Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Pickford, Baines (fyrirliði), Williams, Keane, Holgate, Schneiderlin, Gana, Dowell, Klaassen, Rooney, Sandro.
Varamenn: Robles, Stekelenburg, Kenny, Connolly, Martina, Barry, Besic, McCarthy, Davies, Lennon, Mirallas, Lookman, Calvert-Lewin.
Everton í nýju silfurlitu útibúningunum en Genk í bláu. Everton byrjaði í 4-1-4-1 leikaðferð, Schneiderlin djúpur miðjumaður og Sandro frammi, Rooney á vinstri kanti.
Genk liðið verðugir andstæðingar í dag, spila vel og í góðu formi, enda komnir lengra í undirbúningi sínu. Everton liðið var örlítið meira með boltann í fyrri hálfleik, 54% (vs 46% hjá Genk) en Genk beittari í fyrri hálfleik og áttu heilt yfir betri færi.
Þeir byrjuðu einnig nokkuð líflega, áttu tvö skot á mark á fyrstu 10 mínútunum en ekki mikil hætta svo sem. Rooney fékk svo flott færi á 12. mínútu sem Kieran Dowell bjó til með fallegri sendingu inn í teig en flick-on skalli frá Rooney var vel varinn. Rooney átti flotta aukaspyrnu nokkru síðar en skallinn hans leit út fyrir að vera besta færi Everton allan hálfleikinn. En annað átti eftir að koma á daginn, rétt fyrir lok hálfleiks.
Genk áttu skot á 20. mínútu, innan teigs vinstra megin, sem fór rétt framhjá fjærstöng. Þeir hefðu svo átt að skora tíu mínútum síðar en skutu framhjá í ákjósanlegu færi.
Lítið að gerast fram að hálfleik þangað til Sandro tók til sinna ráða og sendi frábæra sendingu fyrir mark af hægri kanti og Rooney renndi boltanum framhjá markverði. 1-0 Everton í hálfleik.
Þrjár breytingar í hálfleik: Stekelenburg inn á fyrir Pickdord, Cuco Martina fyrir Holgate og Mirallas fyrir Sandro Ramirez.
Genk sterkara liðið í seinni hálfleik og nær því að vinna leikinn. Þeir jöfnuðu á 56. mínútu og var Ally Samatta þar að verki. Markið skrifast að hluta til reyndar á nýja manninn, Cuco Martina, sem reyndi að hreinsa skalla út úr teig en skallinn laus og beint til Ally Samata inni í teig nálægt marki, og hann þakkaði fyrir sig með því að þruma inn. Staðan 1-1.
Genk hefðu og áttu í raun að komast 2-1 yfir aðeins tveimur mínútum síðar, ef ekki hefði verið fyrir algjöra frábæra vörslu frá Stekelenburg þar sem hann varði með ótrúlegum hætti skalla alveg upp við mark upp í slána og út.
Þrjár skiptingar á 67. mínútu: Barry, Lookman og Connolly inn á fyrir Baines, Dowell og Schneiderlin. Baines afhenti á leiðinni út af Rooney fyrirliðabandið. Og þrjár skiptingar í viðbót á 71. mínútu: Gana, Williams og Klaassen út af fyrir Davies, Besic og McCarthy, Calvert-Lewin inn á fyrir Rooney á 79. mínútu.
Genk mun rólegri í skiptingum (notuðu fjóra, ef ég man rétt — þar af eitthvað vegna meiðsla). Þeir greinilega að spila á aðalliði sínu að undirbúa sig fyrir fyrsta leik en Everton að koma hópnum jafnt í leikform.
Hvorugu liðinu tókst að skora undir lokin og lokaniðurstaðan 1-1. Næsti leikur er í undankeppni Europa League og þessi leikur gefur ákveðna hugmynd um hvernig uppstillingin verður.
Hvað segið þið?
Rooney, Klaessen, Gueye og Sandro eru allir góðir í fótunum. Þ.e. getað spilað hratt stutt spil sín á milli og það verður frábært að sjá þá saman í vetur.
Sandro kom vel út í leiknum og átti frábæra sendingu á Rooney sem að skoraði flott mark. Eins getur drengurinn hlaupið og hlaupið er alltaf á hreyfingu, mjög duglegur. Frábær kaup fyrir 5 milljónir punda.
