Everton – Southampton 3-0

Mynd: Everton FC.

Þetta var erfið fæðing en flóðgáttirnar brustu þegar Enner Valencia kom inn á og Everton náði að setja þrjú mörk. Spilamennskan hefði mátt vera betri framan af en við tökum þrjú stig. Flott byrjun á árinu.

Uppstillingin: Robles, Baines (fyrirliði), Funes Mori, Williams, Coleman, Gana, Davies, Lennon, Barkley, Calvert-Lewin, Lukaku. Varamenn: Hewelt, Jagielka, Mirallas, Cleverley, Barry, Valencia, Holgate. Calvert-Lewin með sinn fyrsta byrjunarleik fyrir félagið og Davies með sinn annan.

Fyrri hálfleikur hálf-flatur, liðin í erfiðleikum með að ná upp góðu spili og tafir vegna meiðsla hjálpuðu ekki til. Bæði lið misstu nefnilega mann út af á fyrstu tíu mínútunum. Southampton misstu Cedric Soares sem renndi sér inn í auglýsingaspjald og fékk skurð á hnakka. Everton missti stuttu síðar ungliðann Calwert-Lewin af velli vegna ökklameiðsla og kom Mirallas inn á fyrir hann. Í millitíðinni átti Barkley fyrsta skot Everton á mark á 4. mínútu.

Barkley setti svo Lukaku inn fyrir með stungusendingu á 17. mínútu en miðvörður Southampton náði að þvinga hann til hliðar og loka á hann. Skotið frá honum varið í horn af markverði.

Southampton með skot á 18. mínútu en beint á Robles. Auðvelt.

Sóknarþungi Everton jókst þegar á leið og allar sóknir Everton að fara í gegnum Barkley á þessum kafla. Everton mun meira með bolta en Southampton. Náðu upp góðum kafla í kringum 25. mínútu og það eina sem rauf taktinn var skyndisókn Southampton þar sem þeir skoruðu með rangstæðum leikmanni sem setti boltann í netið með hendi. Réttilega dæmt af.

Southampton áttu sinn kafla í kringjum 37. mínútu og þeirra besta færi kom frá Rodriguez sem með einstaklingsframtaki náði að komast inn fyrir vörn Everton en skaut rétt yfir.

Lukaku fékk svo stungu frá Lennon rétt undir lok fyrri hálfleiks og komst einn inn fyrir en dómari mat hann rangstæðan. Var ekki endursýnt, ekki gott að segja.

0-0 í hálfleik. Everton með tvö skot sem hitti á rammann (í 8 tilraunum), Southampton með 1 (í 6 tilraunum).

Hálf slök byrjun á seinni hálfleik og lítið að frétta framan af, þangað til Lennon var skipt út af fyrir Enner Valencia á 61. mínútu. Þá var eins og lifnaði yfir sóknarleik Everton.

Leikurinn opnast upp svolítið í kjölfarið og það voru Southampton menn sem voru nærri því að skora. Einn þeirra komst inn fyrir vörn Everton en Robles mætti honum og gerði sig breiðan og varði boltann.

Mark Everton kom svo loksins á 72. mínútu. Coleman sendi háan bolta fyrir mark, Lukaku skallaði niður og Forster, í marki Southampton, varði með fæti. Boltinn út í teig en hrökk af Lukaku og beint á Enner Valencia sem var upp við markið og þrumaði inn. 1-0 Everton.

Southampton gáfu þetta svo frá sér með vítaspyrnu á 80. mínútu. Varnarmaður Southampton með glórulausa tæklingu að aftan frá á Enner Valencia og Baines öruggur á punktinum, sendi markvörð í vitlaust horn. 2-0 Everton. Valencia búinn að skora eitt mark og skapa annað.

Southampton menn áttu skot á 82. mínútu en aftur var Robles vel á verði. Barkley var svo skipt út af á 84. mínútu fyrir Barry. Koeman greinilega að loka sjoppunni.

Southampton reyndu hvað þeir gátu en þetta var ekki þeirra dagur, komust í færi stuttu síðar en Williams með frábæra hreinsun á línu í horn.

