Mynd: Everton FC.
Uppfært 03.07.17: Everton staðfesti kaupin rétt í þessu. Sandro skrifar undir fjögurra ára samning (til ársins 2021).
Skv. frétt á Sky Sports hefur Everton klárað kaupin á Sandro Ramirez frá spænska liðinu Malaga. Everton á enn eftir að staðfesta kaupin formlega [er nú komið] en kaupverðið er 5.25M punda, skv. klásúlu í samningi hans við Malaga. Sandro er 20 og eins árs sóknarmaður og ku hafa verið ein af stjörnum nýafstöðnu EM U21 árs liða. Hann var talinn vera á leiðinni til Atletico Madrid alveg þangað til þeir fengu á sig félagaskiptabann og þegar fréttist af banninu voru Everton fyrstir til að tryggja sér þjónustu hans.
Sandro er uppalinn í unglingaakademíu Barcelona, lék um skeið með Barcelona B liðinu (skoraði þar 15 mörk) en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona í ágúst 2014. Fyrsta mark hans fyrir aðalliðið kom svo í Meistaradeildarleik gegn Ajax í október.
Hann fékk aldrei nema handfylli leikja með aðalliði Barcelona, enda risastórt verkefni að halda framherjum þeirra úr liðinu og fyrir síðasta tímabil var hann svo seldur til Malaga. Þar fór hann á kostum og skoraði 14 mörk í 30 leikjum, meðal annars fyrra mark Malaga í 2-0 sigri á Barcelona á heimavelli.
Yfirlit yfir síðasta tímabil Sandro hjá Malaga:
Svo er hér lengra myndband af hans ferli, þar með talið frá Barcelona:
Velkominn Sandro!
Hér er prófíllinn um hann, í boði Everton:
http://www.evertonfc.com/players/s/sr/sandro-ramirez
Allt að gerast, svona á að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil, deild, Evrópudeild, FA- og EFL cup, hingað til hefur hópurinn aldrei verið nógu stór til þess að sinna þessu öllu, vonandi kemur dolla í hús.
Skemmtileg grein um Sandro Ramirez:
http://www.evertonfc.com/news/2017/07/03/6-things-about-sandro
Meðal annars kemur þar fram:
„The forward netted 16 goals in 31 appearances for Malaga, with 14 of those coming in La Liga. Sandro averaged a goal every 165 minutes in league competition last term for 11th-placed Malaga, a better ratio than Barcelona’s Neymar (204 minutes), Atletico Madrid’s Antoine Griezmann (192 minutes) and Real Madrid’s Karim Benzema (174 minutes).“
Önnur skemmtileg grein sem mér datt í hug að deila með ykkur…
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/everton-sign-sandro-ramirez-malaga-13277062
Og þær gerast bara skemmtilegri, greinarnar, eftir því sem maður rekst á fleiri… 🙂
http://www.skysports.com/football/news/11671/10936855/sandro-ramirez-to-everton-could-be-one-of-the-bargains-of-the-summer
Kemur í ljós að West Ham ætluðu að kaupa Sandro Ramirez…
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/west-ham-failed-bid-sign-13473322