá Leeds, hvað finnst ykkur um það?
Ég er á þeirri skoðun að hann sé einhver sem alltaf mætir klár í slaginn og gefur allt sitt í leikinn, þess vegna held ég að hann eigi eftir að reynast okkur vel á tímabilinu.
Ég held að það sé mjög skynsamur leikur að fá hann til liðs við Everton. Hann kemur á láni (þannig að það er engin kaupgreiðsla, í bili allavega) og hann er með góða reynslu úr Úrvalsdeildinni, þannig að áhættan er lítil. Hann hefur auk þess komið að nokkuð mörgum mörkum Leeds, á síðustu tveimur tímabilum, þannig að ég hlakka til að sjá hvað hann getur.
Samt skrítið að fá inn meiddann leikmann sem er ekki vitað hvenær verður klár. Hefði hann verið 100% strax hefði þetta verið mjög gott.
Held hann verði flottur hjá okkur.
Þá tókst þeim að klúðra þessu, ég var farinn að halda að þeim ætlaði ekki að takast það.
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/msp-sports-capital-everton-breaking-27580970
Þetta var nú ekkert spennandi tilboð þykir mér. Þeir ætluðu bara að fá 25% hlut og það hefði þýtt að Farhad Moshiri væri áfram eigandi. Eða svo skilst mér. ég var náttúrulega í Everton áfalli fyrst eftir að ég heyrði fréttirnar en fór svo að hugsa… kannski er þetta bara fínt. En svakalega er maður orðinn þreyttur á þessu endalausa veseni hjá klúbbnu.! Eins gott að við vinnum Úlfana!!!
Mason Holgate farinn til Southampton að láni, við borgum áfram helming af launum hans.
Beto er frágengið samkvæmt El Bobble sem er nokkuð áræðanlegur. Það á bara eftir að tilkynna það.
Staðfest. Komið á forsíðu Everton FC.
D-day á morgun vonandi verður þetta góður lokadagur.
Þeir á Toffee TV voru að tala um að Everton vildi enn krækja í þrjá leikmenn í viðbót, hægri vængmann, varnarmann og miðjumann og ég vona svo sannarlega að það takist. Reyndar er ég það gráðugur að ég vil fá fjóra eða jafnvel fimm í viðbót, hægri kantmann, miðvörð, vinstri bakvörð, varnarsinnaðann miðjumann og mögulega markvörð.
Ég er ekki viss um að Virginia sé nógu öflug samkeppni við Pickford og ég er hræddur um að hann sé mögulega að fara í einhverja niðursveiflu.
Það hefur nefnilega verið þannig síðustu tuttugu árin eða svo að enskir landsliðsmarkverðir hafa átt nokkur góð ár, svo hefur komið svona allt í lagi tímabil og svo kemur niðursveifla sem þeir virðast aldrei ná að snúa við. Pickford er búinn að vera frábær síðan hann kom, bæði með Everton og landsliðinu og kannski heldur það bara áfram en þessi endalausa umræða í enskum fjölmiðlum um hver eigi frekar að vera aðalmarkvörður landsliðsins, hlýtur á endanum að hafa áhrif á hann og mögulega ekki til góðs.
Bara fjórir tímar þar til glugginn skellist aftur og allt orðið óhugnanlega hljótt. Þetta leit vel út í morgun og í dag, Iwobi seldur á fullt af pening og Cannon líka og Maupay að fara á láni og Everton aftur farið að tala við Leeds um Gnonto. En nú er allt hljóðnað og mér líst ekki á það.
18 leikmenn út og 5 inn, eitthvað verið að laga til í bókhaldinu.
Já, þörfin á því hefur lengi verið augljós. 95% af allri innkomu Everton fór beint í launakostnað á síðasta tímabili, ef ég man rétt en það er búið að létta á því. Á móti hefur eitthvað þynnst í hópnum.
Ég held að reglurnar segi að hvert liði megi vera með 25 leikmenn í aðalliðinu (fyrir utan U21 leikmenn), þar af mest 17 erlenda og að minnsta kosti 8 „homegrown“. Skv. vefsíðu Everton eru 23 leikmenn núna í hópnum í aðalliðinu, plús þrír sem ég held teljist allir U21 (Billy Crellin, Tyler Onyango, Lewis Dobbin), þannig að það er ekki svigrúm til að bæta nema tveimur leikmönnum við, ef t.d. samningslausir menn væru á lausu… (en þá þarf líka að selja einhvern til að kaupa í janúar).
Lengi getur vont versnað. Miðað við allt sem maður hefur lesið og heyrt um þennan hóp, þá eru þetta enn verri eigendur en Moshiri. Nú getur maður bara vonað að þær ensku stofnanir sem þurfa að samþykkja þetta, hafni þessu…..en það er nú sennilega borin von, þeim er drullusama um Everton.
https://www.grandoldteam.com/2023/09/15/everton-release-statement-777-partners/
Ingvar þeir eru ekki slæmir held ég. Moshiri getur ekki selt félagið, hann MÁ ekki seljua félagið nema það séu öruggir peningar til að klára stóru verkefnin. Sem er völlurinn.
Ég held, (ég veit það samt ekki) að þessir aðilar komi til mað að bæta stöðugleikann og koma aokkur á rétt ról. Það hefur verið sagt að þeir hafi að hluta til (eða ætli sér) að fjármagna kaupin með lánsfé. Svoleiðis leikur gengur ekki í þessu held ég. Innkoman hjá félaginu bætist ekki fyrr en eftir tvö ár þegar nýji völlurinn fer að skila smá hagnaði.
Ég held líka að þessir aðilar, greinilega business gaurar sem vilja græða. Og í framhaldi af því þá munu þeir selja félagið ÞEGAR nýji völlurinn byrjar að skila hagnaði. En þetta er nú bara það sem ég held. Ég veit ekki neitt.
Aðalæ atriðið er að við fáum nýja eigendur.
Moshiri kom inn í félagið með góðan tilgang, OG hann var með bakhjarl sem að „klikkaði“ (Usmanov) Moshiri kommeð margar rangar ákvarðanir en hann byrjaði þó á nýja vellinum. Vonandi gengur þetta eftir því ég held að ástandið hjá félaginu lagist í komandi framtíð.
Kær kveðja, Ari. Góða helgi