Everton – Bournemouth 1-3

Mynd: Everton FC.

Síðasta umferð Úrvalsdeildarinnar var leikinn klukkan þrjú í en Everton átti kappi við Bournemouth.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Branthwaite, Michael Keane, Coleman (fyrirliði), Davies, Gomes, Richarlison, Gylfi, Walcott, Moise Kean.

Varamenn: Stekelenburg, Virginía, Baines, Sidibé, Bernard, Baningame, Gordon, Simms, Calvert-Lewin.

Samkvæmt Twitter færslu Everton er þetta 4-2-3-1 með Gylfa í holunni.

Opinn og fjörugur leikur frá upphafi — svona það sem maður náði að sjá af honum, gat bara haft annað augað á þessu sökum anna.Pickford þurfti að taka á honum stóra sínum á 8. mínútu þegar Callum Wilson komst inn fyrir vörnina, einn á móti markverði en Pickford náði að verja glæsilega frá honum. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu eftir að Richarlison snerti boltann með hendi innan teigs og skoruðu úr því örugglega.

Digne var næstum búinn að gefa þeim aðra vítaspyrnu fyrir sömu sakir en VAR komst að því að snertingin hefði í þetta skiptið ekki verið viljaverk.

Everton fékk einnig einhver færi, til dæmis skotfæri fyrir Coleman og Richarlison en besta færið líklega þó hjá Walcott sem komst einn upp að marki hægra megin en lét markvörðinn verja frá sér.

En Everton náði loks að jafna á 40. mínútu eftir góðan undirbúning frá Coleman og Walcott. Sá fyrrnefndi sólaði varnarmann Bournemouth og gaf á Walcott sem var nálægt stöng hægra megin og sendi lágan bolta fyrir mark sem Moise Kean þurfti bara að pota inn. Sem hann og gerði. Stuttu síðar fékk Kean svo skallafæri upp við mark en skallinn ekki nógu kraftmikill.

Það voru hins vegar Bournemouth menn sem náðu að komast yfir aftur eftir að hafa fengið aukaspyrnu utan teigs, sem þeir náðu fríum (frábærum) skalla á fjærhorn og ósköp ekkert sem Pickford gat lítið gert við því. 1-2 fyrir Bournemouth og þannig var það í hálfleik.

Óbreytt lið eftir hálfleik og óbreyttur leikur — áfram opinn og fjörugur. Byrjunin jafnframt alveg eins og í fyrri hálfleik, hvað það varðar að Callum Wilson fékk aftur fyrsta færi hálfleiksins og aftur varði Pickford glæsilega frá honum. Einnis — líkt og snemma í fyrri hálfleik, var spurning um vítaspyrnu — sem Everton vildi fá, en aftur dæmt óviljaverk.

Everton með betri stjórn á seinni hálfleik en færin létu á sér standa og Ancelotti gerði tvöfalda breytingu á 57. mínútu: Walcott út af Anthony Gordon, og Sidibé inn fyrir Coleman. Svo kom þreföld skipting á 70. mínútu þegar Moise Kean fór út af fyrir Calvert-Lewin, Digne út af fyrir Baines og Davies út af fyrir Bernard. En færin létu enn á sér standa og það voru Bournemouth menn sem náðu að bæta við marki og gulltryggja sigurinn með skoti sem Pickford hefði átt að verja. 

Bournemouth menn því sigurvegarar í dag, en hefðu þurft mark frá West Ham gegn Aston Villa til að bjarga sér frá falli. Bournemouth menn féllu því úr Úrvalsdeildinni í dag, þrátt fyrir hetjulega baráttu.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Digne (6), Coleman (6), Branthwaite (6), Keane (6), Gomes (5), Davies (4), Gylfi (6), Richarlison (6), Walcott (6), Kean (7). Varamenn: Baines (6), Calvert-Lewin (5), Sidibe (6), Bernard (5), Gordon (7).

Við hjá everton.is þökkum annars lesendum samfylgdina á tímabilinu!  

20 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Mose Kean er búinn að vera bestur hingað til(62.min), mín skoðun.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég átti ekki von á miklu frá okkar mönnum og aldrei þessu vant varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Gott að þetta ömurlega tímabil er búið, nú vonast maður bara eftir að félagið geri það gott á leikmannamarkaðinum og geti losnað við eitthvað af þessum skítablesum sem ekki eiga skilið að spila fyrir þetta frábæra félag.

