Mynd: Everton FC.
Félagaskiptaglugginn er opinn til kl. 17:00 í dag að íslenskum tíma — og til 19:00 fyrir síðbúna samninga. Martinez sagði að hann myndi vilja bæta við einum sóknarþenkjandi í viðbót við það sem þegar er búið að kaupa þannig að það er aldrei að vita nema einhver (jafnvel einhverjir) detti inn fyrir lokin.
Endilega sendið linka í kommentakerfinu ef þið finnið eitthvað bitastætt, megið einnig ræða önnur skipti þar ef viljið. Við uppfærum svo þessa færslu með frekari fréttum af Everton eftir því sem þær detta inn.
Yfirlit frétta dagsins (í öfugri tímaröð):
20:14 Rúmur klukkutími síðan lokafrestur rann út. Ég held við getum sagt með nokkurri vissu að Lennon hafi verið síðustu félagaskiptin frá Everton. Lítum því yfir afraksturinn hér.
19:05 Klúbburinn var að staðfesta kaupin á Aaron Lennon!
17:03 Andy Hunter hjá Guardian sagði að búið væri að senda inn nauðsynlega pappíra til að fá tveggja stunda frest til að klára kaupin á Aaron Lennon. Þetta er ekki búið enn. Krossum fingur.
17:00 Glugginn lokaður — ekkert staðfest með Lennon ennþá, en möguleiki til kl. 19:00 að klára, ef þetta var nálægt því að klárast. Bíðum og sjáum…
16:30 Hálftími eftir af formlegum glugga (og svo bara extra time, ef leyfi fæst).
16:29 Sky segja að Everton sé að nálgast kaup á Aaron Lennon.
16:24 NSNO segja það staðfest að Aaron Lennon hafi verið keyptur. Sé það þó ekki annars staðar.
16:00 Aðeins klukkutími eftir! (nema díll sé að klárast þegar lokað verður og beðið verði um frest)
15:46 Tottenham News segja að Everton hafi fengið sínu fram, 4.5M punda í Aaron Lennon en upphaflega vildu Tottenham fá 9M punda.
15:42 Sky segja að tilboðið, sem Everton hafnaði, í Naismith hafi verið 7-8M punda og að Sunderland hefðu haft áhuga líka.
15:33 Sky segjast hafa heimildir fyrir því að Everton sé við það að semja um kaup á Aaron Lennon!
15:06 NSNO segja að Aaron Lennon gæti verið á leiðinni að láni til Everton í eitt tímabil (væntanlega svipað og Barry kom til okkar).
14:27 Tottenham News segja að West Ham, Newcastle og Everton hefðu sýnt Aaron Lennon áhuga.
14:24 Var að sjá það að klúbbarnir fá auka frest til kl. 19:00 ef hægt er að sýna fram á að kaup eru á lokastigum. Lokaniðurstaðan verður því ekki ljós fyrr en eftir kvöldmat.
14:00 Þrír tímar í lok gluggans…
13:43 Tottenham News segja að Everton sé að bjóða í Erik Lamela.
13:38 Vince O’Connor frá Sky er á æfingasvæði Everton og lét hafa eftir sér: „Aaron Lennon is sitting tight while hoping to return to the Toffees from Tottenham on a permanent deal having spent last year on loan at Goodison Park. Earlier in the summer Everton were quotes around £9m for the winger, but they are looking to do a deal around half of that. Both Everton and Lennon are hopeful of completing that deal this afternoon.“
13:00 Fjórir tímar þangað til félagaskipta-glugganum verður lokað.
12:09 Skv. Tony Barrett neituðu Everton tilboði í Steven Naismith frá Norwich en eru að reyna að semja um Aaron Lennon við Tottenham.
12:05 Ekki beint gluggatengt en athyglisvert að horfa til þess að þegar ferill eins er að byrja (Ramiro Mori) þá virðist ferill annars á hraðri niðurleið (sbr. Gibson)…
11:56 Þetta er magnað… meira að segja veðurguðirnir eru ósáttir við allt tal um John Stones til Chelsea. 🙂
10:55 Af Sky: „It seems boss Jose Mourinho has made a late move to bolster his defensive options with a £2.7m bid for Djilobodji, after Everton repeatedly turned down his advances for Englishman John Stones“. Vonandi þá kominn vinnufriður núna. 🙂
10:04 Toffeeweb birtu frétt um að skv. „óáreiðanlegum heimildum“ væri Martinez að skoða 14,5M punda tilboð í Breel Embolo, leikmann FC Basel en hann getur spilað bæði sem sóknarþenkjandi miðjumaður og sem sóknarmaður.
