Man City – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Ekki mikið skildi liðin tvö að í kvöld, City sterkara liðið en hvorugt lið fékk mörg færi; og það sem meira er, bæði lið fengu eitt algjörlega frábært tækifæri úr opnu spili til að skora en City menn lönduðu sigrinum með marki úr vítaspyrnu, sem þótti nokkuð umdeildur dómur.

Uppstillingin fyrir City leikinn: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Hibbert, Barry, Besic, Mirallas, Eto’o, Lukaku. Bekkurinn: Joel, McGeady, Barkley, Osman, Pienaar, Garbutt, Alcaraz.

Coleman á hægri kantinum fyrir framan Hibbert. Ákveðið afturhvarf til fortíðar þar (þegar Coleman var að byrja sinn feril með Everton).

City voru einstaklega óheppnir strax í byrjun þegar Aguero meiddist á 2. mínútu og var skipt út af fyrir hinn 18 ára Pozo. Virtist teygja sig of langt í að reyna að vinna bolta og meiddist á lærvöðva við það.

Allt í járnum allan fyrri hálfleik og lítið um færi. Liðin skiptust á að sækja; bæði að leita að glufum en fundu lítið.

Á 17. mínútu fengu City menn horn og í kjölfarið stökk Mangala upp og gróf tökkunum aftan í bakið á Eto’o. Átti engan séns í boltann og algjörlega glórulaust hjá honum. Klárlega rautt spjald, ekki satt? Eto’o lá á jörðinni, greinilega illa kvalinn í baki og hvað gerði dómarinn? Dró upp gula spjaldið. (andvarp). Mangala fáránlega heppinn að sleppa.

Á 22. mínútu fengu City menn einstaklega ódýrt víti þegar Jagielka og Millner rákust saman á í teignum. Millner bað ekki um víti en dómarinn dæmdi það samt og þótti manni það heldur harður dómur. Snemmbúin jólagjöf til City. Endursýning sýndi að dómarinn hafði ekki góða sýn yfir það sem gerðist. Toure tók vítið; Howard giskaði á rétt horn en Toure skoraði örugglega. 1-0 City eftir 24 mínútur og hvorugt lið líklegt til að komast yfir á þeim tímapnunkti.

Stuttu síðar stekkur Fernando upp og sparkar í hausinn á Barry við að reyna að ná háum bolta. Gult spjald þar.

Mirallas átti svo skot utan teigs en Fernando kastar sér á síðustu stundu fyrir skotið og boltinn í horn. Þetta hefði líklega verið eina skotið (fyrir utan vítið) sem rataði á mark hjá báðum liðum í fyrri hálfleik.

1-0 fyrir City í hálfleik og heldur óverðskuldað, verður maður að segja.

City náðu sterkri pressu á Everton í byrjun seinni hálfleiks en engin færi litu dagsins ljós til að byrja með og Everton náði eftir það að komast betur í takt við leikinn og halda boltanum vel.

City uppskáru reyndar algjört dauðafæri stuttu síðar, skot rétt fyrir framan mark sem Howard varði með löppunum í horn. Þar hefði staðan auðveldlega getað verið 2-0. Fyrsta færið sem rataði á mark í leiknum úr opnu spili.

Barkley inn á fyrir Besic á 55. mínútu.

Mirallas og félagar í sókninni náðu að opna vörn City á 59. mínútu en skotið frá Mirallas, innan vítateigs, blokkerað af City manni sem kastaði sér fyrir boltann.

Mirallas átti skot á 71. mínútu úr aukaspyrnu á ákjósanlegum stað en í vegginn og í horn.

Lampard kom inn á fyrir Navas á 77. mínútu og Lampard skóp strax ákjósanlegt færi fyrir Millner þegar hann skallaði til hans inni í teig en Millner skaut hátt yfir.

Everton átti góða spretti í lokin og Eto’o náði að setja Lukaku inn fyrir. Lukaku náði frábæru viðstöðulausu skoti á fjærstöng, sem hefði með réttu átt að enda í hliðarnetinu innanverðu og jafna leikinn en Joe Hart varði algjörlega frábærlega frá honum. Lukaku trúði varla eigin augum.

Osman inn á í blálokin fyrir Mirallas á 88. mínútu en það breytti ekki öllu.

City menn lönduðu 1-0 sigri.

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 6, Distin 7, Jagielka 7, Hibbert 6, Besic 6, Barry 4, Coleman 5, Eto’o 7, Mirallas 6, Lukaku 6. Varamenn: Barkley 6, Osman 6. City menn voru með 7 á línuna, fyrir utan eina fimmu (Mangala), tvær sexur, eina áttu og eina níu (Milner).

21 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    Fimm manna vörn!?!?!!!

  2. Gestur skrifar:

    Barry greinilega búinn að missa áhugann og Coleman getur ekkert sem kant maður

  3. Teddi skrifar:

    Helvítis fokking fokk!

    Við rústum þessu jóláramótamóti.

