Spáð í spilin fyrir Evrópuleikinn

Mynd: Everton FC.

Meistari Elvar sendi inn eftirfarandi hugleiðingar í kommentakerfinu um frammistöðu leikmanna hingað til og Evrópuleikinn og okkur fannst þetta eiga heima sem sér grein hér á vefsíðunni. Gefum honum orðið…

Það verður gaman að sjá liðið keppa á Goodison með öllum þessum nýju mönnum og það er akkúrat þess vegna sem ég vil ekki missa fleiri en Lukaku og Barkley (já hann er líklega að fara), það kann ekki góðri lukku að stýra að vera með of mikil mannaskipti og þess því vil ég ekki missa Barry og Jagielka núna. Þeir fara eftir þetta tímabil. Lukaku, Valencia, Kone og Cleverley eru þegar farnir (og margir af þeim ungu á láni) og það er nóg í bili.

Ég er búinn að horfa á alla leikina á undirbúningstímabilinu og Rooney lúkkar mjög vel verð ég að segja og Klaasen hefur verið flottur en Pickford og Sandro spiluðu bara hálfan leik. Þeir eru varla tilbúnir þannig séð en voru flottir þennan stutta tíma. Ungu mennirnir, Davies, Lookman, Calvert-Lewin og Dowell verið ansi flottir líka og stækka hópinn all verulega.

Bíð spenntur eftir uppstillingunni fyrir Evrópuleikinn og must að komast áfram en ég held að liðið sé tilbúið fyrir leikinn.

Keane og Williams verið flottir í miðverði og Keane verið svakalega solid í miðvarðarstöðunni. Baines verður í vinstri bakverði og pínu spurning hver verður í hægri, Holgate eða Martina (hef meiri trú á Martina framávið). Gana og Schneiderlin klárlega þar fyrir framan og Klaasen og Rooney líka en ég vil sjá Mirallas byrja líka þar sem hann er ansi hættulegur þó hann hverfi inn á milli þá bara er hann alltaf að búa eitthað til fyrir aðra eða sjálfan sig.

Lennon kom inn með flottar rispur líka og Dowell var mjög flottur í fyrri tveimur leikjunum en ekki alveg jafn skarpur í þeim seinasta en átti samt second assist á Sandro sem lagði upp mark fyrir Rooney gegn Genk.

Svo er bara að klára kaupin á Gylfa og spurning hvort það vanti einn framherjan til eða jafnvel miðvörð þar sem Funes Mori er frá allt tímabilið, hvað segja menn um það? Hvar þurfum við að bæta við mönnum? Skv. Koeman þá er stefnan að kaupa 1-2 alvöru leimenn til viðbótar.

3 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Það hefur verið mjög líflegt hjá Everton í sumar og gaman að sjá þetta en Everton verður að vera gera betur finnst mér. Kaupinn inn og úr, eru á núlli peninglega séð og þess vegna er hægt að eyða í tvo alvöru leikmenn. Gylfi inn og annað hvort miðvörð eða framherja.

  2. GunniD skrifar:

    Er ekki Slatan á lausu?

  3. Diddi skrifar:

    nokkur frábær tíst um ákvörðun Barkley að yfirgefa okkur til að takast á við nýjar áskoranir: ein er eitthvað á það leið að: „hann er að fara úr partýinu þegar við erum að taka út bjórinn“ 🙂 En þessi er þó best: „I love Barkley but it took him as long to decide on a contract offer as it does for him to try a through ball“