Stoke vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Næsta verkefni er gegn Stoke City á útivelli en Everton á leik á miðvikudags-kvöldi klukkan 20:00. Stoke eru í 9. sæti, átta stigum á eftir Everton, sem sitja nú í 7. sæti og hafa verið að saxa svolítið á forskot liðanna fyrir ofan sig. Leikurinn er því miður ekki í beinni útsendingu.

En líklegt má telja að sama lið byrji og í síðasta leik, bara spurning hvort Idrissa Gana Gueye verði í liðinu en hann er kominn aftur til Everton eftir að lið hans, Senegal, féll úr leik í Afríkubikarnum eftir vítaspyrnkeppni. Við getum þakkað það Liverpoolmanninum Sadio Mane sem klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu fyrir sitt lið. Þriðja bikarkeppnin sem hann dettur út úr á fjórum dögum. Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Holgate, Coleman, Barry (fyrirliði), Davies, Mirallas, Barkley, Lukaku.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn United U18 en mark Everton skoraði Charlie Ball. Þeir lentu svo 2-0 undir í næsta leik gegn Middlesbrough U18 en sneru leiknum við og unnu 2-3 með mörkum frá Tom Scully, Fraser Hornby og hinum 16 ára Korede Adeydoyin.

Everton U23 gerðu jafntefli 1-1 á útivelli gegn Wolves í Premier League Cup og nýi leikmaðurinn, Anton Donkor, nýtti sitt fyrsta tækifæri með Everton U23 gegn United U23 og var mjög líflegur, fiskaði m.a. víti og átti stoðsendingu í marki Courtney Duffus og sýndi að öðru leyti fína takta. Everton vann leikinn 3-1 (sjá vídeó sem United birti) með mörkum frá Courtney Duffus og tveimur frá Bassala Sambou.

4 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Er lagður af stað á þennan stórleik. Will keep you posted.

    • Tryggvi Gunnarsson skrifar:

      Elvar minn …þú kemur ekki norður aftur nema með 3 stig. Góða skemmtun

    • Diddi skrifar:

      treysti því að Hallur frændi minn fái sigur á afmælisgjöf 🙂