Mynd: Everton FC.
Þegar dregið var í riðla fyrir Europa League var talað um að Everton menn hefðu verið sérlega óheppnir með mótherja þar sem í riðlinum okkar væru tvö önnur mjög sterk lið og að riðillinn minnnti eiginlega svolítið á riðil í Meistaradeildinni. Ef það er rétt verð ég að benda á að Everton virðist bara eiga vel heima í hópi þeirra liða því þeir eru búnir að tryggja sér efsta sætið í riðlinum með glæsilegum sigri á Wolfsburg á útivelli í kvöld! Og yfirburðirnir yfir tvo leiki sannfærandi: 6-1 í samanlagðri markatölu. Og Wolfsburg þar að auki ekki tapað á heimavelli í allan vetur. En þetta er staðan í riðlinum eftir kvöldið:
Fyrri hálfleikur var fjörugur þar sem boltinn barst markanna á milli og nóg af færum. Wolfsburg með yfirhöndina á velli en Everton með yfirhöndina í markatölu en Lukaku skoraði eina mark fyrri hálfleiks.
Uppstillingin fyrir Evrópuleikinn: Howard, Garbutt, Distin, Jagielka, Hibbert, Besic, McCarthy, McGeady, Mirallas, Eto’o og Lukaku. Varamenn: Joel, Kone, Atsu, Osman, Coleman, Browning, Barkley.
Wolfsburg byrjuðu leikinn feykivel og voru næstum búnir að skora á fyrstu mínútu þegar stórhættuleg fyrirgjöf barst frá vinstri en vantaði nokkra cm fyrir sóknarmanninn að skalla. Stuttu síðar kom fyrirgjöf frá hægri en skalli sóknarmanns Wolfsburg hátt yfir úr ákjósanlegu færi.
Everton lá í vörn fyrstu 10 mínúturnar en áttu svo sitt fyrsta skot (Eto’o) að marki á 10. mínútu en framhjá. Líklega reyndar sending frá Eto’o á Lukaku sem hefði verið í dauðafæri en jafnframt rangstæður þannig að hann lét boltann fara.
Á 13. mínútu voru Everton næstum búnir að skora þegar Distin átti skalla eftir horn, boltinn niður í jörðina og endaði í slánni. Markvörður með engan séns að ná þessu og þar hefði Distin átt að skora, en inn vildi boltinn ekki.
Wolfsburg svöruðu með hraðri skyndisókn – end to end stuff. Engin leið að vita hvar þetta endar.
De Bryne átti flott skot utan teigs sem Howard varði glæsilega í horn og Everton svaraði með því að Lukaku var næstum búinn að stinga Mirallas inn fyrir á 17. mínútu en markvörður hljóp út úr teig og hreinsaði.
Wolfsburg skoruðu mark á 22. mínútu en ranglega dæmdir rangstæðir. Enginn Wolfsburg maður nálægt því að vera rangstæður, línuvörðurinn í ruglinu.
Heppnin virtist þó yfirgefa Everton nokkrum mínútum síðar þegar McCarthy fór meiddur út af á 30. mínútu. Einn leikmaður meiddur að meðaltali per leik þessa dagana. Frekar þreytandi.
Mirallas átti svo glæsilegt skot af löngu færi á 33. mínútu en vel varið í horn yfir slána. Bæði lið að skapa flott færi.
En það kom í hlut Everton að ná að komast yfir og það gerðist á 42. mínútu og kom markið úr skyndisókn úr mjög djúpri varnarstöðu. Boltinn vannst í eða við teig og barst til Mirallas sem var fljótur að hugsa náði að senda fram á Lukaku sem var að enn hlaupa í átt að miðlínu. Lukaku næstum missti boltann frá sér klaufalega en náði að redda sér fyrir horn, hrista af sér varnarmanninn og spretta fram alveg upp að marki með varnarmenn á hælunum og setti hann framhjá markverði. 0-1 Everton!
Og þannig var staðan í hálfleik! En þá bárust fréttir af því að Krasnodar og Lille hefðu gert jafntefli sem þýddi að Everton er komið áfram — sama hvernig þessi og næsti leikur fer. Nú er bara að spila upp á fyrsta sætið.
Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
Wolfsburg héldu áfram að pressa en Everton stilltu upp skipulagrði vörn sem fórnuðu sér í að kasta sér fyrir og verja alla bolta sem rötuðu í átt að marki og lúrðu og biðu eftir færi á skyndisóknum. Mun minni hætta af sóknarmönnum Wolfsburg í seinni hálfleik en í þeim fyrri en þeir komu tuðrunni þó í netið á 55. mínútu — en aftur rangstæðir og í þetta skiptið hárréttur dómur.
Og Everton var ekki langt frá því að endurtaka leikinn (skora eftir rangstöðumark) — og ótrúlegt að það skyldi ekki takast þegar Lukaku setti McGeady í dauðafæri innan teigs en McGeady setti boltann rétt framhjá samskeytunum hægra megin með markvörðinn hlaupandi til baka í átt að línunni. Hefði átt að gera mun betur þar og staðan átt að vera 0-2. Tja, reyndar: Ætti að vera 1-2.
Wolfsburg svöruðu með langskoti sem Howard varði í horn á 64. mínútu og sóknarmenn Wolfsburg lúðruðu boltanum upp í stúku í kjölfarið.