Lukaku setti svo punktinn yfir I-ið með flottu marki á 88. mínútu. Southampton menn voru að komast í skyndisókn þegar Baines tók sprettinn og skriðtæklaði boltann yfir til Davies sem var fljótur að hugsa og sendi beint fram á Lukaku sem hamraði boltann í netið. 3-0. Game over.

Einkunnir Sky Sports: Joel (7), Baines (7), Funes Mori (6), Williams (7), Coleman (7), Gana (6), Davies (6), Lennon (5), Barkley (7), Calvert-Lewin (3), Lukaku (6). Varamenn: Mirallas (6), Valencia (8), Barry (2). Alltaf hálf kjánalegt að sjá gefnar einkunnir fyrir leikmenn sem eru innan við 10 mínútur á velli, en kannski er það bara ég. Enner Valencia valinn maður leiksins.

37 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Barkley hefði líka mátt vera á bekknum.

  2. Diddi skrifar:

    ég veit ekki með ykkur en mér finnst hálf þreytt hvað Lukaku tekur illa á móti bolta, skýlir honum illa og vinnur ekki nema 1/15 af skallaeinvígum með bakið í markið, hélt að Duncan væri að kenna honum en hann lærir ekki neitt greyið 🙂

  3. Marínó skrifar:

    Ef everton kaupir ekkert á næstu 2-5dogum þá fer ég virkilega að efast
    Það vantar svo innilega gæði

    • Diddi skrifar:

      það er engin hætta á að við gerum einhver kaup strax……strax er ekki til í orðabókinni hjá Everton þegar kemur að leikmannakaupum, gætum það ekki einu sinni þó skammbyssu væri miðað á pönnuna á okkur 🙂

  4. GunniD skrifar:

    Það var bara ekkert að rétta fyrr en Valencia kom inná. Þvílík hörmung!

  5. Diddi skrifar:

    jæja, þegar valencia kom inná var eins og Koeman hefði skipað þeim að skipta um gír og það marga, kom allt í einu hraði og þá tvístrast vörnin hjá southampton. Svona mættu þeir gera oftar 🙂

  6. Eyþór skrifar:

    Barkley var bestur í dag.

    • Elvar Örn skrifar:

      Funes Mori fannst mér bestur en jú Barkley var góður. Allt annað að sjá Lukaku í seinni svo ekki sé talað um eftir að Valencia kom inná.
      Lennon gat ekki blautann og ég vil enn og aftur sjá Deulofeu fá sénsinn í staðinn fyrir Lennon.
      Robles fínn í markinu og gott að taka 3-0 sigur og halda þar með hreinu í fyrsta leik ársins. Árið 2017 er að byrja fínt.

      • Diddi skrifar:

        það er talað um það í mörgum blöðum undanfarið að Deulofeu verði látinn fara í þessum mánuði, en það hefur ekkert verið mikið minnst á að það var einn með alveg þokkalega rétta spá fyrir þennan leik 😉

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var bara nokkuð gott.
    Helvíti er Tom Davies öflugur.

  8. Ari G skrifar:

    Koeman er greinilega farinn að hlusta á mig. Sagði um daginn að ég vildi einn varnarsinnaðan varnarmann Gana og Davies inní í byrjunarliðið í stað Barry. Núna þarf Koeman að ganga alla leið og setja Deufineu man aldreihvernig nafnið er skrifad í næsta leik. Kaupa svo alvöru markvörð, Keane unga frá Burnley, Holendinginn unga frá Utd D. þá kemur þetta.

  9. Orri skrifar:

    Flottur sigur I dag.Diddi til hamingju med ad hafa 1 rett fyrir ther med urslitin.

  10. Gunnþór skrifar:

    Flott 3 stig heyrist þetta hafi verið svipað og verið hefur sá ekki leikinn.vorum heppnir að Hollendingurinn fljúgandi var í banni hjá þeim. Diddi get ekki verið meira sammála þér í einu og öllu í því sem þú skrifar hérna fyrir ofan. (Ekki fara með það lengra)

  11. þorri skrifar:

    Hæ kæru félagar. Þetta var ágætur fyrri hálfleikur. En seinni hálfleikur var betri. Mér fannst Tom Davies vera mjög góður og svo verð að segja að Barkley sé að verða betri og betri alhlíða leikmaður. Og svo verð að segja hann Coleman vera mjög góður á kantinum. góður sigur hjá EVERTON okkar menn

  12. Gestur skrifar:

    Sá ekki leikinn en góð úrslit. Valencia greinilega orðin mikilvægur liðinu, nú verða næstu leikir án Gana og verður fróðlegt að sjá hvað Korman gerir.

