Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Wolfsburg vs. Everton - Everton.is

Wolfsburg vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Nú er aftur komið að Europa League deildinni og tók meistari Ari S að sér upphitun fyrir leikinn. Gefum Ara orðið:

Á fimmtudaginn 27. nóvember kl. 18:00 leikur Everton annan leik sinn við Wolfsburg. Sá fyrri var fyrsti leikur okkar í Evrópukeppnini þetta tímabilið og reyndist hann ótrúlega auðveldur: 4-1 sigur.

Um nýliðna helgi léku Wolfsburg á útivelli við Schalke 04 í Bundesligu deildinni og töpuðu þeim leik 2-3, mörkin þeirra tvö skoruðu Ivica Olic og Nicklas Bendtner. Afrakstur þeirra í þýsku deildinni eftir 12 leiki eru 7 sigrar, 2 jafntefli og 3 töp en hingað til hafa þeir ekki tapað leik á heimavelli sínum, Volkswagen Arena.

uefa_europa_league_H_4
Hér eru eins og sjá má tvö efstu liðin að mætast og jafnframt þau líklegustu til að fara áfram. Tæknilega séð er þó möguleiki að annaðhvort Lille eða Krasnodar nái okkur en þá þurfa nokkur úrslit að ganga upp gegn okkur. Með sigri tryggir Everton sér efsta sætið í riðlinum og jafntefli fer reyndar langleiðina með það líka því Everton á eftir heimaleik við Krasnodar í síðustu umferðinni.

Wolfsburg liðið mun án efa vera vel stemmt í þessum leik en væntanlega með stoltið sært eftir að hafa tapað illa gegn Everton í fyrsta leiknum. Leikurinn á fimmtudaginn verður mjög erfiður og fróðlegt verður að sjá hvernig Martinez stillir upp. Spurning hvort að hann hafi Eto‘o á bekknum og láti hann koma inn á síðar í leiknum eða hvort hann verði í byrjunarliðinu. Meiðsli Naismith voru sögð ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu en hann missir af leiknum við Wolfsburg.

Hugsanleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, McCarthy, Besic, Barkley, Eto’o, Osman, Lukaku.

Við þökkum Ara kærlega fyrir upphitunina og bendum á að leikurinn er sýndur í beinni á Ölveri en þar gefst þeim sem keyptu Everton bol af okkur kostur á að sækja — þeas. þau ykkar sem pöntuðuð í stærðinni XL, Medium, Small og Extra Small (afhending á stærðunum XXL og Large verður auglýst síðar).

Í öðrum fréttum er það helst að U18 ára lið Everton, Englandsmeistararnir okkar, er enn taplaust eftir 8 leiki en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Úlfana á dögunum. Calum Dyson og Tyrone Duffus skoruðu mörk Everton.

Og Connor Hunt, markvörður U21 árs liðsins, var lánaður til Hyde í einn mánuð (til að byrja með) en lán Courtneys Duffus var afturkallað.

6 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Okkar menn taka þetta lét í kvöld.Ég held að við vinnum 2-1,og erum þar með komnir áfram.

  2. Halli skrifar:

    Dugir ekki stg til að tryggja okkur áfram. Ég vil sigur í þessari keppni og fá er best að byrja á að vinna riðilinn. Ég ætla að spá 0-2 og það verða Belgarnir í liðinu sem skora

  3. Ari S skrifar:

    Ég spái 2-1 eins og Orri vinur minn, Arouna Kone kemur inn á í lokin og skorar sigurmarkið. Lukaku skorar hitt markið okkar og Bendtner fyrir hina.

  4. Teddi skrifar:

    Splæsi í 2-1 fyrir heimamenn.
    Everton var eitthvað svo búið áð’í í seinni hálfleik í síðasta leik.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Er að fara að horfa á þennan leik hér á Manhattan í New York á írskum sport bar sem Evertonians sækja. Dennehy’s heitur hann og var nú í vikunni að mér skylst valinn besti sport barinn í New York. Tek myndir ef það er eitthvað varið í þetta og set inn td í facebook grúppuna okkar.
    Flott ef við komumst taplausir upp úr riðlinum. Langar samt svakalega í sigur í dag. Skál segi ég bara.

  6. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8359