10:01 Var að reka augun í frétt frá því fyrr í morgun um að einhver viðskiptavinur bresks veðbanka hefði veðjað óvenju feitri summu á að Aaron Lennon myndi gerast leikmaður Everton fyrir lok gluggans. Lokað var fyrir slík veðmál eftir það …
09.54 Tomas Andrade var lánaður til Bournemouth en skv. Sky hafði Martinez áhuga á honum en hætti við á síðustu stundu. Man ekki eftir að hafa heyrt þessa tengingu áður og erfitt að segja hvort nokkuð sé til í þessu.
09:00 Lokadagur félagaskiptanna hófst með fréttum af Ramiro Funes Mori sem kláraði sín félagaskipti til Everton. Ágætis byrjun á degi!
Forgangsatriði er að halda lykilmönnum. Ég yrði mjög sáttur ef Martinez tækist að bæta við sóknarþenkjandi manni líka. Helst vil ég sjá Aaron Lennon þar.
Sáttur með Mori, held að Chelsea hendi einu £40m á Stones svona rétt í lokin.
Neeh… þeir eru of uppteknir við að manna kaupleiguna sína…
https://twitter.com/Squawka/status/638686443733413888
🙂
Ég held að við séum bara búnir að versla í sumar. Ég verð mjög hissa ef einhverjir fleiri koma.
Ég yrði alveg sáttur við Lennon og okkur vantar ennþá þessa tíu sem Martinez sagði í upphafi sumars, og nokkrum sinnum eftir það, ætla að fá.
Okkur vantar líka sóknarmann sem getur sett pressu á Lukaku, Kone er ekki nógu góður og allt of brothættur.
River Plate strikerinn setur pressu á Lukaku, tían kemur í dag?
Sælir féagar.Er ekki Lamela á leiðini ???
Erik Lamela
Er enginn með nýtt slúður sem ekki er þegar komið fram hér á síðunni? Á erfitt með að trúa því að listinn hér að ofan sé tæmandi… 🙂
það hefði nú verið í lagi að selja Naismith fyrir 8m
Já það er spurning en Naismith er mikilvægur fyrir hópinn og ég held að það sé ekki tilviljun að hann hefur alltaf verið með Stones á öllum myndum síðustu daga. Hef trú á því að hann hafi verið ráðinn til að fylgja stráknum eftir í moldviðrinu að undanförnu.
Eins er Naismith góður fyrir liðið þegar þarf aðeins að láta vita af sér inni á vellinum. Baráttuhundur sem skilar sínu til liðsins. Mikilvægur þannig séð að mínu mati.
8milljónir er svo sem góður peningur fyrir hann en Martinez virðist meina það sem hann segir og vill ekki selja neina leikmenn sem er gott mál.
Aaron Lennon’s permanent move to #EFC also has until 8pm to go through. Paperwork submitted and accepted by PL. @AHunterGuardian’s Tweet: https://twitter.com/AHunterGuardian/status/638759036540854272?s=01.
Takk fyrir linkinn, Georg. Búinn að uppfæra.
Sky Deadline watch sögðu núna rétt í þessu (17:25) að enginn væri að fara núna frá Everton eftir síðustu fréttir og að Lennon verði kynntur inn á næstu 90 minútum 🙂
ansi var þetta nú rýr gluggi!
Hvað vildir þú sjá í þessum glugga Gestur?
Þetta er bara alls ekki rýr gluggi.
Enginn fór (sem máli skipti) en við fengum Deulofeu sem er frikking brilliant, halló. Cleverly lúkkar sem klever kaup, halló. Mori hef ég trölla trú á enda kostar hann 9,5 mills, halló og svo Lennon líka sem kom mjög vel út hjá okkur, halló. 4 öflugir menn en væri fullkomið ef Yarmolenko hefði komið en þetta er bara drullu ásættanlegt. Tveir nýjir ungir sem gætu bankað fljótlega á dyrnar að auki.
Mirallas fór ekki, Garbutt fór ekki, Stones fór ekki né Lukaku eða Coleman.
Er 90% sáttur og full ástæða til bjartsýni
Er algerlega sammála Elvari með 90%, þetta var mjög góður gluggi og það hefði verið fullkomið eða 100% ef að Yarmolenko hefði komið, halló.
kær kveðja,
einn sáttur.
