Mynd: Everton FC.
Everton tekur á móti Southampton í 20. umferð Úrvalsdeildarinnar í dag kl. 15:00 en Southampton eru sem stendur í 9. sætinu, þremur stigum á eftir Everton en með nokkuð lakara markahlutfall. Southampton menn koma í þennan leik með tvö töp í röð á bakinu þar sem þeir fengu rautt spjald í báðum leikjum og verða örugglega staðráðnir í að snúa því gengi við.
Everton er hins vegar taplaust gegn Southampton í síðustu 11 leikjum á heimavelli (síðan 1997).
Koeman gaf það út að liðshópurinn væri ekki að glíma við nein ný meiðsli frá síðasta leik og enginn verður heldur í banni. Líkleg uppstilling því: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Mirallas, Barkley, Valencia, Lukaku. Hjá Southampton er Virgil van Dijk í banni.
Í öðrum fréttum er það helst að ungliðinn Delial Brewster var lánaður til Southport til loka tímabils.
En, Southampton á eftir kl. 15:00 eins og áður sagði. Leikurinn er því miður ekki í beinni útsendingu.
En hvað ég vildi horfa á þennan leik, en sem opinber starfsmaður þá sé ég um að halda ríkisverslun gangandi, en ég sendi andlegan stuðning til leikmannanna.
vil Funes Mori inn fyrir Jag og miðað við frammistöðuna í síðasta leik þá á valencia ekki að vera í byrjunarliði 🙂
og vil bæta við að við vinnum í dag 3-0
Eg er sammala Didda eg vill Mori inn fyrir Jag.
Það passar, Jags á bekknum og Barry líka.
http://everton.is/2017/01/02/everton-southampton-2/
Sigur og ekkert annad er I. Bodi I dag. Afram Everton.