Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Ramiro Mori keyptur - Everton.is

Ramiro Mori keyptur

Mynd: Everton FC.

Everton tryggði sér í dag krafta Ramiro Funes Mori með því að kaupa hann frá argentínska liðinu River Plate fyrir 9.5M punda. Mori er 24ra ára gamall, 187cm á hæð og er örvfættur miðvörður sem náði nýlega að komast í argentínska landsliðið — sem og að vinna Copa Libertadores með River Plate. Þess má geta að hann skoraði þriðja og síðasta mark River Plate í úrslitum þeirrar keppni (sjá vídeó í lokin).


Sögusagnir höfðu verið nokkuð stöðugar í svolítinn tíma að Everton væri að ganga frá kaupunum og sást hann meðal annars í Liverpool borg og á pöllunum þegar Everton mætti Manchester City. Eingöngu var beðið þess að atvinnuleyfið fengist sem staðfesting fékkst á í dag. Sky birtu ágætis greiningu á Mori sem er skemmtileg lesning og holl öllum sem vilja vita hvaða mann hann hefur að geyma.

Hér má svo sjá nokkur vel valin leikatriði sem sýna kappann á velli, bæði mörk og stoðsendingar svo eitthvað sé nefnt:


Ramiro Mori skrifaði undir 5 ára samning og fær númerið 25 fyrir tímabilið 2015/16 season. Velkominn, Ramiro!

10 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    Frábært. Efaðist alltaf um atv.leyfið. Gott að efast, þá verður maður tvöfalt ánægðari ?

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég ætla rétt að vona að hann standi sig. Finnst þetta frekar mikið verð fyrir bekkjavermir.

  3. Georg skrifar:

    Mjög ánægður með þetta, ég var eins og Diddi smá hræddur um atvinnuleyfið en Martinez sagði þó í viðtali fyrir nokkru síðan að samkvæmt nýjum reglum ætti hann að standast þær kröfur sem þyrfti.

    Martinez er klárlega að hugsa hann til framtíðar í miðverði enda var Mori að skrifa undir 5 ára samning. Hann vill eflaust sjá Stones og Mori þarna í framtíðinni þar sem Jagielka er ekki að verða yngri. Hann ætti að fá góðan tíma til að aðlagast áður en hann verður fasta maður, þ.e.a.s. ef allt gengur eftir. Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi, að fá öflugan miðvörð til að vera miðvörður nr. 3 og svo hafa Browning sem miðvörð nr. 4.

    Finnur ég vill nú ekki vera að leiðrétta þig aftur en Funes Mori var að spila með River Plate í Argentínu en Leandro Rodriguez spilaði fyrir River Plate Montevideo sem er í Úrúgvæ 🙂

  4. Finnur skrifar:

    Ég efaðist aldrei um þetta, enda skrifaði ég drögin að þessu um leið og ég sá hann á pöllunum á City leiknum.

    > Finnur ég vill nú ekki vera að leiðrétta þig aftur en Funes Mori
    > var að spila með River Plate í Argentínu

    OK, héðan í frá er bannað að kaupa leikmenn frá tveimur liðum með (nánast) sama nafn í sama félagaskiptaglugga. Takk fyrir ábendinguna, Georg. Þarft ekkert að afsaka hana, stoltið skiptir minna máli en að hafa þetta rétt. 🙂

    • Georg skrifar:

      Já ég skil vel að þetta sé ruglingslegt, einmitt ekki algengt að vera kaupa tvo leikmenn með liðum með sama nafni og sitthvort landið.

      Bæði lið kalla sig Club Atlético River Plate en stundum er liðið frá Úrúgvæ með viðbæturnar á nafninu „Montevideo“ eflaust til að aðgreina þessi tvö lið. Semsagt mjög ruglingslegt 🙂

  5. Orri skrifar:

    Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur,gaman ef eitthvað skemtilegt myndi gerast í dag.

  6. Ari G skrifar:

    Núna eru Everton búnir að kaupa 2 frá Suður-Ameríku. Man ekki hvenær Everton hefur verið með 2 frá Suður-Ameríku í einu. Getur Mori líka spilað sem bakvörður þekki ekkert til hans en fyrst hann kemst í eitt besta landslið heims þá hlýtur hann að geta eitthvað. Hvað með þennan 18 ára frá Basel er hann mjög góður þekki ekkert til hans? Sá að Everton er að spá í hann kannski slúður.

  7. Finnur skrifar:

    PS. Gluggavaktin er hér:
    http://everton.is/?p=9807

  8. Finnur skrifar:

    „Five things you need to know about Ramiro Funes Mori“
    http://www.evertonfc.com/news/2015/09/01/five-things-you-need-to-know

  9. þorri skrifar:

    sælir félagar.Ég var að skoða myndband með þessum nýja sem.Er Morri hann er kominn til að vera,Hann er góður í stoðsedíngum og svo held ég að hann komi til að skora líka.Þetta er flottur gaur.Hann byrjar á bekknum fyrst svo verður hann fasta maður í liðinu. Þetta er mín skoðun svo koma svo ÁFRAM EVERTON.