Mynd: Everton FC.
Ríkjandi Englandsmeistarar mæta á Goodison Park á laugardaginn kl. 15:00 til að eigast við okkar menn. Heimaleikjaform Everton í gegnum tíðina á Goodison er mjög gott, aðeins 17 töp í 81 leikjum en á móti kemur að City eru taplausir í síðustu þremur leikjum gegn Everton. Útileikurinn gegn þeim á tímabilinu var naumt 1-0 tap þar sem… hvernig skal orða það… skulum láta nægja að segja að dómarinn hafi spilað ansi stóra rullu.
Hvorki fleiri né færri en 6 leikmenn eru á meiðslalistanum (Howard, Distin, Osman, Pienaar, Gibson og Hibbert) og Baines líklega tæpur að auki eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla. Alcaraz, hins vegar, er ekki lengur í banni. Líkleg uppstilling: Robles, Oviedo, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, Besic, Mirallas, Barkley, Naismith, Lukaku.
Hjá City eru þeir Aguero, Dzeko og Kompany að vinna sig úr meiðslum og gætu tekið þátt en Yaya Toure er frá vegna þátttöku í Afríkubikarnum.
Af ungliðunum er það að frétta að Ben McLaughlin, hægri bakvörðurinn úr Everton U21 liðinu var lánaður til Telford í einn mánuð. Matthew Pennington (Coventry City) og Connor Hunt (Hyde) eru tveir aðrir ungliðar sem eru í láni.
Spáin sem klikkar alltaf, 0-3.
uppstillingin komin, óánægður með að sjá Mirallas á bekknum, en kannski er bara ekkert síðra að nota hann til að koma inná til að tryggja okkur sigurinn heldur en að láta hann spila fyrstu 60 mín. Koma svo, spái 2 -1 fyrir okkur 🙂
Mikið rétt, uppstillingin er hér:
http://everton.is/?p=8644
hæ kærufélagar er heima veikur en er að horfa á okkar men.fyrrihálfleikur mjög skemtilegur.Stones og Jakieka mjög góðir í vorninni mér fynst hún hafi skánað núna en citi hefur verið meira með boltan.En okkar menn hafa verið að spila ágætlega þennana fyrrihálfleik.
er mjög sáttur með þennan leik. Eitt stig er betra enn ekkert