Eto’o fór svo út af fyrir Barkley á 72. mínútu og stuttu síðar áttu Wolfsburg skot af löngu færi á 73. mínútu en ekki of erfitt fyrir Howard.
Everton komust svo í 0-2 þegar Lukaku setti Mirallas inn fyrir — frábær stunga. Mirallas tók sprettinn, lék á varnarmann og skaut svo í gegnum klofið á honum og markvörður kom engum vörnum við.
Atsu inn á fyrir Mirallas á 82. mínútu.
Howard þurfti næstum að taka á honum stóra sínum til að verja langskot frá sóknarmanni Wolfsburg en boltinn í utanverða stöngina.
Everton kom svo boltanum í netið þegar þeir spiluðu sig í gegnum vörn Wolfsburg og Barkley kom honum framhjá markverði. En markið dæmt af vegna rangstöðu. Réttur dómur, Barkley hárfínt rangstæður.
Og þar með fjaraði möguleiki Wolfsburg á efsta sætinu út. Everton tryggði sér efsta sætið með sigri í kvöld.
Sky Sport gefa ekki út einkunnir fyrir Evrópuleikina (mér vitanlega). Hvað fannst ykkur um frammistöðuna og einstaka leikmenn?
Var að vinna en fékk að fara fyrr svo ég næði síðari hálfleiknum.
Fannst Okkar menn vera gríðarlega öruggir með flotta varnarvinnu.
Það er ljóst að það liggur ekkert á því að fá Baines aftur í liðið að mínu mati… (smá jóke) Garbutt er virkilega flottur og sýndi að hann er tilbúinn í slaginn.
Hibbert, Jagielka og Distin allir fínir. Markið sem Mirallas gerði var flott og einnig markið sem að Barkley gerði… bíð eftir flottann undirbúning sérstaklega Barkley markið. (sem var dæmt af vegna rangstæðu, réttilega)
Til hamingju með góan dag Everton stuðningsmenn 🙂
„bíð eftir flottann undirbúning“ átti að vera „bæði eftir flottann undirbúning“
Gott hjá Lukaku að eiga stórleik en samt á hann helling inni. Þvílíkur leikmaður sem hann verður.
flottur leikur hjá Everton, Garbutt var flottur og Osman leysti vel hlutverk aftasta miðjumanns. Lukaku sterku í markinu og Mirallas gerði einnig vel í sínu marki.
Garbutt og Mirallas virkilega góðir, Hibbert var á stundum aðeins týndur en skilaði sínu. Aðrir fínir, var hræddur þegar að Distin virtist meiða sig en hristi það af sér. Það eina sem mér fannst að var að Besic virðist halda að hann sé EKKI í liði heldur þurfi að gera svolítið mikið sjálfur, þ.e. þegar Everton er með boltann. Hann stóð sig mjög vel að halda niðri Hunt hjá Wolfsburg en um leið og hann var með boltann þá var eins og hann héldi að hann þyrfti að fara alla leið sjálfur upp með boltann, ég er ekki sannfærður um hann því miður, var bjartsýnn en….
Annars frábært að vinna riðilinn og vinna Wolfsburg á útivelli er mergjað. Nú verðum við bara að vinna Sunnudagsleikinn og vinna Tottenham sem er einmitt líka að spila í kvöld 😉
Ég er sammála þér með Besic í kvöld en mér fannst þetta samt allt í lagi hjá honum. Við höfum á undanförnum dögum misst Barry og McCarthy ásamt því að Gibson virðist ætla að láta bíða eftir sér og Barkley er ennþá ekki búinn að koma sér í sitt besta form.
Þá er Besic allt í kominn í allt annað hlutverk en hann var í fyrir bara nokkrum dögum. Held hann eigi eftir að venjast því betur eða ég vona það 🙂
Miðað við það þá fannst mér kvöldið í kvöld ágætt hjá honum og hann hefur það með sér að hann er ennþá mjög ungur en þarf að hætta að fá þessi gulu spjöld og finna þessa fínu línu í tæklingunum hjá sér. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður að mínu mati. Getur orðið frábær.
Við skulum ekki gleyma því að VfL Wolfsburg er í öðru sæti í þýsku bundesligunni með aðeins eitt lið fyrir ofan sig og þeir hafa ekki tapað heimaleik í allann vetur og statistikin hjá þeim (á heimavelli) er:
5 1 0 14:4 16
Þessi sigur í kvöld finnst mér vera miklu merkilegri eftir því sem frá líður. Þetta er gríðarlega sterkt lið sem við unnum 6-1 samanlagt.
Flott úrslit.ÁFRAM EVERTON FC.
Ótrúlega heppnir!
Hvað áttu við Albert?
Flottur leikur hjá Everton. Fannst Howard og Lukaku bestir besti leikur hans sem ég hef séð hann í vetur. Besic er miklu betri núna samt þarf hann að vanda betur sendingar. Mirallas mun betri núna en í West Ham leiknum markið hans hrein snilld. Garbutt hefur framtíðina með sér. Hef samt miklar áhyggjur af Tottenham leiknum detta oft niður eftir Evrópuleik en Tottenham eru líka þreyttir þess vegna ætti það að jafnast út hjá báðum liðum.
Gott mál!!
Nú er bara að vinna Tottingham en það verður ekki auðvelt.