
Mynd: Everton FC.
Everton heimsækir Bournemouth í dag, en flautað verður til leiks kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bournemouth liðið situr í augnablikinu í sjötta sæti Úrvalsdeildarinnar með 6 stig (tveimur stigum og einu sæti ofar en Everton), eftir sigra á nýliðum Cardiff og West Ham á útivelli.
Fastlega er búist við að uppstillingin verði sú sama og í síðasta leik, þegar Everton vann Southampton á Goodison Park í 2. umferð. Schneiderlin missir þó líklega af leiknum vegna lítillegra meiðsla. Líkleg uppstilling: Pickford, Baines, Keane, Holgate, Coleman, Gueye, Davies, Gylfi, Richarlison, Tosun, Walcott.
Ekki kæmi mikið á óvart heldur ef Bernard myndi láta sjá sig í sínum fyrsta leik, líklega undir lokin. Mina og Gomes verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir landsleikjahléið og Jagielka er í leikbanni.
Athugið að leikurinn er ekki í beinni útsendingu á Ölveri.
Í öðrum fréttum er það helst að Bolasie var á leiðinni til Middlesbrough, þangað til Aston Villa menn réttu upp hendi og vildu einnig fá að ræða við hann. Niðurstaðan í því máli á eftir að koma í ljós. Þegar er búið að tilkynna lán á Besic til Middlesbrough og Williams fór á láni til Bolton. Joe Williams, það er að segja, Ashley Williams fór fyrir nokkru til Stoke og fylgdi honum þangað Cuco nokkur Martina, eins og áður hefur fram komið.
Takk fyrir upphitun.
Spái 1-1 jafntefli, eitthvað rosa stuð á B’mouth en Baines reddar okkur stigi.
Helv.. svekktur út í Stöð2 Sport, Arsenal – W.Ham sýndur svo maður bíður til 16:15 EF maður sleppur við að sjá úrslitin.