Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Stoke vs. Everton - Everton.is

Stoke vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Næsta verkefni er gegn Stoke City á útivelli en Everton á leik á miðvikudags-kvöldi klukkan 20:00. Stoke eru í 9. sæti, átta stigum á eftir Everton, sem sitja nú í 7. sæti og hafa verið að saxa svolítið á forskot liðanna fyrir ofan sig. Leikurinn er því miður ekki í beinni útsendingu.

En líklegt má telja að sama lið byrji og í síðasta leik, bara spurning hvort Idrissa Gana Gueye verði í liðinu en hann er kominn aftur til Everton eftir að lið hans, Senegal, féll úr leik í Afríkubikarnum eftir vítaspyrnkeppni. Við getum þakkað það Liverpoolmanninum Sadio Mane sem klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu fyrir sitt lið. Þriðja bikarkeppnin sem hann dettur út úr á fjórum dögum. Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Holgate, Coleman, Barry (fyrirliði), Davies, Mirallas, Barkley, Lukaku.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn United U18 en mark Everton skoraði Charlie Ball. Þeir lentu svo 2-0 undir í næsta leik gegn Middlesbrough U18 en sneru leiknum við og unnu 2-3 með mörkum frá Tom Scully, Fraser Hornby og hinum 16 ára Korede Adeydoyin.

Everton U23 gerðu jafntefli 1-1 á útivelli gegn Wolves í Premier League Cup og nýi leikmaðurinn, Anton Donkor, nýtti sitt fyrsta tækifæri með Everton U23 gegn United U23 og var mjög líflegur, fiskaði m.a. víti og átti stoðsendingu í marki Courtney Duffus og sýndi að öðru leyti fína takta. Everton vann leikinn 3-1 (sjá vídeó sem United birti) með mörkum frá Courtney Duffus og tveimur frá Bassala Sambou.

4 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Er lagður af stað á þennan stórleik. Will keep you posted.

    • Tryggvi Gunnarsson skrifar:

      Elvar minn …þú kemur ekki norður aftur nema með 3 stig. Góða skemmtun

    • Diddi skrifar:

      treysti því að Hallur frændi minn fái sigur á afmælisgjöf 🙂