Mynd: Everton FC.
Everton mætir Manchester United og sínum fyrri stjóra, David Moyes, á sunnudaginn þegar þeir síðarnefndu mæta á Goodison Park á sunnudaginn til að eigast við kl. 15:10. Þetta er fyrsta heimsókn David Moyes á Goodison eftir að hafa flutt sig yfir til Manchester og þrátt fyrir frábært starf með Everton fær hann væntanlega blendnar viðtökur þegar hann mætir í ljónagryfjuna. Frést hefur af því að hópur Everton stuðningsmanna ætli að mæta á völlinn með fána með mynd af Martinez og orðunum „School of Science – re-opened 2013“ sem greinilega er pilla ætluð Moyes.
Martinez sagði á blaðamannafundi að Pienaar og Jagielka væru frá, Jagielka þó með smá séns að ná leiknum en hljómaði eins og hann yrði hvíldur áfram. Allir því heilir, þar með talinn McCarthy sem missti af leiknum við Palace sökum einhvers smávægilegs vandamáls í vöðva. Það sást greinilega í þeim leik að Everton saknaði hans mikið og það var kannski smá áhætta að skipta honum inn á undir lokin — en hann ætti allavega að vera heill fyrir Man United leikinn. Líkleg uppstilling: Howard; Baines, Distin, Stones, Coleman; Barry, McCarthy, Mirallas, Deulofeu, Barkley; Lukaku. Hjá United er nú búist við að Rooney verði heill en hann hafði áður verið metinn tæpur fyrir leikinn. Rafael missir af leiknum og Johnny Evans er tæpur. Þeirra lið hefur auk þess hvílt í 11 daga og mæta ferskir til leiks.
Það var erfitt að taka tapinu gegn Crystal Palace á dögunum, en á móti kemur að eitt tap í átta leikjum — þar af sjö sigurleikir — verður að teljast ansi gott. Everton hefur nú skorað tvö mörk — að minnsta kosti — í síðustu fjórum heimaleikjum í röð og í níu af síðustu 10 heimaleikjum.
Klúbburinn rifjaði upp vídeó af síðasta leik þessara tveggja liða á tímabilinu sem reyndist hin besta skemmtun, ekki síst vegna sigurmarks Oviedo á lokamínútunum! Það væri nú ekki ónýtt ef Everton næði að vinna United tvöfalt á tímabilinu en það yrði í fyrsta skipti síðan 1969/70 tímabilið! Þetta verður þó mjög erfiður leikur þar sem ekkert verður gefið eftir enda bæði lið enn í keppninni um sæti í Meistaradeildinni, þó möguleikar United séu nánast eingöngu „stærðfræðilegir“. En United eru með besta árangur allra liða á útivelli í deildinni, þannig að þetta verður eitthvað skrautlegt. Everton vann heimaleikinn á síðasta tímabili, 1-0 með marki frá Fellaini.
Í öðrum fréttum er það helst að Howard skrifaði undir tveggja ára framlengingu á núverandi samningi sínum sem þýðir að við njótum krafta hans næstu fjögur árin eða til 2018 en þá verður hann 39 ára. Hann hefur verið í fantaformi á tímabilinu og staðið sig frábærlega í baráttunni um fjórða sætið og þetta eru því miklar gleðifregnir. Hægt er að sjá viðtal við Howard hér.
Af ungliðunum er það að frétta annars vegar að Everton U21 töpuðu á heimavelli 0-1 fyrir Middlesborough U21 og hins vegar að hinn tvítugi Barkley er einn af þeim 6 sem koma til greina sem ungliði ársins að mati PFA. Barkley hefur enda staðið sig frábærlega á tímabilinu og skorað 6 mörk í 35 leikjum (26 í byrjunarliðinu). Rætt var mikið í fjölmiðlum um að litli bróðir Everton ætlaði að næla sér í hann fyrir 38 milljónir punda en Martinez hló bara að því og sagði að síðasti orðrómur hefði gefið til kynna að Everton hefði neitað 50M punda tilboð í Barkley frá United svo að af hverju ætti 38M punda tilboð frá Liverpool að freista sín! 🙂
Eitt í viðbót: skemmtileg lesning af vef BBC:
http://m.bbc.com/sport/football/27077248
Eða eins og þeir orða það: „Moyes who? Martinez magic has charmed Everton“
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spái 2-0 sigri með mörkum frá Lukaku og Naismith.
