Mynd: Everton FC.
Nú er aftur komið að Europa League deildinni og tók meistari Ari S að sér upphitun fyrir leikinn. Gefum Ara orðið:
Á fimmtudaginn 27. nóvember kl. 18:00 leikur Everton annan leik sinn við Wolfsburg. Sá fyrri var fyrsti leikur okkar í Evrópukeppnini þetta tímabilið og reyndist hann ótrúlega auðveldur: 4-1 sigur.
Um nýliðna helgi léku Wolfsburg á útivelli við Schalke 04 í Bundesligu deildinni og töpuðu þeim leik 2-3, mörkin þeirra tvö skoruðu Ivica Olic og Nicklas Bendtner. Afrakstur þeirra í þýsku deildinni eftir 12 leiki eru 7 sigrar, 2 jafntefli og 3 töp en hingað til hafa þeir ekki tapað leik á heimavelli sínum, Volkswagen Arena.
Wolfsburg liðið mun án efa vera vel stemmt í þessum leik en væntanlega með stoltið sært eftir að hafa tapað illa gegn Everton í fyrsta leiknum. Leikurinn á fimmtudaginn verður mjög erfiður og fróðlegt verður að sjá hvernig Martinez stillir upp. Spurning hvort að hann hafi Eto‘o á bekknum og láti hann koma inn á síðar í leiknum eða hvort hann verði í byrjunarliðinu. Meiðsli Naismith voru sögð ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu en hann missir af leiknum við Wolfsburg.
Hugsanleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, McCarthy, Besic, Barkley, Eto’o, Osman, Lukaku.
Við þökkum Ara kærlega fyrir upphitunina og bendum á að leikurinn er sýndur í beinni á Ölveri en þar gefst þeim sem keyptu Everton bol af okkur kostur á að sækja — þeas. þau ykkar sem pöntuðuð í stærðinni XL, Medium, Small og Extra Small (afhending á stærðunum XXL og Large verður auglýst síðar).
Í öðrum fréttum er það helst að U18 ára lið Everton, Englandsmeistararnir okkar, er enn taplaust eftir 8 leiki en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Úlfana á dögunum. Calum Dyson og Tyrone Duffus skoruðu mörk Everton.
Og Connor Hunt, markvörður U21 árs liðsins, var lánaður til Hyde í einn mánuð (til að byrja með) en lán Courtneys Duffus var afturkallað.
Okkar menn taka þetta lét í kvöld.Ég held að við vinnum 2-1,og erum þar með komnir áfram.
Dugir ekki stg til að tryggja okkur áfram. Ég vil sigur í þessari keppni og fá er best að byrja á að vinna riðilinn. Ég ætla að spá 0-2 og það verða Belgarnir í liðinu sem skora
Ég spái 2-1 eins og Orri vinur minn, Arouna Kone kemur inn á í lokin og skorar sigurmarkið. Lukaku skorar hitt markið okkar og Bendtner fyrir hina.
Splæsi í 2-1 fyrir heimamenn.
Everton var eitthvað svo búið áð’í í seinni hálfleik í síðasta leik.
Er að fara að horfa á þennan leik hér á Manhattan í New York á írskum sport bar sem Evertonians sækja. Dennehy’s heitur hann og var nú í vikunni að mér skylst valinn besti sport barinn í New York. Tek myndir ef það er eitthvað varið í þetta og set inn td í facebook grúppuna okkar.
Flott ef við komumst taplausir upp úr riðlinum. Langar samt svakalega í sigur í dag. Skál segi ég bara.
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=8359