  4. ólafur már skrifar:

    sælir ég hef aldrei á ævinni verið jafn pirraður og núna og vill ég þakka dómaranum Andre Mariner fyrir að skemma leikinn okkar brotið sem átti sér stað innan teigs var aldrei víti og svo áttum við að fá aukaspyrnu þarna eftir á en það var ekki dæmt ok City voru betri en við en þetta fyllti mælinn hjá mér en já Coleman slakur,Barry missti áhugann, Barkley góður og Mirallas en Lukaku sást lítið fannst Baines vinur minn góður sakna samt Oviedo en Áfram bláir kveðja frá Norge

  5. Ari S skrifar:

    Coleman er ekkert búinn að geta í undanförnum 2 leikjum, höfum það á hreinu. Kemur mér ekki á óvart að hann skuli einnig hafa verið slakur í dag. Hann er líka búinn að missa áhugann, ekki bara Barry.

    Áhugaleysi í leikjunum gegn Tottenham og Hull var algert hjá honum og fleiri leikmönnum. Og áhugaleysið er farið að smitast í mig. Sá ekki leikinn í dag vegna anna. Tímabilið er búið eins og ég setti það upp í byrjun. Það er erfitt að vera endalaust bjartsýnn ef að leikmenn sýna ekki einu sinni vilja til að gera betur.

    Fínt viðtal við Besic, bestur í Tottenham og Hull leikjunum, nú virðst hann hafa smitast af hinum og fær 4 í einkun fyrir leikinn í dag.

    Kær kveðja,

    Ari

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/everton/11276933/Muhamed-Besic-determined-to-become-Everton-cult-hero.html

  6. Ari G skrifar:

    Evertonmenn greinilega þreyttir en að þeir séu búnir að missa áhugann það er ekki sammála ykkur. Fannst Everton betri núna en á móti Hull samt ekki góðir. Skil ekki þessa einkunnagjöf á fótbolti.net Barry bestur hjá Everton hvaða bull er þetta hann var hræðilegur í leiknum. Nú verður maður að vera bjartsýnn setja ungu strákanna í UEFA sá leikur skiptir engu máli og vinna svo QPR. Ég er ennþá bjartsýnn að við vinnum UEFA CUP Í VOR.

  7. Halli skrifar:

    Ég skil bara ekki hvernig dómari getur dæmt víti á varnarmann þegar sóknarmaðurinn hleypur aftan í hann og fellur við það óskiljanlegt mál. Man C menn voru mjōg heppnir að fá ekki rautt spjald á þennan Mangala gaur fáránleg tækling ég held að háskaleikurinn á Barry hafi bara verðskuldað gult. Ég sé svo sem ekki hvar við hefðum átt að fá eitthvað út úr þessum leik hættulegasta dæmið var skotið frá Lukaku í seinni hálfleik. Mér fannst Jags,Distin og Eto’o okkar bestu menn í dag

  8. Bjartsýnn skrifar:

    Mér finnst samt ekkert skrýtið að þeir hafi ekki verið áhugasamir, í fyrsta lagi er ekkert gaman að spila fótbolta þegar að dómarinn heldur með mótherjanum og í öðru lagi vegna þess að city réðust tvisvar á annars vegar Eto’o og hins vegar Barry með mjög stuttu millibili, hefði viljað sjá tvö rauð spjöld og ekkert víti en annars er alltaf leiðinlegt að tapa, sérstaklega svona.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja þetta fór nú ekki eins illa og ég bjóst við.
    Hefðum kannski með smá heppni getað stolið stigi.
    Hvernig í fjandanum fór city að því að ljúka leik með 11 menn á vellinum??Skil það bara ekki.

  10. Ari S skrifar:

    Áhugaleysið sem ég var að tala um var MJÖG áberandi í Tottenham og Hull leikjunum. Ég ætla rétt að vona að það hafi nú verið eitthvað skárra gegn City sem er í raun MJÖG slæmt ef út í það er farið. Að það þurfi að velja leiki til að sýna áhuga. Þá eiga menn að skammast sín ef þeir mæta bara í leiki við sum lið en ekki önnur. Ég er enn ekki búinn að fyrirgefa leikmönnum áhugaleysið í leikjunum gegn Hull og Spurs.

  11. Gunni D skrifar:

    Aston Villa fóru upp fyrir okkur í dag. Búnir að skora 10 mörk á móti 24. Við með 24-23. Skrítin íþrótt þessi fótbolti……

  12. Gunni D skrifar:

    10-19 er það víst.

  13. Diddi skrifar:

    við fengum heimaleik við West Ham í næstu umferð FA cup. Það er allt í lagi !!!!!!!!!!

  14. Orri skrifar:

    Gott mál Diddi.

  15. Diddi skrifar:

    Marriner dæmdur niður um deild vegna frammistöðunnar á laugardagssíðdeginu 🙂

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Það var honum mátulegt, verst að honum er örugglega drullusama og það gefur okkur samt engin stig.

      • Ari S skrifar:

        Ég hugsaði einmitt það sama og Ingvar, honum er sennilega skítsama og skammast sín ekkert.

  16. halli skrifar:

    Þrátt fyrir að það breyti engu um stigatöflunni liđanna þà er gott til þess að vita að það er ađhald à dómurum ì deildinni og ađ menn fài refsingu fyrir frammistöðu sem er undir pari