Everton tekur á móti Huddersfield á morgun laugardag kl 15:00 á Goodison Park.
Þetta verður fyrsti leikur Sam Allardyce sem stjóri Everton. Eins og flestir ættu að vita þá var Sam Allardyce í stúkunni í síðasta leik þegar liðið vann West Ham 4-0 með glæsilegri þrennu Rooney.
Helstu fréttir fyrir leikinn eru að Oumar Niasse og Michael Keane munu koma aftur inn í hópinn. Niasse var að klára 2ja leikja bann eftir að hafa verið fyrsti leikmaðurinn sem er dæmdur í leikbann vegna dýfu en Keane meiddist hinsvegar í leiknum gegn Southampton síðustu helgi og var fjarverandi gegn West Ham.
Mikilvægt að fá þessa 2 leikmenn aftur inn í hópinn. Það var enginn varnarmaður á bekknum í síðasta leik og því mikilvægt að fá Keane inn og svo er Niasse búinn að vera einn af fáu ljósu punktum síðustu vikna bæði í markaskorun og vinnuframlagi.
Baines er ennþá frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegnum Southampton og aðrir eru áfram á meiðslalista.
Birtum byrjunarliðið á everton.is tæpum klukkutíma fyrir leik.
Takk fyrir upphitunina, Georg. Það er ekki nema tvö stig í efri hluta deildar — þetta er fljótt að gerast.
Miðvikudagur var „fölsk dögun“.
Við töpum 1-3
RANGT Ingvar. 😉
Sem betur fer
Já sammála 🙂
3-0 í dag
Ingvar, þeir vinna ekkert frekar þótt þú spáir tapi.