Þá ertu reyndar 100% sammála Elvari, Ari. 🙂
… og ég reyndar líka. 🙂
Ah, sorry. Ég mislas þig, Ari. Sýndist þú segjast vera (bara) 90% sammála — ekki sammála um þessi 90% 🙂
Rýr gluggi vegna: Deulofeu hefur ekki heillað mig til þessa , tel hann ekki vera nógu sterkann í þessa deild. Cleverly er kannski ágætur en afhverju voru þá ekki lið að slást um hann. Mori líst mér vel á en afhverju var hann ekki keyptur í sumar og látinn taka þátt í undirbúningnum, tel hann ekki tilbúinn fyrr en á næsta ári. Lennon kemst ekki í lið Tottenham en hann er kominn til okkar og getur varla talist viðbót, hann var hjá okkur í fyrra. Það hefði verið fínt að fá Yarmolenko en að reyna það á síðustu klukkutímunum er bara bull. Everton verður að fara að kaupa leikmenn í kringum Lukaku til þess að sína honum að það sé verið að gera þetta í alvöru. Það var boðið 7-8mill í Naismith sem er mjög gott tilboð og það hefði átt að láta hann fara . Það á ekkert að vera að bíða með að kaupa leikmenn, kaupa þá bara fyrri part sumars.
Gestur, mér finnst þú alveg grillaður að hafa ekki trú á Deulofeu. Líklega bestu kaupin okkar í þessum glugga og ég efaðist alltaf að Everton næði að krækja í þennan meistara. Hann er ekki gallalaus en þá galla sem hann hefur er auðvelt að laga en kostir hans eru svakalegir. Mjög margir aðdáendur Barcelona eru gríðarlega ósáttir við að hann hafi verið seldur en þeir hafa samt einhvern möguleika á að kaupa hann á uppsprengdu verði næstu 2 árin ef ég man rétt.
Sástu ekki frammisöðu Deulofeu geng Barnsley? Hann var game changer í þeim leik og kom okkur í næstu umferð.
Ég ætla að vona að ég hafi rangt fyrir mér, ég veit að hann kann alveg fótbolta en það þarf aðeins meira til. Nei ég sá ekki leikinn við Barnsley og skilst að hann hafi verið góður eða allavega spennandi, Barnsley eru í c deild og vona að Deulofeu fari að sína sig í efstu deild. Hann var annas að spila vel í 21.árs liði Spánar skoraði 1 og lagði upp annað
Já rétt, sá að hann var að gera vel með 21 árs liði Spánar.
Hans helstu veikleikar, amk fyrir 2 árum þegar hann lék með okkur (þá bara 19 ára), var varnarleikurinn og á hægri kanti fór hann í 95% tilvika hægra megin við bakvörðinn og meðfram endalínu (pínu predictable) og að lokum aðeins of eigingjarn (fannst oft félagarnir komnir í flott færi en hann gaf helst ekki).
En gríðarlega teknískur og fljótur og hefur þetta surprice element sem getur unnið leiki. Fannst hann sjúklega góður gegn Barnsley og þá það sé c-deildarlið þá voru þeir að spila fanta vel í þessum leik og við virtumst í alvöru ekki halda í við þá þar til Deulofeu kom inná.
Já og alveg sammála þér, ég vona að ég hafi rétt fyrir mér með hann, hehe.
Aaron Lennon. Staðfest!
http://everton.is/?p=9834
Það hefði verið gott að fá sóknarmann a.m.k.
Það hefði verið gott að fá sóknarmann sammála því en kannski að Martinez hafi ekki fengið þann sem hann vildi í þá stöðu? Hann kaupir ekki hvað sem er.
Grunar að hann reyni aftur við Yarmolenko í Janúarglugganum.
Það er rétt að hann kaupir ekki hvað sem er en að bíða framm á síðustu stundu er ekki hægt að fá hvað sem er. Finnst að það þurfi að vinna betur í að fá góða leikmenn til okkar.
Það er nokkuð langt síðan kom í ljós að Yarmolenko kaupin gengju ekki eftir, þannig að það var ekki eitthvað sem klikkaði á síðustu klukkutímunum.
En, svo má líka benda á að kaupin á Aaron Lennon sýndu glögglega af hverju oft er rétt að bíða fram í lokin því Tottenham biðu og biðu og biðu eftir því að Everton byði 9M punda í hann og voru ekki fyrr en á lokametrunum tilbúnir að láta hann fara fyrir 4.5 – 5M punda.