Talandi um „stæðrfræðilega“ möguleika……. 😉
Það eru mörg ár síðan við höfum átt „stærðfræðilegan“ möguleika á að verða meistarar þegar aðeins 4 leikir eru eftir. Kannski bara árið sem við urðum meistarar síðast? Frábært tímabil hingað til og núna er að klára þetta með stæl 🙂 Áfram Everton!
kær kveðja og gleðilega páska,
Ari
Vona það besta en býst við því versta. Held því miður að Moyes fari brosandi heim.
Hættu þessu neikvæða bulli alltaf hreint, Ingvar. Við vinnum í þessum leik. 🙂
Þetta er ekki endilega alltaf keppni um að hafa sem oftast rétt fyrir sér og að hafa eitthvað voða mikið vit á hlutunum að mínu mati. Spurning um að hafa meira gaman af hlutunum og n.b. knattspyrna er leikur og þetta er áhugamál okkar. En svona er bara ég. 🙂
kær kveðja,
Ari
ef manutd vinnur okkur á morgun þá eru þeir komnir ískyggilega nærri okkur og gætu tekið af okkur 5. sætið. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá okkur sigri og segi 1-0 🙂
Ég hef það mikla trú á þessu liði að ég er viss um að Everton vinni sætan sigur á morgun. Menn líklega brjálæðir eftir tapið heima gegn Palace og ætla að bæta aðdáendum það upp.
Spái 3-1 fyrir Everton og McCarthy mun skora eitt bara fyrir hann Finn okkar. Ef ekki þá mun McGeady skora. Lukaku og líklega hann Barkley munu einnig skora.
Stórt like á það! 🙂
Ég held að það svolítill jafnteflisfnykur af þessu 1-1 Deulofeu. Þar sem ég er staddur í Súgandafirði þá ætla ég að fara í Edinborgarhúsið á Ísafirði til að sjá leikinn ef svo heppilrga vill til að fleiri Evertonmenn séu á svæðinu þá velkomnir með
Mikið sem ég óska þess að við troðum þessu upp í hann þennan ógeðslega mann sem sagður er hafa verið í uppáhaldi hjá okkur stuðningsmönnum Everton, ja það er alveg klárt að hann var aldrei í uppáhaldi hjá mér svo mikið er víst. Látum hann éta þetta ofan í sig 🙂 http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/everton-v-united-neville-questions-7009849?
Ég tala aldrei við hann aftur, ófyrirgefanlegar þessar hnífsstungur í bakið frá þessum gaurum.
Martinez segir að Fellaini kæmist ekki í Everton liðið í dag…
http://www1.skysports.com/football/news/11671/9274680/roberto-martinez-feels-everton-have-moved-on-since-marouane-fellaini-joined-man-united
Fellaini who?
alltaf hættulegt að vera með svona yfirlýsingar, þær koma andskoti oft í bakið á manni, Fellaini verður væntanlega maður leiksins í dag og kæmi ekki á óvart að hann skori sitt fyrsta utd mark gegn okkur, Arsenal að fjarlægjast okkur og við verðum að girða okkur ef við ætlum ekki að enda í 7. sæti, ég vil meina að ef við töpum þessum leik þá endum við í því sjöunda þannig að það er ansi mikið „YNDIR“ eins og maðurinn sagggggði 🙂 KOMA SVO
Hann þarf þá að fá leik allavega – hann er ekki í byrjunarliðinu. 🙂
Verður hundleiðinlegt 1-1 jafntefli.
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=7222
Einn sem hafði rétta spá……. told you so 🙂
til hvers að halda með fótboltaliði og spá tapi, það skil ég ekki, áfram Everton!!
Rétt Trausti. Áfram Everton!
Carpe Diem!