  Ég var að lesa að Leighton Baines er hættur, ég grét.
  Takk fyrir allar minningarnar Bainesy.

 3. Erlingur hólm valdimarsson skrifar:

  Gylfi þarf að fá betri meðspilara til þess að hann njóti sín

 4. Ari G skrifar:

  Jæja þá er tímabilið búið hjá Everton. 12 sætið mjög lélegt eðlilegt hefði verið 6-8 sætið miðað við leikmannakaup og getu leikmanna. Núna þarf Ancelotte að rífa upp liðið hefur valdið miklum vonbrigðum í sumar. Ég vill selja Pickford finnst hann alltof mistækur og reyna að kaupa Henderson frá Man utd í staðinn. Héld að vörnin sleppi ef Sibabe verður keyptur en miðjan guð hjálpi okkur hún þarf að koma í endurnýjun lífdaga enginn miðjumaður hefur staðið undir væntingum þetta tímabil nema Richarlison ef hann spilar sem vinstri kantmaður. Andre Comes hefur greinilega ekki náð sig eftir slæmu meiðslin en vonandi skánar hann næsta tímabil. Ungu strákarnir Gordan og Braintwaite hafa greinilega mikla hæfileika björt framtíð hjá þeim. Staðan er þessi nýjan markvörð, endurnýjuð miðja og kannski einn alvöru markaskorara ef hann finnst á sanngjörnu verði. Héld að vörnin dugi ef Gibson kemur aftur úr láni.

  • Diddi skrifar:

   þá þurfum við bara að fá að vita hver þessi Gibson er sem er í láni einhversstaðar. Held líka að við ættum ekkert að vera að fá Sidibe heldur bara að fá Kenny til baka úr láni.

 5. þorri skrifar:

  Góðan daginn félagar þá fer að nálgast næsta tímabil.Og það er ekkert að gerast hjá Everton á leikmannamarkaðnum.Ég spyr hvað eru menn að hugsa á ekkert að kaupa og selja.ég er sammála að selja.Pickford of mistækur.Og miðjan alveg gaga.En ég mundi gefa Gylfa annað tækifæri.En hann fær það hugsanlega ekki.en ég vill líka sjá smá breitingu á hópnum og 6 til 8 menn sem mætti taka inn og taka út líka .Og hvað segja mínnir félagar það væri gaman að sjá hinnir hafa að segja.Ég hugsa að við séum sammála með margt.KOMA SVO ÁFRAM EVERTON.

  • Ari S skrifar:

   Sæll Þorri, maður er alltaf jafn spenntur yfir þessu, ég er búin að fara á síðurnar á hverjum degi í ágúst vitandi að líklega gerist ekki mikið fyrr en seinni hlutann í ágúst eða byrjun september.

   Miðað við kaupin síðasta sumar þegar við fengum, Gbamin, Lössl, Gomes, Delph, Kean og Iwobi fyrir um það bil 100 milljón punda samanlagt en enginn þeirra hefur brillerað þó að Gomes hafi staðið sig ágætlega en samt var hann mikið meiddur á tímabilinu og þá er frekar betra að bíða aðeins að mínu mati. Ancelotti veit hvað hann vill (held ég).

   Síðasta sem ég sá í fréttum af Allan þá eru Napoli og Everton að semja um verð á kappanum. Vonandi ganga þau kaup í gegn, hann er leikmaður sem við þurfum. Varnarsinnaður miðjumaður og góður í tæklingum.

   kær kveðja, Ari S

 6. Diddi skrifar:

  mikið andskoti held ég að sumir hefðu gott af því að lesa þessa grein þar sem gamli Kevin Ratcliffe kemur alveg að kjarna málsins. https://www.bbc.com/sport/football/53662458?fbclid=IwAR2Fwnfe5OqmfE5oYWFJnJzXuJD2b7vyYkGJffDT6g7DPQTJSno6JwrPP-k

 7. Ari G skrifar:

  Flott grein hjá Kevin Ratcliffe Dddi. Þekki lítið til Allen er frekar gamall svo ég er ekki dómbær á þau kaup. Búinn að fá nóg af Pickford svo lélegt viðbragð en góður á móti einum leikmanni en er með svo hæg viðbrögð. Stoke markvörðurinn fæst ódýrt örugglega betri en Pickford í dag kostar kannski 10 millur en Pickford 30 millur ef eitthvað lið er svo vitlaust að kaupa hann. Svakalega gengur þetta hægt með sölu á leikmönnum nóg af rusli til að selja. Þurfum hæfileika hraða leikmenn með góðan leikskilning sem vantar hjá mörgum læeikmönnum Everton. Gætum selt 10 leikmenn fyrir 120 millur ef Everton eru heppnir.