Það var sagt að Everton hefði reynt á síðustu stundu við Yarmolenko en komust að að því að hann er til sölu á 20+ en vonandi verður hann til sölu í jan. þegar þeir eru dotnir út úr meistarsdeildinni.
Ég veit ekki hvaðan þú færð þessi 20+ tölu og þetta „síðustu stundu“ dæmi því það var ljóst að Everton hefði fyrir nokkrum vikum boðið 15M og Kiev tekið því en svo hætt við að selja því þeir vildu nota hann í Champions League. Eins og fram kemur til dæmis hér:
http://royalbluemersey.sbnation.com/2015/8/31/9233375/everton-Andriy-Yarmolenko-dynamo-kiev-transfer-rumours
Echo
Finnur, hér er t.d. einn linkur á þetta og þeir eru fleiri : http://toffeeweb.com/season/15-16/rumour-mill/30735.html
Ah, nú skil ég hvaðan þessi 20M tala kemur. Þetta eru *evrur*, þannig að við erum að tala um eina og sömu upphæðina: 15M pund, sem er það sem Everton bauð fyrir löngu síðan, eins og sjá má á fréttinni sem ég vísaði í.
Miðað við það sem ég hef lesið var því tilboði tekið (og sagt að þetta væri release klausan hans) en þegar kom að því að semja voru Dynamo Kiev með svo mikið vesen í kringum dílinn að Everton missti áhugann (t.d. „hey, Barcelona er núna að bjóða í hann, þá þurfið þið að borga miklu meira…“).
Martinez ákvað að bíða til loka glugga (ég hefði gert það sama) og sjá hvort þeir væru tilbúnir að standa við upphaflega samninginn (sem þeir höfðu samþykkt) og þá sögðu þeir „nei, nei, þið eruð að koma alltof seint með þetta tilboð því *núna* erum við búnir að taka ákvörðun um að nota hann í Champions League“. Þetta er náttúrulega bara rugl og eins og segir í fréttinni sem ég vísaði í — það er erfitt að eiga viðskipti við Dynamo Kiev og tekur tíma.
Þetta Yarmolenko er því ekki gott dæmi um að eitthvað sem feilaði á síðustu stundu. Það feilaði fyrir þó nokkru síðan. Þetta tilboð undir lokin var bara „OK Dynamo, síðasti séns — er hægt að díla við ykkur?“ tilboð.
Hann var að leita nr 10 og hvað fékk hann?
Ég hefði aldrei þorað að veðja á það að Garbutt (fyrir opnun glugga) og Stones (fyrir lok glugga) myndu vera leikmenn Everton áfram. Það var einhvern veginn skrifað í skýin að þeir færu (Garbutt á free transfer nota bene) og Mirallas var búinn að tala þannig líka. Sögusagnir um stórt tilboð í Coleman seint í glugganum var svo ekki til að bæta á stressið. Enginn af þeim (né öðrum lykilmönnum) fóru en í staðinn komu fjórir A-landsliðsmenn sem og menn til framtíðar. Sem sagt, allt nema eitt af þeim markmiðum sem fyrirfram var lagt upp með náðust (þmt. að enginn lykilmaður færi). Það er hverjum sem er frjálst að láta þennan eina leikmann sem „slapp“ eyðileggja fyrir sér restina en ég ætla ekki að gera það. Ef einhver hefði fyrir opnun glugga boðið mér þessa lokaniðurstöðu hefði ég mjög glaður tekið henni.
Það var frábært að halda öllum leikmönnunum hjá Everton – hrós fyrir það. En þú talar um fjóra A-landslipmenn sem komu til Everton, ég get ekki tekið undir það. Þeir hafa verið í landsliðshóp en eru það ekki lengur nema kannski Mori sem mér líst mjög vel á. Það sem ég er að benda á er að Martinez ætlaði að kaupa nr10 sem vantar alveg hjá Everton en bíður alveg fram á síðasta dag til að framkvæma það og mistekst. Það má hver sem er gleðjast yfir þessum glugga fyrir mér en ég tel að það hefði verið hægt að gera aðeins betur.
Jamm. Alltaf hægt að gera betur.
Hvað ætli maðurinn, sem veðjaði á að Aaron Lennon yrði keyptur hafi grætt mikið?
Vona bara að það hafi ekki verið einhver tengdur öðru hvoru félaginu. Veðbönkum var víst lokað eftir að hann veðjaði á Lennon til Everton.
Mjög sáttur við afraksturinn úr þessum félagaskiptaglugga:
http://everton.is/?p=9852