Klaessen var einna bestur í dag á heildina litið, það er greinilegt að þearna fer frábær leikmaður sannkallaður „winner“ (á vellinum) eins og stundum er slett. Genk var betra í dag en þá má skrifast á að stut er í tímabilið hjá þeim og þeir spiluðu líka eins og þeir vildu vinna en Everton menn voru frekar svona í því að finna sig og voru ekki eins aggressívir og andstæðingarnir. Mjög eðlilegt fannst mér.
Það sem situr í mér eftir daginn er að sjálfsögðu markið sem að gamli vinur minn Wayne Rooney skoraði og sendingin frá Sandro. Byrjaði þannig að Gueye vann boltann á eigin vallarhelming (eða mig minnir að það hafi verið á eigin vallarhelming) gaf síðan á Dowell sem að lék áfram og gaf á Sandro sem að fór aðeins út í kant og gaf líka þessa frábæru sendingu á Rooney sem að skoraði í markið. Ég er sáttur eftir leikinn.
kær kveðja, Ari.
Eftir að hafa séð alla leikina nema einn (gegn Gor Mahia) spái ég þessu byrjunarliði í Europa League, út frá frammistöðunni hingað til:
Stekelenburg, Baines, Williams, Keane, Holgate, Schneiderlin, Gana, Mirallas, Lookman, Sandro, Rooney.
Spái því að Pickford verði látinn berjast um sæti í liðinu, sem ég held hann nái fljótt — en Stekelenburg stóð sig mjög vel í dag og rétt að verðlauna það. Mikið vildi ég að Coleman væri heill, þó Holgate sé flottur (Martina óþekkt stærð fyrir mér ennþá).
Það er orðið *mjög* erfitt að velja miðjumennina og held að Klaassen verði látinn berjast um stöðu líka. Gaman að sjá að það er komin talsverð samkeppni um stöður heilt á litið: Davies, Barry, Lennon og Dowell, og náttúrlega McCarthy og Besic á jaðrinum — tala nú ekki um þegar Bolasie mætir aftur… Finnst eins ég sé að gleyma einhverjum líka… 🙂
Það væri algjörlega frábært að sjá einn sterkan í viðbót í samkeppninni uppi á toppnum.
Tvo gæðaleikmenn í viðbót gylfa og Giroud þá væri þetta að verða álitlegt hins vegar gæti þetta tekið tíma að koma þessu őllu saman þannig að þetta gæti orðið strembið fram að jólum eða svo en vonum að þetta smelli sem fyrst.svo mega lennon og barry fara mín vegna ekki nógu góðir til að halda gæðum á bekknum.
Gunnþór, sástu leikinn?
Ekkert að marka þessa æfingaleiki.
Hann sá hann sem sagt ekki 🙂
Ef hann hefði séð hann þá hefði hann hælt Barry sem var ansi solid í þessum leik, eiginlega bara mjög góður. Þetta er hans seinasta tímabil og getur hjálpað Í örfáum leikjum í vetur.
Annars loksins að glæðast með kaupin á Gylfa eins og komið hefur fram í ýmsum miðlum þó ekki þeim áreiðanlegri. Held það gerist eitthvað á morgun. Já og skiptir engu hvað hann kostar. Gylfi er á leiðinni.
Þá verður sko flaggað 🙂
Nei ég var bara ap spyrja hvort þú hefðir séð leikinn?
bara vonandi Gylfi fari að koma.Everton æltar að setja nýtt tilboð í kappan. En mér sýnist á öllu að við verðum með mjög góða og breiðan hóp þegar tímabilið hefst mér hlakka bar til þegar deildinn byrjar og hún er eftir 2 vikur mikið hlakka mér til OG SEIGI ÁFRAM EVERTON
eg vill gylfa einn dc svo klassa striker og theo walcott 🙂
Theo Walcott er of oft meiddur. Við erum að komast á þann stað þar sem Arsenal er og við þurfum síst á því að halda að fá leikmenn sem þeir vilja ekki. Og 30 milljónir, eiginlega of mikið fyrir svona meiðslapésa. En ég er algerlega sammála viðþurfum einn worldclass DC, sérstaklega þar sem að Funes Mori er meiddur. Og Gylfa náttúrlega líka 🙂
Sammála þér Ari en nei ég sá ekki leikinn en veit það að þótt barry hafi staðið sig vel í einhverjum æfingaleik þar sem menn eru á ca 60% tempoi þá er hann orðinn alltof hægur í alvőru leiki og hann er bara líka kominn á þann aldur að leikjaálagið er orðið of mikið fyrir hann eins og kom í ljós á síðasta timabil við þurfum bara góðan ungann og ferskann í staðinn.
