Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Pickford, Baines, Keane, Jagielka, Holgate, Schneiderlin, Gueye, Vlasic, Gylfi, Calvert-Lewin, Rooney. Varamenn: Stekelenburg, Williams, Martina, Mirallas, Klaassen, Davies, Niasse.
Everton með undirtökin I fyrri hálfleik, 64% með boltann um tíma (endaði í 55%) en lítið um færi. Gana með besta færi fyrri hálfleiks þegar hann tók skot af löngu færi sem markvörður varði glæsilega í horn. Að öðru leyti lítið að frétta, sérstaklega í Brighton sóknarlínunni en eiginlega allar sóknir þeirra brotnuðu á vörn eða miðju Everton eða enduðu með rangstöðu.
Everton byrjaði seinni hálfleik ágætlega og á 53. mínútu náðu Vlasic og Holgate vel saman og Holgate náði að sóla varnarmann en skotið frá honum vel varið.
Niasse kom svo inn á fyrir Gana á 67. mínútu.
Calvert-Lewin náði að skapa sér flott færi á 73. mínútu eftir fyrirgjöf frá Rooney, tók boltann frábærlega á kassann en nálægt marki tók hann skot sem var ekki nægilega hnitmiðað og markvörður náði að verja.
Þung sókn Brighton fylgdi í kjölfarið svo um mann fór en Everton náði að verjast á móti. Brighton greinilega að sækja í sig veðrið.
Everton átti að fá víti á 79. mínútu þegar varnarmaður togaði aftan í Gylfa sem var inni í teig í skotfæri. Ótrúlegt að ekkert skyldi vera dæmt en þetta hefði breytt gangi leiksins mikið.
En í staðinn kom náttúrulega mark frá Brighton á 82. mínútu. Þeir færðust allir í aukana við þetta og áttu skot stuttu síðar sem Pickford varði glæsilega í horn. Everton liðið heppið að lenda ekki 2-0 undir.
Brighton menn gátu svo víti á 85. mínútu þegar miðvörður þeirra gaf Calvert-Lewin olnbogaskot. Brighton heppnir að sleppa með gult, hefðu alveg getað fengið rautt. Rooney öruggur á punktinum og sendi markvörðinn í vitlaust horn og jafnaði, 1-1.
Davies kom inn á fyrir Rooney í kjölfarið og Mirallas hafði komið inn fyrir Baines stuttu áður.
Fjórum mínútum bætt við og var um nauðvörn að ræða hjá Brighton á lokamínútunum þar sem markvörður þeirra varði tvisvar með ótrúlegum hætti af stuttu færi frá Mirallas. En þar með kláraðist það.
Lokastaðan 1-1.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Holgate (7), Keane (7), Jagielka (7), Baines (6), Schneiderlin (6), Gueye (7), Vlasic (7), Sigurdsson (6), Calvert-Lewin (7), Rooney (7). Varamenn: Niasse (6), Mirallas (n/a), Davies (n/a).
Minnum einnig á Íslendingaferðina að sjá Gylfa og félaga mæta Huddersfield!
Jags er með og Gylfi á kantinum eina ferðina enn?
Gylfi er ekki á kantinum. Er að horfa á leikinn á NBC sport rásinni.
En það er samt ekkert að frétta hjá Everton liðinu í dag.
Hvaða uppstilling er á liðinu?
Baines, Jagielka Keane og Holgate í vörn
Rooney fremst DCL vinstra megin og Vlasic hægra megin á köntum.
Gylfi fyrir aftan Rooney og Scheniderlin og Gueye á miðju.
Og Pickford í marki.
4-5-1 eða 4-4-1-1? Þ.e.a.s áður enn við lentum undir.
Mér fannst það frekar 4-4-1-1 með Vlasic og DCL framarlega… áður en þeir skorðuðu…
Náði megninu á leiknum. Bæði lið spiluðu vel og sigurinn gat endað öðruhvoru megin, þó svo að Everton var líklegra liðið í dag.
Ég skal viðurkenna að ég var himinlifandi þegar Koeman var ráðinn. Aðallega vegna þess að hann hafði gert góða hluti með Southampton fyrir lítinn pening.
Frammistaða liðsins hingað til hefur eins og allir vita verið vægast sagt ömurleg.
Samt hef ég alltaf haldið í vonina um að þetta myndi lagast og okkar menn færu að þokast upp töfluna.
Ekki lengur.
Héðan í frá er ég í „neikvæða klúbbnum“ eins og sumir kalla þá sem eru óánægðir og láta sína skoðun í ljós hérna.
Ef Koeman verður rekinn, þá verð ég trúlega jafn himinlifandi og þegar hann var ráðinn.
ég fer alveg að detta í þann neikvæða líka Ingvar 🙂
Þið hafið verið í neikvæða klúbbnum frá byrjun, engin undanskot hérna!
Ari S, vilt ekki bara fara að grenja (með Baggalút) 🙂
Ohh diddi minn þú ert svo fyndinn 🙂 Kær kveðja og góða nótt vinur minn 🙂