Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Man City vs. Everton - Everton.is

Man City vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Stórleikur helgarinnar er viðureign Man City og Everton sem eigast við á morgun (laugardag) á Etihad Stadium kl. 17:30.

City eru í hörkubaráttu við Chelsea um titilinn, hafa unnið fjóra í röð, og það verður ekki hlaupið að því að sækja stig (eintölu eða fleirtölu) þangað — á heimavelli City. En, eins og reynslan hefur kennt manni, þá virkar mótlætið yfirleitt vel fyrir Everton og aldrei að vita nema hagstæð úrslit náist. Ákveðinn hluti af manni hugsar þó að hlutirnir eigi líklega eftir að versna svolítið áður en þeir batni, enda er frammistaðan eftir að Everton hefur komist yfir í leikjum undanfarið ekki búin að vera beysin. City unnu sannfærandi 1-4 útisigur á Sunderland í síðustu umferð (sem er liðið sem þeir eru alltaf í vandræðum með, einhverra hluta vegna) þannig að þeir mæta til leiks fullir sjálfstrausts á meðan okkar menn hafa töluvert um að hugsa, ef marka má frammistöðuna í seinni hálfleik gegn Hull. City hafa aðeins haldið hreinu í einum af síðustu 17 deildarleikjum gegn Everton og Lukaku hefur skorað í báðum leikjum Everton gegn City þannig að það gefur manni ákveðna von. 🙂 Aguero skoraði hins vegar bæði heima og heiman á móti Everton á síðasta tímabili, þannig að… þetta verður eitthvað. 🙂 Undir venjulegum kringumstæðum hefði maður bent á að Gareth Barry væri allavega löglegur gegn þeim núna, en eftir frammistöðu hans í síðustu tveimur leikjum er maður hikandi að benda á það.

Meiðslalistinn, sem var orðinn frekar langur, er óðum að styttast en Alcaraz er að braggast og Martinez sagði hann eiga séns í leikinn en Naismith, McCarthy, Stones og Gibson eru allir frá. Arouna Kone og Bryan Oviedo munu væntanlega láta sjá sig áður en langt um líður og hefur Europa League leikurinn við Krasnodar verið eyrnamerktur sem byrjunarleikur fyrir Kone.

Mirallas hefur í síðustu fjórum leikjum (eftir að hann jafnaði sig af meiðslunum) alltaf verið skipt út eftir rétt rúman klukkutíma leik, okkur stuðningsmönnum til mikillar armæðu, en það skýrist af því að hann er búinn að vera tæpur undanfarið og Martinez viljað koma í veg fyrir að hann nái almennilega að jafna sig. Það er þó gaman að hugsa til þess að Lukaku eða Mirallas hafa skorað í síðustu fjórum leikjum Everton í röð, Mirallas kominn með 5 mörk í öllum keppnum (þrátt fyrir að hafa misst af tæplega helmingi leikja) og Lukaku kominn með 7 mörk (þar af þrjú í síðustu fjórum leikjum).

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, Besic, Mirallas, Osman, Barkley, Lukaku.

Hjá City eru Vincent Kompany og David Silva frá vegna meiðsla og líklega Stevan Jovetic einnig en Edin Dzeko og Aleksandar Kolarov (sem hafa verið meiddir) gætu átt séns.

NSNO báru saman frá byrjun 2012/13 tímabils tölfræði Sergio Aguero annars vegar (einhver heitasti sóknarmaður deildarinnar í dag) og Romelu Lukaku hins vegar og það verður að segjast að hún kom nú bara merkilega vel út fyrir okkar mann, eins og sjá má.

Ekki missa af leiknum, hann er í beinni á Ölveri.

9 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    ég mæti 🙂

  2. Finnur skrifar:

    Bíddu… á Ölver? Maður er orðinn vanur að sjá þig frekar á pöllunum á Goodison?!? 😉

  3. Diddi skrifar:

    á Ölver já, kem með smá sýnishorn af pöllunum með mér 🙂 Ég fjölmenni 🙂

  4. Elvar Örn skrifar:

    Ahh, verð í borginni en Slash kl 20,væri samt gaman að líta við.

  5. halli skrifar:

    Þađ væri gaman að sjá ykkur 2 snillingana à ölver à morgun. En međ ađ spá ì leikinn væri ekki eđlilegt ađ setja þrennu á Aguero eađ hvađ hann heitir en ég er frekar međ glasi hálffullt eins og þú vitiđ og èg set 2-2 à þetta eigin nöfn samt sjàumst à Ölver

  6. Diddi skrifar:

    ég fer líka á Slash, leikurinn er búinn ca 1920 og stutt í Höllina 🙂

  7. Elvar Örn skrifar:

    Hljómar vel Diddi. Ég er mættur, ekki flóknara en það. Tek einn upphitunar leik á undan. Sjáumst elskurnar

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Í brjálaðri bjartsýni ætla ég að spá því að við skorum 1 mark en fáum á okkur 5.

  9. Finnur skrifar:

    Uppstillingin ljós:
    http://everton.is/?p=8431