Hann var nefnilega ekki of hægur fyrir þennan leik og því vil ég meina að hann henti gegn ákveðnum liðum í vetur.
Hann er núna bara backup og ansi gott backup með svaka reynslu.
Klárlega meira solid en McCarthy í þessum leikjum, já og jafnvel Besic.
Stutt í alvöru leik hjá Everton, verður spennandi að sjá þá í Evrópu deildinni.
Auðvitað hentar hann í þessu liði. Við vitum það sennilega allir að hann er ekki byrunarliðsmaður í öllum leikjunum en gegn stórum liðum þar sem við þurfum hugsanlega að hafa menn sem geta varist frekar en sótt áfram þá hentar hann vel. Reynsla hans er gífurleg og við skulum ekki gera llítið úr henni. Það er enginn eins fljótur og Messi allir eru hægir miðað við hann.
Gareth Barry er flottur squad player eins og enskurinn myndi segja.
Losa sig við hann þurfum sterkari leikmann ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega.
Ég er alveg sammála þér í því aðvið þurfum sterkari leikmann, en það er óþarfi að losa okkur við hann því að hann er barasta ekkert fyrir neinum. Búinn fyrir löngu að skila sínu og gæti nýst fyrir liðið eins og staðan er. Jafnvel þó að nanar heimsklassamiðjumaður verður keyuptur þá er bara allt í lagi að hafa Barry áfram. Auðvitað verðum við teknir alvarlega og ég tek þig meira að segja alvarlega Gunnþór minn. Kær kveðja, Ari.
Gunnþór, hvar áttu heima? Þarf að buffa þetta rugl úr þér. Ertu til í að horfa á Evrópu leikinn með mér og Georg?
Klár í leikinn.
Er ekki best að ég komi líka ef þeir ætla að buffa þig?
Ég var einmitt að pæla í að skella mér norður um helgina… væri gaman að sjá allt liðið og Elvar skellir hakka-BUFFI á grillið 🙂
Jú Diddi það væri ekki verra?
Eina leiðin til að fá Gunnþór til að horfa á leik með mér og Georg er að vera með dólg, svoleiðis er þetta bara. Já og Diddi þú ert ávalt velkominn þegar þú kemur í menninguna til Akureyrar, það er bara svoleiðs. Svo lengi sem Einar Guðberg mætir ekki þá er ég sáttur, það kostaði nefnilega 3-0 tap ef ég man rétt gegn West Ham eina skiptið sem hann mætti, hann er svona ólukkugripur skiljiði. Ok, grín.
[Innskot ritstjóra: Restin af þessu kommenti varð að sér grein sem lesa má hér]
Gunnþór þú átt að hafa sjálfstæða skoðun. Ég er alveg sammála þér með Barry hann er góður leikmaður en ég héld að aðrir séu betri en hann en það er í lagi að hafa Barry áfram í hópnum ef hann vill vera áfram sem varamaður. Þurfum að hugsa um framtíðina og láta yngri taka við keflinu. Vonandi fáum við Gylfa þótt hann sé dýr enn eigandi Everton er ríkur maður ekki okkar peningar. Eigum að treysta á sóknarmenn okkar Sandro Rooney Lewis o.fl. Þurfum ekki fleiri sóknarmenn.
Jú Ari við þurfum sóknarmann í viðbót.
ég treysti alveg Sandro, Rooney, Mirallas, Lewin, Lookman til að leysa stöðu sóknarmanns. Ef Everton ætlar að bæta við sóknarmanni vill ég ganga alla leið og kaupa heimsklassasóknarmann. Sé engan af þeim sem Everton er að spá í sé heimsklassasóknarmaður.
Er Tom Davies að fara í chelsea?
What?? vonandi ekki. Núna verður maður að fara að lesa fréttir á netinu…
Upphaflega fréttin kemur víst frá The Stun, þá getumvið andað rólega held ég.