  13. Gunnþór skrifar:

    Hvernig líst mönnum á nýjan væntanlegan kjúlla í liðið okkar ?spennandi leikmaður, talað um hann sem mesta efni á Bretlandi í dag.

    • Finnur skrifar:

      Yfirleitt gott að láta link fylgja með. Hef eiginlega ekki hugmynd um hvern þú ert að tala, sé engar nýjar fréttir, ekkert á gluggavaktinni sem ég skoðaði og ekkert staðfest hjá klúbbnum. Er þetta nýr leikmaður eða þessi sem við vorum orðaðir við um daginn?

      • Gunnþór skrifar:

        Það eru ekki margir leikmenn sem koma til greina sem efnilegasti leikmaður bretlandseyja.

    • Ari S skrifar:

      Illa

  14. Diddi skrifar:

    fyrir ykkur sem finnst Lukaku latur þá var ég að hugsa að það væri hægt að setja eftirfarandi auglýsingu í blöðin : Framherji óskast, þarf að vera duglegur en það er ekkert skilyrði að hann skori 11 mörk í 20 leikjum, bara að hann sé duglegur, ha, ha hálfvitar 🙂

    • Orri skrifar:

      Godur felagi.

    • Finnur skrifar:

      Kannski er ég kominn með nóg af rifrildum milli fjölskyldumeðlima eftir að hafa hlustað á litlu börnin mín tvö rífast yfir jólahátíðina (þau eru yndisleg þessi börn… þegar þau sofa… og þið reyndar líka) ;D en ég væri alveg til í að reyna að ná okkur upp úr skotgröfunum í þessu Lukaku máli og breyta tóninum aðeins…

      Mér finnst þessi grein sem ég vísa í hér að neðan vera algjörlega gargandi spot-on þegar kemur að Lukaku. Ég vil samt hvetja alla sem finnst Lukaku ekki nógu duglegur eða ekki gera nóg… til að staldra aðeins við — gleyma Lukaku aðeins — og hugsa í staðinn um Duncan Ferguson.

      Ertu með mér? Hvaða hugsanir/orð koma upp í kollinn til að lýsa Duncan Ferguson? Goðsögn kannski? Markaskorari? Eitthvað annað/fleira? Hversu langt í land á Lukaku með að ná Duncan Ferguson? Hversu mörg mörk? Svo þegar búið er að velta þessu fyrir sér í smá stund (ekki flýta sér!) getið þið smellt hér:
      http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/efc-talking-point-isnt-lukaku-12396544

      Þarf ekkert svar. Bara legg þetta til málana ykkur til umhugsunar.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Er ekki allt í lagi með þig Diddi?
      Maður kallar ekki fólk sem maður ekki þekkir hálfvita.

      • Diddi skrifar:

        hei, þetta ristir nú ekki djúpt vinur minn…..

        • Diddi skrifar:

          hins vegar held ég að þú ættir ekki að hrökkva neitt voðalega við Ingvar, ég veit ekki betur en þú hafir ítrekað kallað Martinez hálfvita hér á þessari síðu og ég veit ekki til þess að þú þekkir hann mikið 🙂

          • Ingvar Bæringsson skrifar:

            Jú það er rétt, ég gerði það og er ekkert voðalega stoltur af því.
            Mér til varnar þá var það gert í blindri bræði eftir lélega frammistöðu.

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Cool

  15. Gunnþór skrifar:

    Finnur minn þetta er bara gaman menn ekki sammála,mitt mat lukaku á langt í land að ná ferguson og persónulega finnst mér ekki tímabært að bera þá saman skoðum það eftir fimm ár þá má fara að ræða samanburð við kónginn.

  16. Finnur skrifar:

    Barkley í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/football/38511324