Bournemouth vs Everton

Mynd: Everton FC.

Everton heimsækir Bournemouth í dag, en flautað verður til leiks kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bournemouth liðið situr í augnablikinu í sjötta sæti Úrvalsdeildarinnar með 6 stig (tveimur stigum og einu sæti ofar en Everton), eftir sigra á nýliðum Cardiff og West Ham á útivelli.

Fastlega er búist við að uppstillingin verði sú sama og í síðasta leik, þegar Everton vann Southampton á Goodison Park í 2. umferð. Schneiderlin missir þó líklega af leiknum vegna lítillegra meiðsla. Líkleg uppstilling: Pickford, Baines, Keane, Holgate, Coleman, Gueye, Davies, Gylfi, Richarlison, Tosun, Walcott.

Ekki kæmi mikið á óvart heldur ef Bernard myndi láta sjá sig í sínum fyrsta leik, líklega undir lokin. Mina og Gomes verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir landsleikjahléið og Jagielka er í leikbanni.

Athugið að leikurinn er ekki í beinni útsendingu á Ölveri.

Í öðrum fréttum er það helst að Bolasie var á leiðinni til Middlesbrough, þangað til Aston Villa menn réttu upp hendi og vildu einnig fá að ræða við hann. Niðurstaðan í því máli á eftir að koma í ljós. Þegar er búið að tilkynna lán á Besic til Middlesbrough og Williams fór á láni til Bolton. Joe Williams, það er að segja, Ashley Williams fór fyrir nokkru til Stoke og fylgdi honum þangað Cuco nokkur Martina, eins og áður hefur fram komið.

1 athugasemd

  1. Teddi skrifar:

    Takk fyrir upphitun.
    Spái 1-1 jafntefli, eitthvað rosa stuð á B’mouth en Baines reddar okkur stigi.

    Helv.. svekktur út í Stöð2 Sport, Arsenal – W.Ham sýndur svo maður bíður til 16:15 EF maður sleppur við að sjá úrslitin.

%d bloggers like this: