Everton vs Man United

Mynd: Everton FC.

Manchester United menn mæta á Goodison Park á sunnudaginn kl. 16:00 í 14. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum undanfarnar vikur og þurfa á sigri að halda til að rétta sig af. En United menn þurfa að hafa fyrir hlutunum ætli þeir sér að ná einhverju úr leiknum því Everton er ósigrað á Goodison Park á tímabilinu og hafa unnið síðustu þrjá deildarleiki af fjórum á heimavelli gegn United.

Aðeins Besic og ungliðinn Pennington eru frá og því er líkleg uppstilling: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gyeue, Barry, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku.

United stillti upp sterku liði í deildarbikarnum síðastliðinn miðvikudag gegn West Ham þar sem Rooney náði sér í spjald, og þar með leikbann. Hann verður því ekki með á morgun en Luke Shaw er einnig metinn tæpur. Fellaini og Pogba eru hins vegar komnir aftur úr banni.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U23 gerðu 1-1 jafntefli við Southampton U23 (sjá vídeó) en mark Everton í leiknum skoraði Oumar Niasse.

Manchester United næstir, kl. 16:00 á morgun (sunnudag). Leikurinn er sýndur í beinni á Ölveri.

6 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Líst ekki á þennan leik, bæði liðin að strögla og fínt fyrir Man að komast á flug í þessum leik. Spái 1-3 fyrir Man og Jagielka gefur tvær vítaspyrnur ef hann spilar. Barry með mark fyrir Everton.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    0-0 eða 1-1 ef við verðum heppnir ?

  3. Diddi skrifar:

    óttast það versta en vona auðvitað hið besta 🙂

  4. Ari G skrifar:

    Algjör skyldusigur. Everton vinnur 3:1. Svartsýni hjálpar ekki Everton . Þurfum að líta björtum augum á framtíðina. Alltaf erfitt að skipta um stjóra stundum þarf nýi stjórinn smá tíma en sumir ekki eins og t.d. stjóri Chelsea. Því miður getum við gleymt því að stefna á topp 4. Héld að þetta verður eins og er hjá Klopp byrjaði frekar illa í deildinni fyrsta árið sitt en blómstrar núna með Liverpool. Héld að þetta verður eins hjá Koeman vonandi.

  5. Orri skrifar:

    Sigur i dag hja okkur 2-1.

  6. Gunnþór skrifar:

    Erum við með nægilega góðann hóp?maður er kannski blindur á sitt lið.