Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Atalanta – Everton 3-0 - Everton.is

Atalanta – Everton 3-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Keane, Holgate, Schneiderlin, Besic, Vlasic, Rooney, Gylfi, Calvert-Lewin.

Atalanta á heimavelli í bláu og svörtu, Everton í gráu útibúningunum.

Atalanta byrjuðu leikinn af krafti og settu pressu á Everton, án þess að skapa sér færi í upphafi. Það tók Everton um tíu mínútur að sýna smá lífsmark en þá átti Gylfi skot beint á markvörð og Rooney reyndi stuttu síðar að vippa yfir markvörðinn en rétt yfir.

En Atalanta náðu svo undirtökunum aftur í leiknum og Stekelenburg þurfti að taka á honum stóra sínum og gerði svo þegar hann náði að verja dauðafæri frá Atalanta. Þar áttu þeir að komast yfir. En það var ekki við Stekelenburg að sakast þegar Atalanta komust yfir eftir horn. Leikmaður Atalanta framlengdi boltann á fjærstöng þar sem Schneiderlin var sofandi og fylgdi ekki manni sínum, sem, fyrir vikið, potaði inn. 1-0 fyrir Atalanta.

Og Atalanta gengu á lagið og skoruðu annað mark á 40. mínútu — glæsimark utan teigs sem Vlasic náði ekki að blokkera og óverjandi fyrir Steklenburg. 2-0 Atalanta.

Þeir náðu svo að skora þriðja markið eftir skyndisókn. 3-0, allt of auðvelt hjá Atalanta.

Vandræðaleg frammistaða frá Everton í fyrri hálfleik. Alltof hægt spil, of mikið af feilsendingum og menn ekki á tánum. Breytinga þörf.

Meistari Halli sá um nánast beina lýsingu á seinni hálfleiknum í fjarveru ritara. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið:

Sælt veri fólkið, ég hef nú tekið að mér skemmtilegri verkefni en að taka við þessum leik í hálfleik en það sem er gott við þetta er að nú þarf bara að girða sig og spila fótbolta í seinni hálfleik.

Engar breytingar hjá Koeman í hálfleik – undrandi er ég. Rooney átti tilraun strax i upphafi en hún var soft. Atalanta með skot á rammann en ágætlega varið innan við 5 mín af seinni.

Soft sókn frá okkur á 51 mínútu. Vantar meiri ákefð í þetta. Atalanta í góðu færi en settu boltann yfir á 53. mínútu. Strax í kjölfarið eigum við aukaspyrnu við vítateig hægra megin sem ekkert verður úr en þeir bruna upp og eiga sláarskot.

Lítið að frétta í augnablikinu; spurning um að breyta liðinu og ég spyr eftir Mirallas.

Gylfi fékk svo gult fyrir algjöran pirring. Klassen og Sandro að koma inn fyrir Rooney og Schneiderlin.

Við eigum aukaspyrnu fyrir utan teig vinstra megin en ekkert kom út úr því. Miðjuþóf eins og er.

75 á klukkunni þá tekur Hr Koeman skiptingu: einn frískasta manninn, Calvert-Lewin, út fyrir Mirallas, ég hefði viljað sjá Besic fara út af, en jæja.

Það er alveg ljóst að okkar menn þurfa að fara að vinna heimavinnuna á Finch Farm. 10 mín eftir og væri ég til í að sjá aðeins meira effort frá okkar liði. Eitt mark myndi gera helling.

Mitt mat eftir 84 mín er að við erum að spila eins og við séum 3-0 yfir en ekki undir — alltof mikið af sendingum til hliðar eða til baka en ekki að sækja á markið.

Horn á 85. mínútu en ekkert kom út úr því. Sandro með soft skot af löngu færi. Gott skot svo frá Atalanta en vel varið. Keane með skot í row Z á 89 og þannig endaði það. Ekki biðja mig um einkunnir að leik loknum – ég held að ég hafi sagt nóg.

En eitt að lokum: við getum spilað daginn út og inn og ekki skorað mörk eins og staðan er á liðinu. 3-0 tap mikil vonbrigði. Takk fyrir mig!

16 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Þetta getur víst ennþá versnað, þvílíkt hvað þetta lið er lélegt. Hvað er Koeman að hugsa, þetta gengur ekki í marga leiki í viðbót.

  2. Diddi skrifar:

    jæja. Koeman kvartaði í fyrrasumar yfir ástandinu á liðinu sem hann tók við frá Martinez. Nú hefur hann haft liðið í ár og heilt undirbúningstímabil og ég held að ég hafi aldrei séð jafn illa spilandi og hrikalega þunglamalegt lið hjá okkur áður en það er ekkert að marka mig svo sem……..hvernig líta bjartsýnumennirnir á þetta ? P.s. AriS ég hef ekkert gaman af því að liðinu mínu gangi illa.

    • Ari S skrifar:

      Sæll Diddi, ég sá ekki leikinn var að vinna. Með þessu áframhaldi þá fer ég að sækja um aðild í neikvæða klúbbnum… hehe

      Að öllu gamni slepptu þá er aldeilis búið að skjóta mínar væntingar með Everton liðiið í vetur, niður á jörðina í síðustu tveimur leikjum. Ég get því miður ekki tjáð mig um liðið því ég hef ekki séð síðustu tvo leiki og eins og áður sagði þá er liðið ekki að standast mínar væntingar og ljóst að ég verð að búa til nýjar.