  • Ari S skrifar:

   Hann heitir Phil McNulty sem að skrifaði greinina, EKKI Kevin Ratcliffe. Kunnið þið ekki að lesa?

   Það er vitnað Í hann (KR) í greininni og þetta eru réttmætar og fínar hugleiðingar hjá honum. Það er samt eins og menn séu að halda því fram að Ancelotti sé enginn stjóri eftir allt saman, hann fékk alltaf stórlið til að stjórna og þurfti bara að stoppa í götin.

   Kær kveðja og góða helgi,

   Ari S.

   ps.. spái því að Thiago Silva verði fyrsti leikmaðurinn sem að Ancelotti fær til okkar. Frábært fyrir Mason Holgate og Jarrad Branthwaite að hafa hann með sér í eitt eða tvö tímabil.

 8. Ari G skrifar:

  Finnst það aukaatriði hver skrifar greinina. Kannski er best að ég hvíli mig að skrifa hér og láti aðra hér sem vita meira um þetta. Gott að láta sérfræðinga hérna skrifa hérna hvað Everton á að gera. Mér leiðist svona skrif kannski fer ég aftur í skóla að læra að LESA. Njótið helgarinnar og vonandi eru bjartir tímar framundan hjá Everton getur varla versnað.

  • Ari S skrifar:

   Nei ekki hætta kæri nafni. Þetta með lesturinn var fyrst og fremst beint til Húsavíkuvindbelgsins og alls ekki til þín. Hann var að hvetja „suma“ til að lesa greinina eins og honum er einum lagið. Ég var að svara honum en ekki þér kæri nafni.

   Kær kveðja,

   Ari S

   • Diddi skrifar:

    Ari G takk fyrir. Ari S ef þú ert eins læs eins og þú vilt vera làta þá skrifa ég hvergi að greinin sé eftir Kevin Rat 😢😢😢

 9. Ari G skrifar:

  Þér er fyrirgefið nafni. Auðvitað héld ég áfram að skrifa hér. Ekkert að ske núna allt steindautt í leikmannamálum.

  • Ari S skrifar:

   Takk nafni minn. Nýjustu fréttir voru að Newcastle vill fá Tom Davies og hafa boðið 12 milljónir punda.

 10. Ari S skrifar:

  Núþegar Ronald Koeman verður stjóri hjá Barcelona þá munu hans fyrstu kaup vera Gylfi Sigurðson frá Everton. Mikið andskoti held ég að sumir verði ánægðir þá. 🙂

  Kv. Ari

  • Ari S skrifar:

   …frh… nú hefur Barcelona ráðip Ronald Koeman til sín og ein af sögunum sem ap ganga eru að…….

   hann vilji fá til sín Michael Keane. Ég vil nú ekkert sérsraklega missa hann en þvílíkar fréttir og gott fyrir MK.

 11. Ari S skrifar:

  Abdoulaye Doucoure er á leið til Everton, talið er ap hann fái 120000 pund á viku. Hann er svona Patrick Viera týpa. Hrikalega göður leikmaður.

 12. Ari G skrifar:

  Ekkert frágengið með Doucoure héld að hann yrði góður leikmaður fyrir Everton en að kaupa lika Allen frá Napóli ekki skynsamlegt að kaupa báða leikmennina fyrst þeir spila svipaða stöðu á vellinum. Finnst samt aðalatriðið að finna nýjan góðan markvörð, hægri vængmann. Eigum fullt af miðjumönnum þurfum fyrst að hreinsa helminginn af þeim út t.d. Iwobi, Bernard, Davies, Besic walcott og fleiri man ekki nöfnin á þeim. Vill halda Gylfa Gomes og Gordon hitt er eiginlega rusl af miðjumönnum.

%d bloggers like this: