Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs Huddersfield - Everton.is

Everton vs Huddersfield

Everton tekur á móti Huddersfield á morgun laugardag kl 15:00 á Goodison Park.

Þetta verður fyrsti leikur Sam Allardyce sem stjóri Everton. Eins og flestir ættu að vita þá var Sam Allardyce í stúkunni í síðasta leik þegar liðið vann West Ham 4-0 með glæsilegri þrennu Rooney.

Helstu fréttir fyrir leikinn eru að Oumar Niasse og Michael Keane munu koma aftur inn í hópinn. Niasse var að klára 2ja leikja bann eftir að hafa verið fyrsti leikmaðurinn sem er dæmdur í leikbann vegna dýfu en Keane meiddist hinsvegar í leiknum gegn Southampton síðustu helgi og var fjarverandi gegn West Ham.

Mikilvægt að fá þessa 2 leikmenn aftur inn í hópinn. Það var enginn varnarmaður á bekknum í síðasta leik og því mikilvægt að fá Keane inn og svo er Niasse búinn að vera einn af fáu ljósu punktum síðustu vikna bæði í markaskorun og vinnuframlagi.

Baines er ennþá frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegnum Southampton og aðrir eru áfram á meiðslalista.

Birtum byrjunarliðið á everton.is tæpum klukkutíma fyrir leik.

7 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Takk fyrir upphitunina, Georg. Það er ekki nema tvö stig í efri hluta deildar — þetta er fljótt að gerast.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Miðvikudagur var „fölsk dögun“.
    Við töpum 1-3

  3. Eirikur skrifar:

    3-0 í dag

  4. GunniD skrifar:

    Ingvar, þeir vinna ekkert frekar þótt þú spáir tapi.