      Þær nýju eru svona meira í ætt við svartsýnismenn sem styðja liðið hérna á Íslandi. Eins og staðan er í dag (vegna þess að þú spurðir mig Diddi) þá held ég að stefnan sé að vera fyrir ofan miðju. Mitt álit.

      Ég vil samt láta Koeman njóta vafans láta hann njóta sannmælis og ekki búa til staðreyndir um liðið hans. Það lið sem hann hefur undir höndum núna er ekki búið að vera hjá honum í heilt ár. Sá sem það segir er eins og hraðlyginn stjórnmálamaður þegar hann vill styrkja sitt skrifaða mál.

      Kær kveðja, Ari

      ps. ég er hættur að stríða ykkur og kalla ykkur svartsýna, neikvæða og þar fram eftir götum. Þið eruð æðislegir og flottir í því að tjá ykkur um Everton liðið og gengi þess. Ég bið ykkur alla afsökunar (taki það til sín sem eiga) þið hafði haft rétt fyrir ykkur… við erum ömurlegir.

      • Ari S skrifar:

        Eða þú spurðir mig ekki beint Diddi heldur bjartsýnismenn og ég tók það til mín… 🙂

        • Gunnþór skrifar:

          Ari minn þetta kallast raunsæi eða raunveruleikinn og ekki vera að berja hausnum í steininn eins og ég hef margsagt .

          • Gunnþór skrifar:

            Tek það fram að ég sá ekki leikinn. En úrslitin segja allt sem segja þarf.

          • Ari S skrifar:

            Þú veist nú lítið hvað raunsæi er ef þú kallar þetta raunsæi að vera svona neikvæður eins og þú Gunnþór minn…

            Hver í andskotanum er að berja hausnum við steininn Gunnþór? Var ég ekki að játa mig sigraðann? Þið rúlið í neikvæða klúbbnum, ég gefst upp fyrir ykkur.

            ég er hættur að tjá mig hérna… verið þið sælir

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er nú ljóta ræpan.
    Það er enginn hraði í liðinu, það virðist ekki vera neitt skipulag, vörnin er í tómu rugli og við komumst ekki yfir miðju. Þetta er bara ekki í lagi!
    Við erum að fá algjörann rassskell frá einhverju kúkaliði í djókdeild.
    Koeman hefur ansi mikið að svara fyrir ef þetta fer ekki að lagast.
    ??????

  4. Marínó skrifar:

    Það sorglega er að 3undir var heppni í hálf

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja við getum þakkað Stekelenburg og tréverkinu fyrir að tapa ekki enn stærra.
    Næst er það manure á Old Trafford, það verður önnur rassskelling og svo kemur Sunderland í heimsókn á miðvikudaginn. Ég spái því hiklaust að þeir fari frá Goodison með sigur í farteskinu.

  6. Jón Ingi skrifar:

    Þvílík hörmung að horfa á þessi ósköp! Það er eins og Everton menn séu hræddir við að fá boltann og senda hann strax frá sér og skiptir þá ekki máli hvort það er til samherja eða andstæðings. Maður var bjartsýn á byrjunina fyrir tímabilið, en hún er horfin.

  7. Gunnþór skrifar:

    En hinsvegar mun þetta taka tima að byggja liðið upp og gefa koeman tíma en þetta er samt léleg úrslit þurfum einn mane eða svo í sóknina.

  8. Ari G skrifar:

    Ég er orðlaus en þetta getur ekki versnað. Bjóst ekki við þessu. Þetta tekur örugglega smá tíma að rífa liðið upp aftur en ég hef ennþá trú á liðinu en það tekur greinilega meiri tíma en ég hélt að koma liðinu í gang aftur. Héld að við þurfum bara búast við hinu versta á móti Utd eða kannski ekki en það kemur betri tími aftur fyrir jól hef ennþá trú á liðinu.

  9. Diddi skrifar:

    hef áhyggjur af Elvari vini mínum, er hann ekki örugglega á lífi?

  10. Gestur skrifar:

    Ég ætla að vona að þetta sé ekki álög á Gylfa en Everton hefur ekki unnið síðan hann byrjaði að spila. Leikurinn á sunnudaginn gæti verið síðasti leikur Koeman ef hann stoppar ekki þennan leka sem er í vörninni, það er eitt að geta ekki skorað en annað þegar allt lekur inn. Eins og Koeman sagði : ef Everton ætlar að verjast eins og í síðustu leikjum þá verður þetta mjög góður og eftirminnilegur leikur fyrir Lukaku.

  11. Ari G skrifar:

    Finnst það algjört rugl að reka Koeman strax. Gefum honum allavega sjens til áramóta og þá má spá í stöðina. Máttum alveg búast við að þetta mundi byrja illa 14-16 nýjir leikmenn eitthvað hlýtur að gefa sig við svona rosalegar breytingar allt í einu. Héld að Everton nái jöfnu á móti Utd 2:2.